Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Side 31

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Side 31
UMHVERFISMÁL SPILLIEFNI ER HVERSKYNS ÚRGANGUR SEM INNIHELDUR EFNI SEM VALDIÐ GETA SKAÐLEGUM ÁHRIFUM Á HEILSUFAR FÓLKS OG SKAÐAÐ NÁTTÚRUNA. DÆMI UM SPILLIEFNI SEM FALLA TIL A HEIMILUM: STERK HREINSIEFNI OG BLETTAEYÐAR SÝRUR OG LÚTAR brennisteinsýra og vítissóti. OLÍUEFNI Ítlí/oT'0"0 LÍFRÆN LEYSIEFNI ASBEST t.d. bremsuborðar MALNING, LAKK OG FUAVARNAREFNI RAFGEYMAR MEINDYRA-, SKORDYRA OG PLONTUEITUR FREON isskópor og frystikist RAFHLOÐUR KVIKASILFURSHITAMÆLAR LIM OLLUM EFNUM SEM VAFI LEIKUR A HVORT AÐ TEUIST TIL SPILLIEFNA EÐA EKKI SKAL SKILA TIL MÓnÖKUSTÖÐVA. SPILUEFNUM MÁ EKKI BLANDA SAMAN VIÐ ANNAN ÚRGANG! MOTTAKA A SPILLIEFNUM ER VIÐ SORPBRENNSLUSTOÐ SORPBRENNSLUSTOÐIN: OPIÐ ALLA DAGA FRA KL. 08:00 TIL 19:00. AÐ AUKI: MÁNUD .. MIÐVIKUD. OG FÖSTUD. FRÁ KL. 20:00 TIL 22:00. LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA FRÁ KL. 13:00 TIL 17:00. Bakhliö upplýsingablaös umhverfismálará&s Húsavíkur um spilliefni. úrgangur sendur til Kommunekemi A/S í Danmörku til förgunar en síðustu ár hefur fengist leyfi til förgunar á nokkrum efnum hér á landi. Spilliefnum er skipt í flokka, t.d. saman- ber áðumefnda upptalningu í viðauka 4 með mengunarvamareglugerð. Einnig er hægt að benda á bækling frá Sorpu bs. Reykjavík um leiðbeiningar um flokkun og frágang spilli- efna. Hér verður ekki reynt að skipta spilli- efnum í sömu flokka og þar eru upptaldir, heldur talið til það helsta sem getur fallið til á heimilum. Einnig er gerð grein fyrir því hvernig förgun á þessum tegundum efna sem berast til Sorpu bs. í Reykjavík er nú háttað. Rétt er að taka fram að hér er ekki um neina endanlega upptalningu á efnum að ræða. Olíuúrgangur, svo sem smurolía, notaðar olíusíur, lampaolía og steinolía. Að flokkun lokinni er Iljótandi olíu fargað í ofni Sem- entsverksmiðjunnar hf. á Akranesi. Fastur olíuúrgangur er sendur til brennslu. Ymis efni fyrir bílinn, svo sem frostlögur, ísvari, vélahreinsir, bflabón, bremsuborðar o.s.frv. Förgun þessara efna er nokkuð mis- munandi, sumt er heimilt að urða á sérstök- um urðunarstað, annað er sent utan til förg- unar. Málning, svo sem vatnsmálning, olíu- málning, lím, málningareyðir, viðarvamar- efni, sparsl og kítti. Hluti af vatnsmálningu er endurunninn, annars er vatnsmálning urð- uð á sérstökum urðunarstað. Olíumálning, lím o.fl. er sent til förgunar erlendis. Eiturefni og áburður, svo sem illgres- iseyðir og skordýraeitur, pottaplöntuáburður og garðáburður. Sent til förgunar erlendis. Sýrur og lútar, svo sem saltsýra, brennisteinssýra og vítissódi. Sent til förgunar erlendis. Hreinsiefni, svo sem hreinsiefni fyrir salerni, ofn- hreinsiefni, blettaeyðir og gólfbón. Sent til förgunar er- lendis. Lífræn leysiefni, svo sem tréspíri, terpentína og þynn- ir. Klórfríum efnum er fargað í ofni Sementsverksmiðj- unnar hf. á Akranesi. Annað sent utan til förgunar. Ýmislegt, rafhlöður og rafgeymar, lyf, úðabrúsar og kvikasilfurshitamælar. Sent utan til förgunar. Á ísskápum og frystikistum eru kæliefni sem verður að losa af þeim með réttum hætti áður en þessum tækj- um er fargað. Kæliefnum er fargað hjá Kommunekemi A/S í Danmörku. Skil á spilliefnum Á höfuðborgarsvæðinu hafa spilliefnamóttökur verið starfræktar síðan 1990. Reynslan af rekstri þeirra sýnir að skil á spilliefnum frá heimilum eykst stöðugt. Á hinn bóginn eru skil á spilliefnum frá fyrirtækjum ekki nógu góð. Þannig virðist ekki nægjanlegt að koma á móttöku spilliefna, annar hvati að skilum þessara efna verður að vera. Þannig hvati væri til dæmis að sett yrðu gjöld, nokkurs konar eyðingargjöld við innflutning eða fram- leiðslu á þeim efnum sem verða að hættulegum efnaúr- gangi. Auka þarf þekkingu almennings á spilliefnum, þannig að umgengni með þessi efni verði betri. Umhverfismálaráð Húsavíkur hefur t.d. látið útbúa upp- lýsingablað sem sent hefur verið til heimila á Húsavík. Á þessu blaði er upptalning á nokkrum spilliefnum og sagt frá því hvemig hægt er að losna við þau. Hér er um gott framtak að ræða sem e.t.v. fleiri gætu tekið sér til fyrirmyndar. 25

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.