Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Síða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Síða 22
UMHVERFISMÁL 120 lítra, til að halda lífrænum úr- gangi aðskildum. Einnig fengu heimilin afhenta pappírspoka til að klæða ílátin innan. Við heimsóknir gafst færi á að ræða allt það sem óklárt þótti og draga upp línurnar með þátttakendum. Um miðjan október hófst loks verkefnið. Lífræni úrgangurinn var hirtur hálfsmánaðarlega en annar úr- gangur var tekinn vikulega eins og áður. Ekið var með massann yfir vigtina hjá Sorpu í Gufunesi og það- an upp í Alfsnes þar sem jarðgerðin fór fram í fyrstu í samráði við Sorpu. I Alfsnesi var stillt upp þremur gámum með tættum pappír, hrossataði og timburkurli. Lífræna úrganginum var þar blandað saman við þessa þrjá efnaflokka eftir ákveðnum uppskriftum og blönd- unni síðan snúið og hún loftuð eins og kostur var á. Við það voru notað- ar sömu aðferðir og í jarðgerðar- verkefni Sorpu, sk. múgaaðferð. Starfsmenn Sorpu í Álfsnesi höfðu daglega umsjón með jarðgerðinni í Álfsnesi. Var þessi háttur hafður á allan veturinn 1994—1995. I byrjun desember 1994 var farið að hirða flokkað úrkast af lagergólfi Mata hf. Allt grænmetis- og ávaxta- Aöferöir Gámaþjónustan hf. er stærsti einkaaðili í sorphirðu hér á landi. Fyrirtækið þjónar einstökum fyrir- tækjum og stofnunum víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu en hefur einnig á hendi sorphirðu fyrir heil bæjarfé- lög, t.d. Hafnarfjörð og Kópavog. Við skipulagningu verkefnisins var ákveðið að leita eftir þátttöku nokkurra heimila svo og eins fyrir- tækis. Um 100 heimili við Skjól- vang, Sævang og Vesturvang í Hafnarfirði voru valin til þátttöku Tvær stæröir af tunnum eru notaöar undir lífrænan úrgang, 240 lítra og 120 litra. Sú minni hentar mun betur i einbýli. í verkefninu er neysluúrgangur frá heimilunum flokkaöur í tvennt, lífrænan úrgang og annaö. Miðað við mögulegan ábata af jarð- gerð bæði sem aðferð til að minnka sorp og sem framleiðsluaðferð má færa rök að því að kostnaður sé lít- iH. I flokkunar- og jarðgerðarverk- efninu var lagt upp með nokkrar spumingar: 1. Fæst almenningur, inni á heirn- ilum og á vinnustöðum, til þess að flokka lífrænan úrgang frá öðru? Spurningin er mikilvæg því ef fólk er almennt ekki tilbúið til þessa þá bresta forsendur fyrir jarðgerð líf- ræns heimilissorps. 2. Er jarðgerð á þessum efna- flokkum möguleg við íslenskar að- stæður? 3. Hver er eftirspurnin eftir afurð- inni? 4. Eru viðskiptalegar forsendur fyrir starfseminni? Með þessar spurningar í fartesk- inu var verkefnið lagt upp. og eitt fyrirtæki, Mata hf. í Reykja- vík, heildverslun með grænmeti og ávexti. 100 heimili þótti hæfileg stærð á verkefninu og einfaldast þótti að hafa þau öll í einbýlishúsa- hverfi til að byrja með. I samráði við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði var síðla sumars 1994 sent bréf til allra íbúa við þessar götur. Haft var svo samband sím- leiðis og lagt á ráðin með heimilis- fólki. Heimilin voru heimsótt og þeim afhent þau ílát sem til þarf. Hvert heimili fékk aukaílát til notk- unar innanhúss, 6-12 lítra fötu, og einnig aukalega tunnu, 240 lítra eða 1 6

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.