Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Page 38

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Page 38
244 NÁMSKEIÐ í STILLINGU OLÍUKYNDINDINGARTÆKJA í ágústmánuði voru haldin í Reykjavík á veg- um viðskiptamálaráðuneytisins og sambands ís- lenzkra sveitarfélaga fjögur námskeið í stillingu olíukyndingartækja. Námskeið þessi sóttu urn 60 menn víðs vegar af landinu, flestir á vegum sveitarfélags eða styrktir af því. Segja má, að námskeið þessi liafi verið beint framhakl af tilraun, sem Ólafur Eiríksson, tækni- fræðingur, lét vélskólanema úr Vélskólanum í Reykjavík gera á Akranesi veturinn 1975. Mældu þeir nýtingu olíukyndingartækja í 56 húsum þar og stilltu síðan með þar til gerðum tækjum. Kom þá í ljós, að unnt var að ná allt að 10% meðal- talslækkun á olíukostnaði húsa án mikillar fyrir- liafnar. í þessu sambandi skal það tekið frarn, að liér var ekki um nein ný vísindi eða breyttan kynd- ingarmáta að ræða, enda hafa menn áður starfað að og starfa við slíkar stillingar, en í litlum mæli þó. Þetta var kveikjan að þessum námskeiðum. Á ofangreindum námskeiðum var mönnum kennd meðferð og viðhald olíukyndingartækja, mælingar á nýtingu þeirra, stillingar og almennt um katla og kynditækni. Til að finna út nýtni olíukyndingar er mækl kolsýruprósenta reyksins, reykhitastigið og sót- tala reyksins. Einnig er mælclur súgur í katlinum. Út frá þessum fjórum atriðum er mjög auðvelt fyrir stillingarmanninn að vinna til að bæta nýt- ingu olíukyndingar. Að vísu eru það ein 16 atriði, sem stillingarmaðurinn hefur í huga, þeg- ar hann stillir olíukyndingu, en það væri of langt mál að telja þau upp hér. Á síðastliðnu ári stöfuðu um 40% eldsvoða í SVEITARSTJÓRNARMÁL húsum út fiá olíukynditækjum. Þessum eldsvoð- um liefði verið hægt að komast lijá, en stórt atriði á kynditækjanámskeiðunum voru einmitt öryggismálin. Það er því miður of algeng sjón að sjá leka- byttur undir olíubrennara og olíuleiðslu, óvirk- an öryggisbúnað brennarans eða ketil pakkaðan af sóti, svo ég tali ekki um, þegar kyndiklefinn er notaður sem geymsla. Haldin voru alls 4 námskeið í stillingum kyndi- tækja. í lok hvers námskeiðs fóru þátttakendur í liús í Hafnarfirði, Garðalueppi, Kópavogi og síðast í Sandgerði. Stilltu þeir og yfirfóru þar um 70 olíukyndingar. Kom í ljós, að á þremur fyrst- töldu stöðunum reyndust aðeins um 25% olíu- kyndingartækjanna vera í góðu ásigkomulagi. Kann þetta að einhverju leyti að stafa af nálægð hitaveitu í þremur fyrrgreindum bæjarfélögum, en Sandgerði liafði bezta hlutfallið, eða 50%. Eftir námskeiðin stofnuðu þátttakendur í þeim með sér félag, sem hefur það að markmiði, að bæta alla þjónustu í sambandi við olíukynding- ar. Hér í blaðinu verður birtur listi yfir þátttak- endur námskeiðanna, þannig að almenningur geti snúið sér til þeirra í sambandi við þjónustu á olíukyndingum. Einnig mun stjórn félagsins tilbúin að leysa úr þeim vandamálum fólks, sem koma upp í sam- bandi við kyndingar. Þá mun stjórnin reiðubúin að aðstoða við öflun heppilegra miðstöðvarkatla og olíukynditækja. í því er bezt að snúa sér til undirritaðs, sem er formaður félagsins, í síma 91-82981. Óskar Guðlaugsson.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.