Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Qupperneq 66
ÝMISLEGT
Upp kom sú hugmynd að kanna
mætti skoðanir í hreppum, þar sem
kosið var óhlutbundið, með því að
láta öllum, sem atkvæði fengu. í té
sjóðsatkvæði í hlutfalli við atkvæða-
tölu í kosningunum. Þetta var tekið
til athugunar í tveimur sveitahrepp-
um. I öðrum þeirra reyndist erfitt að
finna mál, en í hinum kom í ljós að
ekki voru til atkvæðatölur nema
þeirra 10 sem kosnir voru í hrepps-
nefnd ásamt varamönnum. 10 tel ég
heldur fátt þegar beita á sjóðsat-
kvæðum. Þar var í staðinn tekið lil
athugunar að láta öllum kjósendum
í té sjóðsatkvæði. Þar stendur málið.
Þá kom upp sú hugmynd, þar sem
kosið er óhlutbundið, að félög, ung-
mennafélag, búnaðarfélag, kvenfé-
lag, kirkjusókn og verkalýðsfélag,
fái sjóðsatkvæði í hlutfalli við tölu
félagsmanna innan hrepps og færu
stjórnarmenn búsettir innan hrepps
með atkvæðin. Þetta mæltist ekki
vel fyrir á hreppsskrifstofu einni.
Starfsmaður hreppsins kvaðst ekki
vera í neinu félagi (var reyndar í
þjóðkirkjunni og því sóknarbarn),
en sumir væru í mörgum félögum,
og væri slík málsmeðferð því ekki
sanngjörn. I staðinn kom fram sú
hugmynd að gefa öllum hreppsbú-
um kost á sjóðsatkvæðum. Þar
stendur málið, en ekki hefur tekist
að finna nógu mörg málefni sem
hreppsnefnd telur henta.
Reynslan á Eyrarbakka, þótt ekki
sé hún víðtæk, styrkir þá von að
með sjóðsatkvæðum geti sveitar-
stjórn fengið skjalfest ábyrg við-
brögð við málum og þannig stuðst
við álit þeirra sem með framboði
hafa lýst áhuga á málum sveitarfé-
lagsins. Eitt einstakt mál má ekki
vera yfirgnæfandi í slíkri skoðana-
könnun. Því er ekki heppilegt að
taka fyrir fjárhagsáætlunina í heild,
en á Eyrarbakka er til athugunar að
taka þar sérstaklega fyrir hvernig
mönnum lítist á að lækka með sér-
stakri aðgerð þær skuldir hreppsins
sem eru dýrar. Með sjóðsatkvæðum
má fá fram viðbrögð við mismun-
andi ráðstöfunum í því efni. Eins
getur sums staðar átt við að taka
fyrir framkvæmdaáætlun, þar sem
um yrði að ræða að stilla saman ein-
stakar framkvæmdir og hæð útsvars
og fasteignagjalda þeirra vegna.
Annað mál, sem víða getur verið
tímabært, er umhverfismál, þar sem
ákveða þarf kvaðir á almenning og
eigendur fasteigna og fyrirtækja og
gjöld vegna þeirra mála. Þriðja mál-
ið, sem endurtekur sig árlega, er um
framlög til félaga. Þar gæti sveitar-
stjórn ákveðið hámark í heild, en
skoðanir manna til skiptingar fjár-
hæðarinnar yrðu kannaðar með
sjóðsatkvæðum og þá kæmi líka til
greina að hún yrði ekki öll hagnýtt.
I bæjarfélögum sýnist verklagið
geta verið það að bæjarráð feli ein-
stökum nefndum bæjarins ásamt
starfsmönnum bæjarins að útfæra
mál í nokkrum afbrigðum og ráðið
leggi þau síðan fyrir handhafa
sjóðsatkvæða.
Menn spyrja gjarna hvort stækum
minnihluta gefist ekki með sjóðsat-
kvæðum tækifæri til ráða sérmáli
sínu út í æsar. Líturn á til hvers
reynslan á Eyrarbakka bendir.
Minna verður á að þar er um að
ræða mál sem hreppsnefnd (meiri-
hlutinn) leitar skoðunar stærri lióps
á. Með niðurstöðunni fylgir vit-
neskja um hvemig einstakir þátttak-
endur beittu sér. Þannig getur meiri-
hlutinn metið áhrif einstakra þátt-
takenda á niðurstöðuna og hversu
góðar ástæður eru til að taka tillit til
hennar. Þátttakendur kynna sig með
atkvæðaboðum sínum. Maður sem
býður atkvæði lítt í samræmi við
eigin skoðanir spillir álili sínu og
laðar ekki til stuðnings við sjónar-
mið sín yfirleitt. Þannig verður
kostnaðarsamara fyrir hann að
vinna málum sínum brautargengi.
Afbrigði í hverju máli þurfa ekki að
vera nema tvö, en ég vænti þess að
þau verði sjaldan færri en fjögur.
Þegar svo er sjá menn sér hag í því
að bjóða atkvæði ekki aðeins á það
sem menn kjósa helst, heldur einnig
næsthelst, þriðja helst og svo fram-
vegis. Maður, sem gerir það ekki, á
á hættu að glata tækifæri til að
koma í veg fyrir að það afbrigði
verði ofan á sem hann kýs síst. Eg
hygg, ef menn hugsa málið við slík-
ar aðstæður, sýnist líklegt að þeir
einþykku minnihlutahópar, sem
menn þykjast víða verða varir við,
trosni upp í liðsmenn, sem vissulega
kunna að halda áfram að kjósa helst
eitthvað óralangt frá almennings-
áliti, en eru hins vegar til viðræðu
um það sem er nær almenningsáliti
og gefa það til kynna með stiglækk-
andi atkvæðatölu og geta þannig átt
þátt í því að annað verður ofan á en
þeir kjósa helst.
Bergnes býður skiltakerfi fyrir:
Allar breytingar
eru þægilegar,
einfaldar og
fljótlegar.
Óþrjótandi
möguleikar.
OPINBERAR BYGGINGAR
SKRIFSTOFUR
HEILSUGÆSLUSTOÐVAR
SJÚKRAHÚS
ÖLDRUNARHEIMILI
SKÓLA
BERGNES ehf.
Smiðjuvegi 4, 200 Kópavogur. Sími 567 3305. Fax 567 3177
60