Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Side 62

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Side 62
STJÓRNSÝSLA Upplýsingakerfi Garöabæjar. Landfræöileg irtæki sem nota landfræðilegar upp- lýsingar og fjárfesta í tölvubúnaði til vinnslu þeirra gagna. Að stuðla að samræmingu, samstarfi og að betri nýtingu landfræðilegra gagna er því eðlilegur þáttur í þeirra starfi. LISA vinnur markvisst að því: Að það verði einfalt og ódýrt að afla upplýsinga um hvaða gögn eru til. Að það verði auðvelt að fá upp- lýsingar um þessi gögn. Að ákveðnir gagnagrunnar verði aðgengilegir fyrir alla. Að það verði auðvelt að fá að- gang að gögnum og nota. Að landfræðileg gögn verði á hagstæðu verði. greining. Landfrædileg upplýsinga- kerfi sveitarfélaganna Flest sveitarfélög og stofnanir þeirra hafa gagnagrunna á þessu sviði sem augljóslega er mikil hag- ræðing í að samnýta með landfræði- legu upplýsingakerfi. Ýmis sveitar- félög hér á landi nýta sér þessa tækni nú þegar og eru Reykjavíkur- borg, Garðabær og Akureyri komin hvað lengst í LUK-vinnslu. Önnur, eins og Egilsstaðabær, Hornafjarð- arbær, Húsavík, Hveragerði, Isa- fjörður og Mosfellsbær, eru einnig komin af stað með LUK-vinnslu hjá sér. Gögn sveitarfélaga sem fyrst eru sett inn í landfræðilegt upplýsinga- kerfi eru upplýsingar um lagnir veitustofnana, lóðamörk. lóðastærð- ir, mælipunkta, skipulagskort. land- nýtingu, fasteignir, vegakerfi o.s.frv. Síðan er hægt að gera áætl- anir og framreikna upplýsingarnar á ýmsa vegu. Möguleikarnir með notkun gagna í landfræðilegu upp- lýsingakerfi eru óþrjótandi. Ef t.d. eru fyrirhugaðar framkvæmdir á til- teknu svæði er á auðveldan hátt hægt að sjá nákvæma staðsetningu lagna, lóða og núverandi landnýt- ingu. Einnig er t.d. hægt að sjá hver er aldursdreifing og fjöldi íbúa í ákveðnum hverfum og nota á ýmsa vegu við áætlanagerð. MINNING Jónas Hafsteinsson, odd- viti Vindhælishrepps Jónas Haf- steinsson, odd- viti Vindhælis- hrepps í Aust- ur-Húnavatns- sýslu, lést hinn 22. nóvember sl., 62 ára að aldri. Jónas var fæddur að Húnsstöðum í Austur- Húnavatnssýslu 16. ágúst 1933, en fluttist ársgamall með foreldrum sínum að Njálsstöðum í Vindhælis- hreppi í sömu sýslu og átti þar heima allan sinn aldur. Jónas lét félagsmál snemma til sín taka og var kosinn í hreppsnefnd Vindhælishrepps árið 1962 og síðan oddviti árið 1974. Gegndi hann því embætti til dauðadags. Hafði hann þá starfað að sveitarstjórnarmálum og ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vindhælishrepp samfellt í 33 ár. Eftirlifandi kona hans er Anna Sigurlaug Guðmannsdóttir og eiga þau einn son, auk þess sem Jónas átti þrjú börn fyrir. 56

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.