Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 15
VEITUR Karitas Maggi Pálsdóttir bæjarráösfulltrúi og Eyjólfur Bjarnason, forstööumaöur tækni- deildar ísafjarðar og greinarhöfundur. Myndina tók Unnar Stefánsson í kynnisferö stjórnar sambandsins til sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjöröum 4. júlí 1994. Vatnsrennsli í Botnsdalsgöngum. Á myndinni er Vigdís Haröardóttir jaröfræöingur. Myndirnar meö greininni tók eiginmaöur Vigdísar, Björn A. Harðarson, jaröverkfræö- ingur hjá Vegageröinni. lögnum. Eitt af vatnsbólum Isfirðinga er rétt ofan við gangamunna í Tungu- dal. Það var því til staðar ein að- veituæð sem gat flutt rúmlega 1/4 af því magni sem þarf fyrir allt bæjar- félagið. Þurfti því að bæta við píp- um til að anna allri vatnsþörfinni. Til að hægt væri að hafa sjálfrennsli í Hnífsdal með nægum þrýstingi varð að hafa sérlögn þangað út eftir. Það var því ákveðið að leggja tvær 280 mm lagnir frá jarðgöngum. Önnur færi að miðlunartanki ofan við Eyrina en hin færi í Hnífsdal. Jafnframt þessu yrði að byggja deilistöð við byggðina í fjarðarbotn- inum þar sem vatni er dreift á fjögur svæði sem eru í mismunandi hæð og því þarf að hafa misjafnan þrýst- ing á þeim í deilihúsinu. Við hönn- un á nýju aðveitunni hefur verið hugsað fyrir hönnun á fjareftirlits- kerfi. Allir vatnsmælar og þrýstiminnkarar sem eru á kerfinu eru með búnaði fyrir aflestur á staf- rænan máta. Framkvæmdir Framkvæmdir við inntaksmann- virki við Fossinn og niðurlögn röra inni í jarðgöngunum voru að öllu leyti á vegurn Vegagerðar ríkisins. Steyptur var veggur sem lokar Foss- inn af. Þar eru lokumannvirki til að stýra vatnsmagni sem fer í aðveitu- æðina og því sem fer á yfirfall. Frá inntaksmannvirkinu er síðan 400 mm sver lögn út úr jarðgöngum. Fyrir utan gangamunna var byggt hús þar sem vatninu er dreift á þess- ar þrjár aðveituæðar sem áður eru nefndar. Á árinu 1995 voru byggð brunn- hús við gangamunna. Einnig voru lagðar tvær nýjar aðveituæðar frá göngunum að byggðinni í fjarðar- botni og byggt dreifihús þar. Þar með var fjarðar- og eyrarsvæðið komið með vatn úr nýja vatnsbólinu í jarðgöngunum. Þá var eftir að leggja lögn úr fjarðarbotni um miðl- unartank í Stórurð og út í Hnífsdal svo Hnífsdælingar sætu við sama borð og aðrir Isfirðingar og er unnið við þær framkvæmdir nú. Lokaoró Nú, þegar nýtt vatnsból í jarð- göngum hefur verið tekið í notkun, verður mikil breyting hjá Isafjarðar- kaupstað. Rekstur vatnsveitu verður til muna einfaldari. Við erum með eitt vatnsból í rekstri í stað tveggja og erum farin að nota lindarvatn í stað yfirborðsvatns. Við þetta hefur orðið mikil breyt- ing hjá hinum almenna notanda og einnig hjá fyrirtækjum í matvæla- iðnaði sem með tilkomu nýja vatns- bólsins hafa fengið hreint og tært vatn og losnað við þau óþægindi sem hafa fylgt því að hafa vatnsból sem eru yfirborðslón. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.