Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Side 18

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Side 18
ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST Úr sundlauginni. Gluggar opna sýn út í bæ og til fjalla. mynstri Þingeyrar. Bogaþökin eru klædd Ijósri stál- klæðningu en steyptir veggir húss- ins verða sementsgráir. Húsið stendur á upphækkuðum jarðvegsfleti, eins konar hlaðvarpa á þessari stóru, fallegu eyri sem geng- ur langt í'ram í fjörðinn. íþróttasalurinn: Auk þess sem salurinn verður nýttur fyrir hvers konar íþróttastarf- semi er hann einnig hugsaður fyrir fjölnot, s.s. samkomur, tónlistar- flutning og sýningar, og gert er ráð fyrir því að gestir á tjaldsvæðinu geti fengið hann til afnota. Þessi at- riði voru lögð til grundvallar við hönnun salarins, s.s. efnisval og hljómburður. Hreyfanlegir áhorfendapallar verða í salnum. Gert er ráð fyrir að hægt sé að skipta salnum í tvær einingar. Sundlaugin: Sundlaugin er léttbyggð og klædd plastdúk. Botnplatan er staðsteypt og á hana eru reistar stálhliðar. Fyllt er með malarfyllingu að lauginni og gólfið er klætt stéttarhellum en und- ir þeim eru hitalagnir. I laugarsaln- um er heitur pottur og opnast salur- inn út í afgirt, sólríkt og skjólgott útisvæði. Miðbyggiitgin: Aðalinngangurinn er á iniðási byggingarinnar. Sinn hvorum megin við ásinn eru búningsklefar karla og kvenna. Tveir gangar tengja íþrótta- sal og sundlaug saman. Annar gangurinn sem er í tengsl- um við anddyrið er ætlaður áhorf- endum. en hinn gangurinn tengir búningsklefana við salina. A milli búningsklefanna er gufu- baðstofa. Húsvarðarherbergi er við anddyr- ið og getur vörðurinn fylgst með fólki í sundlauginni frá því. Tœknirými: Öll tæknirými eru undir miðbygg- ingunni og þjóna beint öllum þrem- ur húshlutun- um. Grunnhiti hússins er frá ofnum cn auk þess er full- komið loft- ræstikerfi í húsinu. Sundlaugin var tekin í notkun 27. maí 1995. Hönnuðir og iðnaðar- menn: Arkitekt: Helgi Hjálm- arsson, Skemmtlleg samlíklng húss og báts. Teiknistofunni Óðinstorgi Verkfræðingur: Ólafur Erlingsson VST hf. Landslagsarkitekt: Reynir Vil- Listaverk sem vekur eftirtekt. Þaö er kall- aö „Lifsæöar" og er eftir Sverri Ólafsson. Myndirnar meö greininni tók Helgi Hjálmarsson. hjálmsson Byggingameistari: Sigmundur Þórðarson Pípulagnir: Þórður Júlíusson Múrverk: Ólafur Steinþórsson Flísalögn: Vilhelm Benediktsson Rafmagn: Tengill sf. Loftræstimannvirki: Sverrir Ólafsson myndhöggvari Blikksmíðameistari: Finnbogi Geirsson. Stýrikerfi: Engey hf. Málningarvinna: Ragnar Gunn- arsson. Auk þess hafa starfsmenn hrepps- ins víða komið að verkinu. Lokaord Sundlaugin nýtur mikilla vin- sælda, er vel sótt af heimamönnum og öðrum þeirn sem leið eiga um byggðarlagið. Er þetta gjörbreyting á lífsmynstri staðarins. íþróttasalur mun væntanlega komast í notkun síðar á þessu ári.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.