Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 23
UMHVERFISMÁL úrkast sem praktískt þykir að flokka frá plasti og þess háttar umbúðum og án mikillar fyrirhafnar er sett í sérstök ker sem Gámaþjónustan hf. tæmir vikulega og flytur á jarðgerð- arstað þar sem það fær sömu með- ferð og heimilisúrgangurinn. Aðstandendur verkefnisins leituð- ust við að halda sambandi við þátt- takendur og fylgjast með fram- vindu. Send voru fréttabréf og síð- asta vetrardag bauð Gámaþjónustan hf. þátttakendum til samsætis í Hafnarborg þar sem boðið var upp á kaffiveitingar og m.a. sýnd stutt heimildarmynd, eins konar yfirlit yfir ferlið. Um sumarið var síðan komið með tvo gáma af jarðvegs- bæti í hverfið og þátttakendum boð- ið að taka sér slatta í kerru. Helstu nióurstöóur Fyrirfram var lítið vitað um áhuga fólks á að taka þátt í nýbreytni af þessu tagi. Af 103 heimilum við þessar þrjár götur voru 97 reiðubúin til þátttöku, sem er rösklega 94% þátttaka. Þetta háa hlutfall hefur haldist, þ.e. engir hafa hætt þátttöku eftir að verkefnið hófst. Eins og búast mátti við hafa við framkvæmdina komið upp ýmis hversdagsleg vandamál. Sums stað- ar var erfitt að koma aukaílátum fyr- ir og utandyra er óvíða gert ráð fyrir fleiri en einni sorptunnu. Nokkrir íbúar hafa kvartað yfir að ólykt stafi frá ílátum með matarleifum. I mörg- um tilfellum hefur það orsakast af því að lok á tunnum voru undin eða gölluð á annan hátt. Vorið 1995, eftir um 7 mánaða reynslu, voru íbúar beðnir um að fylla út spurningalista um reynslu sína af þátttöku. Alls bárust svör frá 83 heimilum og ýmislegt athyglis- vert kemur þar fram. Hér á eftir fara spumingar af listanum og niðurstöð- ur af svörun. 1. Er umtalsverð fyrirhöfn sem fylg- ir því að flokka sorp í þessa tvo flokka? Nei: 94% Sérálit: 6% „Innanhússreglurnar" eru elnfaldar. 2. Gleymist oft að flokka sorpið? Nei: 90% Já: 1% Sérálit: 9% 3. Er stærð íláta heppileg? (Ef ekki hvað þarf að laga?) Já: 52% Útiílát ofstórt: 25% Pokar passa illa: 12% Þyrfti að passa betur í skáp: 2% Hafa lok á inniíláti: 2% 4. Finnst heimilisfólki að nýja fyrir- komulaginu fylgi meiri óþrif eða lykt? Nei: 76% Stundum: 12% Já: 7% Bara úti: 4% 5. Hvemig reynast pappírspokamir? Finnst heimilisfólki nægjanlegt að klæða innanhússílát í botninn með gömlum dagblaðapappír? Pokar nauðsynlegir: 28% Pokar betri: 29% Dagblöð í lagi: 17% Dagblöð og pokar: 4% Svara ekki: 23% 6. Getur fólk hugsað sér þetta fyrir- komulag til frambúðar? (Ef nei, hvers vegna?) Já: 99% Alveg eins: 1% 7. Er þjónustan í kringum hið nýja fyrirkomulag fullnægjandi? (Ef ekki, hvað þarf að bæta?) Já: 86% Svara ekki: 8% Athugasemdir: 6% 8. Hver eru viðbrögð gestkomandi við nýju fyrirkomulagi, vina og vandamanna? Jákvœð og góð: 73% Okunn, engin, svara ekki: 19% Forvitnir, áhugasamir, hissa: 8% 9. Vill fólk fremur jarðgera lífrænan úrgang sjálft heima í garði eða líst fólki betur á að efnin séu sótt og jarðgerð á einum stað eins og gert er nú? Efni sótt: 81% Já og nei, svara ekki, óvíst: 19% 10. Notar heimilisfólk gámastöðvar Sorpu til að skila flokkuðum úr- gangi, t.d. pappír, gleri, málmum og garðaúrgangi? Já: 48% Að hluta til: 18%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.