Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 41
FORNLEIFAR þær kunna að vera. Eins er vafasamt hvort hægt sé að byggja umhverfismat á slíkum skrám. Vel má þó ímynda sér slíkar skráningar þegar einhverjar sérþarfir eru fyrir hendi. Sérskrár af því tagi sem nefndar voru hér að framan geta aldrei gefið neina heildarmynd af forn- leifum viðkomandi svæða, þær eru aðeins góður fulltrúi þeirra fomleifa sem skrárnar fjalla um hverju sinni. Vafasamt er t.d. að skráning á hvalveiðistöðvum Norðmanna í ísafjarðardjúpi komi að notum sem grunn- ur að umhverfismati í einstökum fjörðum í Djúpinu þar sem leggja á veg. Akvarðanataka á slíkum grunni er hæpin, ef ekki ábyrgðarlaus, enda held ég ekki að nokkrum dytti slíkt í hug. Eg nefni þetta hér aðeins til að árétta ákveðin grundvallaratriði. Við fornleifaskráningu er fylgt aðferðafræði, sem ákveðin er áður en sjálf skráningarvinnan hefst. Má segja að lykilatriði í þeirri vinnu sem nú fer fram varðandi að- ferðafræðina sé skipulag og einfaldleiki, hvernig svo sem það verður ákveðið þegar yfir lýkur. Þessi atriði fela í sér að aðferðin verður fljótvirk og ódýr. Ef fomleifa- skráin á að gagnast öllum sem hana þurfa að nota, svo sem opinberum framkvæmdaraðilum, einkaaðilum, skipulagsyfirvöldum og áhuga- og fræðimönnum, er mikilvægt að skráð sé samkvæmt sama kerfi hvar sem er á landinu. Þess ber að geta að ekki er til nein galdralausn í þessu sambandi, mikilvægast er að hefjast sem fyrst handa með það kerfi sem við getum sem best búið til miðað við allar forsendur sem við höfum. 1. mynd. Kuml? Um þessar fornleifar er skrifaö i Ijósmyndaskrá: „Mannvirki líkt og dys hjá Kaldbak i Hrunamannahreppi í Árnessýslu."Tel ég litinn vafa leika á þvi aö hér sé um kuml aö ræöa, enda sver þaö sig töluvert í ætt viö þau kuml sem fundist hafa á Suöurlandi. Viröist eitt einkenni vera á slíkum fornleifum aö þær hvíla utan i sjálfum toppnum, eins og þær vanti aöeins herslumuninn á aö ná alla leiö. Greinilega má sjá steinaröö sem umlykur kumlið („kanlkedja“ á sænsku) og aöra í því sjálfu. Ekki hafa slíkar lausnir á umgjörö eöa i uppbyggingu veriö kannaöar sérstaklega á íslandi og er mikill akur óplægöur þar. Myndin er tekin áriö 1959. (Skyggnusafn Pjms. nr. 368. Ljós- myndari trúlega Kristján Eldjárn.) 2. mynd. Refagildra hjá Húsafelli í Borgarfiröi. Slíkar fornleifar eru mikilvægur minnisvaröi um baráttu manna viö varg, eins og einu sinni var taliö. Opiö sem rebbi fór inn um sést fremst á gildrunni. Myndin er tekin áriö 1967. (Skyggnusafn Þjms. nr. 1489. Ljósm. Pór Magnússon.) Fornleifar Fornleifar eru allar þær leifar sem mannaverk eru á og eldri eru en hundrað ára. Þjóðminjalögin orða það á svohljóðandi hátt í grein nr. 16, III. kafla: „777 fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðhundinna rninja sem menn hafa gert eða mannaverk eru (Þjóðminjalög nr. 88/1989). Að auki njóta staðir sem tengjast þjóðtrú, siðum, venjum og þjóð- sagnahefð, eins og hörgar, álfasteinar og uppsprettur, vemdar laganna, enda séu þeir mikilvægur menningar- arfur rétt eins og mannvirkin. Skipta má fornleifum í tvo staði, annars vegar efnis- legar fornleifar og hins vegar andlegar eða huglægar fomleifar. Hinar efnislegu fornleifar eru það sem við í daglegu tali köllum rústir eða tóttir. Þær eru áþreifanleg- ar og greinilega orðnar til af mannavöldum. Hinar and- legu fomleifar eru aftur á móti staðir sem tengjast hugar- fari þjóðarinnar, eins og álfasteinar o.fl. Slíkir staðir eru oft algerlega án allra beinna verksummerkja mannlegra athafna, þó að vitundin um þá hafí stundum leitt af sér óbein verksunimerki, svo sem á álagablettum þar sem gras er aldrei slegið eða þar sem annað afskiptaleysi hef- ur beinlínis orðið til þess að staðurinn varðveittist óbreyttur og óhreyfður í aldir. Þegar fram líða stundir bætast sífellt fleiri rústir og önnur mannvirki í hóp fornleifa einfaldlega vegna hundrað ára reglunnar. Að auki mun okkur lærast meir og meir að lesa í landið og jafnvel nýjar tegundir fom- leifa skjóta upp kollinum. Þannig lýkur í raun aldrei fornleifaskráningu, nokkuð sem við verðum að sætta okkur við, verra er ef hún byrjar aldrei! Upphafiö Hugmyndir um að skrá allar íslenskar fornleifar eiga 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.