Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 14
VEITUR Nýtt vatnsból Vatnsveitu Isafjarðar Eyjólfur Bjarnason, fu. forstöðumaður tœknideildar Isafjarðar í nútíma þjóðfélagi er vatn ein af frumþörfum samfélagsins. Því eru vatnsveitur einn af mikil- vægustu þátlum í rekstri hvers bæjarfélags. Á ísa- firði hefur aðveitukerfi vatnsveitu verið byggt upp á eftirfarandi hátt: Fyrir ísafjörð hafa verið tvö vatnsból, eitt í Tungudal við jarðganga- munnann og eitt á Dag- verðardal. Aðveituæðar frá þeim lágu í miðlunar- tank í Stórurð, fyrir ofan bæinn. í Hnífsdal er svo þriðja vatnsbólið sem er eingöngu fyrir þann bæj- arhluta. Öll eru þessi vatnsból yfirborðslón með þeim rekstrarerfið- leikum sem þeim fylgja. Mikill tími og fjármagn hefur farið í það á hverju vori í leysingum að halda vatnsbólum hreinum. I engu af þessum vatnsból- um var nægjanlegt magn af vatni til að anna þörf vatnsveitunnar, því þurfti að hafa þau svo ntörg. Vatnsþörf Isfirðinga er um 180-190 1/sek. Þetta er mikið magn af vatni, en skýringin á allri þessari vatnsþörf liggur í því að hér eru mörg vatnsfrek fisk- og rækju- vinnslufyrirtæki. Mælingar hafa sýnt að hámarksnotkun í hverju rækjuvinnsluhúsi getur verið allt að 24 1/sek. og um 12 1/sek. í frystihúsi, Horft inn í fossvirki sem steypt hefur veriö utan um Fossinn í Breiöadalsgöngum. Þaöan leiöir Vatnsveita Isafjaröar vatniö tæp- lega þrjá kílómetra inni í göngunum aö gangaopinu. en á ísafirði eru rekin þrjú stór frystihús og þrjár stórar rækjuverk- smiðjur. Árið 1993 var byggð hreinsistöð í Stórurð til að ná í burtu leir og öðr- um óhreinindum og er kostnaður við þær framkvæmdir orðinn ærinn. Þrátt fyrir það að búið væri að eyða miklu fjármagni í hreinsun vatns var það samt kær- komið þegar verktakar við jarðgangagerð undir Breiðadalsheiði komu á vatnsæð sem gaf meira en nægjanlegt vatn til að anna allri vatnsþörf Is- firðinga. Fossinn, en svo er staðurinn nefndur þar sem vatnið kemur inn í jarðgöngin, er í um 3,8 km fjarlægð frá ganga- munna í Tungudal. Vatnsmagn í honum er um 600-1000 1/sek. en nokkurrar árstíðarsveiflu gætir en vatnsmagnið er þó mun meira en vatns- veitan notar. Rannsóknir sýna að þetta er mjög gott vatn og er hiti þess urn 5 °C, jafn hiti allt árið. Nýtt vatnsból Þegar einsýnt var orð- ið að vatn í Fossinunt væri stöðugt og myndi nægja fyrir Isafjörð var tekin sú ákvörðun að leita eftir samþykki Vegagerðar ríkisins um að fá að nýta það. Var það auðfengið. Með ákvörðun um að nýta jarðgangavatn var jafnframt verið að taka ákvörð- un um miklar framkvæmdir. Leggja þarf nýjar aðveituæðar frá ganga- munna. Aðra að Seljalandshverfi en hina alla leið í Hnífsdal. Samtals eru þetta um 13 km af 280 mm sverum 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.