Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 55

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 55
SAMGÖNGUMÁL Göngubm yfir Kringlumýrarbraut Dr. Ríkharður Kristjánsson, verkfrœðingur, Línuhönnun hf. Um miðjan desember var opnuð ný göngubrú yfir Kringlumýrarbraut. Svo virðist sem meirihluti borgarbúa hafi beð- ið eftir þessu því straumur fólks yfir brúna hefur vart slitnað síðan. A góðviðrisdegi er meiri umferð fólks eftir brúnni og aðliggjandi stígum en á Laugaveginum. Brúin er 100 m löng og þriggja metra breið. Undirstöður hennar og endar eru úr steypu en burðarvirki úr stáli. Göngu- brautin sjálf er úr timbri. Við hönnun brú- arinnar var fullt tillit tekið til fatlaðra og er lengdarhalli hvergi yftr 5% og handlist- ar eru settir í 90 sentímetra hæð. Burðar- kerft brúarinnar þurfti að taka mið af því að hægt væri að taka brúna niður til að hleypa háum flutningi í gegn og er hún því byggð úr einingum og boltuð saman á staðnum. Brúin er sett í boga að vestan og halli stöplanna og háa handriðsins gefur henni sterk einkenni eins og myndin ber með sér. Stöplarnir halda aðeins undir brúna öðrum megin sem gefur henni ein- kennandi spennu og sérstætt svif. Þetta svif endurspeglast einnig í bitakerfinu þar sem lítill biti svífur utan við stærri aðal- burðarbitann. Hátt handrið öðrum megin er notað til að veita fólki huglægan stuðn- ing þegar það gengur yfir brúna með bfia- umferðina þjótandi undir. Handriðinu er hallað út til að gefa brúnni aukna breidd. Studio Granda, arkitektar, unnu að hönnun brúarinnar með Línuhönnun hf. og lýsingu hannaði Garðar Lárusson hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Verkkaupi er Vegagerðin og Reykjavíkurborg. Verktaki var S.R. Sigurðsson. Stýringu verksins gagnvart hönnuðum annaðist Gatnamála- stjórinn í Reykjavík. í forustugrein DV hefur brúin verið nefnd ein mesta sam- göngubót á höfuðborgarsvæðinu í seinni tíð. Kröftug beygja í vesturenda brúarinnar og hallandi stöplar gefa brúnni sterkt og óvenjulegt yfirbragö. Hátt handriö aö noröan veitir fótgangendum öryggi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.