Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 22
UMHVERFISMÁL 120 lítra, til að halda lífrænum úr- gangi aðskildum. Einnig fengu heimilin afhenta pappírspoka til að klæða ílátin innan. Við heimsóknir gafst færi á að ræða allt það sem óklárt þótti og draga upp línurnar með þátttakendum. Um miðjan október hófst loks verkefnið. Lífræni úrgangurinn var hirtur hálfsmánaðarlega en annar úr- gangur var tekinn vikulega eins og áður. Ekið var með massann yfir vigtina hjá Sorpu í Gufunesi og það- an upp í Alfsnes þar sem jarðgerðin fór fram í fyrstu í samráði við Sorpu. I Alfsnesi var stillt upp þremur gámum með tættum pappír, hrossataði og timburkurli. Lífræna úrganginum var þar blandað saman við þessa þrjá efnaflokka eftir ákveðnum uppskriftum og blönd- unni síðan snúið og hún loftuð eins og kostur var á. Við það voru notað- ar sömu aðferðir og í jarðgerðar- verkefni Sorpu, sk. múgaaðferð. Starfsmenn Sorpu í Álfsnesi höfðu daglega umsjón með jarðgerðinni í Álfsnesi. Var þessi háttur hafður á allan veturinn 1994—1995. I byrjun desember 1994 var farið að hirða flokkað úrkast af lagergólfi Mata hf. Allt grænmetis- og ávaxta- Aöferöir Gámaþjónustan hf. er stærsti einkaaðili í sorphirðu hér á landi. Fyrirtækið þjónar einstökum fyrir- tækjum og stofnunum víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu en hefur einnig á hendi sorphirðu fyrir heil bæjarfé- lög, t.d. Hafnarfjörð og Kópavog. Við skipulagningu verkefnisins var ákveðið að leita eftir þátttöku nokkurra heimila svo og eins fyrir- tækis. Um 100 heimili við Skjól- vang, Sævang og Vesturvang í Hafnarfirði voru valin til þátttöku Tvær stæröir af tunnum eru notaöar undir lífrænan úrgang, 240 lítra og 120 litra. Sú minni hentar mun betur i einbýli. í verkefninu er neysluúrgangur frá heimilunum flokkaöur í tvennt, lífrænan úrgang og annaö. Miðað við mögulegan ábata af jarð- gerð bæði sem aðferð til að minnka sorp og sem framleiðsluaðferð má færa rök að því að kostnaður sé lít- iH. I flokkunar- og jarðgerðarverk- efninu var lagt upp með nokkrar spumingar: 1. Fæst almenningur, inni á heirn- ilum og á vinnustöðum, til þess að flokka lífrænan úrgang frá öðru? Spurningin er mikilvæg því ef fólk er almennt ekki tilbúið til þessa þá bresta forsendur fyrir jarðgerð líf- ræns heimilissorps. 2. Er jarðgerð á þessum efna- flokkum möguleg við íslenskar að- stæður? 3. Hver er eftirspurnin eftir afurð- inni? 4. Eru viðskiptalegar forsendur fyrir starfseminni? Með þessar spurningar í fartesk- inu var verkefnið lagt upp. og eitt fyrirtæki, Mata hf. í Reykja- vík, heildverslun með grænmeti og ávexti. 100 heimili þótti hæfileg stærð á verkefninu og einfaldast þótti að hafa þau öll í einbýlishúsa- hverfi til að byrja með. I samráði við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði var síðla sumars 1994 sent bréf til allra íbúa við þessar götur. Haft var svo samband sím- leiðis og lagt á ráðin með heimilis- fólki. Heimilin voru heimsótt og þeim afhent þau ílát sem til þarf. Hvert heimili fékk aukaílát til notk- unar innanhúss, 6-12 lítra fötu, og einnig aukalega tunnu, 240 lítra eða 1 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.