Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 65

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 65
ÝMISLEGT Tilraun með sjóðsatkvæði á Eyrarbakka Björn S. Stefánsson, dr. scient. Sveitarstjómir hafa ýmis ráð til að gera sér hugmynd um hvernig megi taka tillit til skoðana almennings. Hreppsnefndin á Eyrarbakka hefur hafið tilraun með sjóðsatkvæði í því skyni. Eg vísa til greinar minnar, Atkvæðafjöldi eftir vægi máls, í 2. tbl. Sveitarstjórnarmála 1995, en minni á, að með sjóðsatkvæðum geta menn látið það koma fram í at- kvæðatölu, ef um kappsmál er að ræða, og sömuleiðis leitt mál að mestu hjá sér með því að bjóða fá atkvæði eða alveg með því greiða engu afbrigði málsins atkvæði. Hreppsnefndin ákveður hvaða mál eru lögð fyrir. Þeir sem skipuðu aðalmannssæti á framboðslistum vorið 1994 fá atkvæði til ráðstöfun- ar. Listamir voru þrír og aðalmenn í hreppsnefnd sjö. Samtals var því 21 gefinn kostur á þátttöku. Þrír urðu ekki með, einn án þess að ástæða væri tilgreind, en tveir vegna fjar- veru. I stað þeirra komu varamenn listanna. Atkvæðin sem menn fá í sjóð eru í hlutfalli við atkvæðastyrk listanna í kosningunum 1994. D-listinn fékk þá 113 atkvæði. Hver D-listamaður fær í sjóð sinn 11,3 atkvæði fyrir hvert mál, sem borið verður undir atkvæði. E-listinn fékk 62 atkvæði. Fær hver maður þar í sjóð sinn 6,2 atkvæði vegna hvers máls. I-listinn fékk 193 atkvæði og fær hver mað- ur 19,3 atkvæði vegna hvers máls. Til þess að gefa mönnum þegar í fyrsta málinu kost á að greiða kappsmáli atkvæði í samræmi við eigið mat fengu þátttakendur fjór- falda áðurnefnda atkvæðatölu sem stofnframlag, 45,2 atkvæði hver D- listamaður, 24,8 atkvæði hver E- listamaður og 77,2 atkvæði hver I- listamaður. A vel sóttum kynningarfundi 18. janúar var fyrsta mál tekið fyrir. Það var reglur um útivistartíma barna. Voru fjórir kostir í málinu: almenna reglan, Akureyrarreglan, Selfoss- reglan og Vopnafjarðardæmi. Fékk hver þátttakandi atkvæðaseðil með nafni sínu, tölu atkvæða í sjóði og afbrigðunum fjórum. Nokkrum dög- um síðar var ég á hreppsskrifstof- unni, ef menn þættust þurfa frekari leiðbeiningu. Skilafrestur var til 30. janúar. Allir skiluðu atkvæðaseðli (í lokuðu umslagi). Menn þurfa að hafa hugmynd um þau mál, sem síðar á að taka fyrir, til þess að meta vægi þess máls sem er til afgreiðslu. Þess vegna voru tvö næstu mál kynnt á fundinum 18. janúar. Annað varðar fjárstyrki til afreksmanna í íþróttum. Hreppurinn hefur veitt slfka styrki. Spumingin er hvort svo skuli vera áfram og þá í meira eða minna mæli. Hitt málið er um hraðahindranir og leiksvæði. Þar kemur ýmislegt til greina, miskostn- aðarsamt. 15. febrúar var niðurstaða atkvæðagreiðslunnar kynnt á fundi þátttakenda, vinnubrögðin rædd og næsta mál reifað. Sjóðsatkvæðagreiðsla á alllangan aðdraganda á Eyrarbakka. Magnús, oddviti hreppsnefndar, fékk áhuga á aðferðinni haustið 1994. Varð það til þess að ég kom á hreppsnefndar- fund í janúar 1995. Fékk hugmynd- in góðar undirtektir. Það stóð all- lengi í okkur Magnúsi að finna heppileg málefni. Hugmyndir um heppileg málefni reynast koma auð- veldar þegar farið er á stað og fleiri koma að umræðunni. Magnús kveðst fús að ræða sjóðsatkvæði við forvitna sveitarstjómarmenn. Menn spyrja hvort sveitarstjórn gefi frá sér völd með skoðanakönn- unum af þessu tagi. Það gerir hún ekki. Hennar einnar er réttur og skylda að álykta og taka ákvarðanir fyrir hönd sveitarfélagsins. Þá má spyrja hvort hún sé ekki að gefa frá sér áhrif. Ég hygg að sveitarstjómir reyni yfirleitt að gera sér grein fyrir því hversu þóknanlegar ákvarðanir kunna að verða almenningi. Ein leið til þess er sjóðsatkvæðagreiðsla meðal þeirra sem kynnt hafa al- mennan áhuga sinn með framboði. Sveitarstjórn ræður því hvaða mál em lögð þannig fyrir. Þó að meiri- hlutinn hafi einsett sér að ljúka máli má gera það á ýmsan hátt. Með sjóðsatkvæðum getur hann kynnt sér skoðanir manna á ýmsum úr- lausnum. Þessi vinnubrögð hafa víðar verið til athugunar. Ég hef meðal annars leitað fyrir mér í fjölmennari sveita- hreppum, bæði þar sem var lista- kosning og þar sem kosið var óhlut- bundið. Illa hefur gengið að finna málefni. Má vera að auðveldara sé að finna mál í þéttbýli. 5 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.