Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 58
RÁÐSTEFNUR
Mýrdælingar á fjármálaráöstefnunni. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Guöni Einarsson,
hreppsnefndarmaöur, Helga Halldórsdóttir, starfsmaöur á skrifstofu hreppsins, hreppsnefnd-
arfulltrúarnir Siguröar Ævar Haröarson og Svanhvit M. Sveinsdóttir og Sæmundur Hafsteinn
Jóhannesson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Gunnar G. Vigfússon tók myndirnar frá fjármála-
ráöstefnunni.
Flutningur grunnskólans hvatning til
dáöa
Auk hefðbundinna dagskrárliða var á ráðstefnunni
rætt um flutning grunnskólans til sveitarfélaganna. Um
það efni höfðu framsögu Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra og Björn Bjarnason menntamálaráðherra.
Fjármálaráðherra fjallaði um mat á þeim kostnaði sem
tengdist flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga,
um réttindamál kennara og um breytingar á tekjustofn-
um sveitarfélaga við yfirfærsluna.
Menntamálaráðherra lýsti þeim undirbúningi sem
fram hefði farið í menntamálaráðuneytinu. Hann kvað
sig ekki hafa orðið varan við annað en að einlægur
áhugi væri hjá öllum sem að því kæmu að vel tækist til
með flutninginn. „Minnumst þess,“ sagði menntamála-
ráðherra, „að sá sem gengur sín fyrstu skólaskref eftir 1.
ágúst 1996 er að hefja göngu um íslenska skólakerfið
sem lýkur ekki fyrr en árið 2010, fari hann í grunn- og
framhaldsskóla. Við verðum að leggja grunn að því í
skólanum, að hann verði fær um að takast á við veröld-
ina eins og hún lítur þá út.“
Karl Bjömsson, bæjarstjóri á Selfossi og fulltrúi sam-
bandsins í kostnaðarnefnd vegna flutnings grunnskól-
ans, llutti erindi um kostnaðar- og tekjuþætti vegna yfir-
færslu grunnskólans.
Fyrst gerði Karl þó grein fyrir versnandi afkomu
sveitarfélaganna á síðustu árum. „Of mörg sveitarfélög
hafa eytt um efni fram,“ sagði hann. „Þau hafa alls ekki
sniðið sér stakk eftir vexti. Þau hafa boðið íbúum sínum
meiri þjónustu en þau hafa haft
ráð á og framkvæmt hraðar og
meira en eigið fé þeirra og fjár-
hagsstaða hafa leyft. ... Þau
hafa fæst unnið á grundvelli
langtímaáætlana í fjármálum
þrátt fyrir brýna þörf fyrir slíkar
áætlanir í ljósi fjárhagsþróunar
síðustu ára.“
Karl gerði skilmerkilega
grein fyrir þeim útreikningum
sem lagðir væru til grundvallar
teknatilfærslu frá ríki til sveitar-
félaga vegna flutnings grunn-
skólans og þeim samningum
sem unnið væri að. Undir lok
erindisins sagði Karl: „Það
traust sem ríkisvaldið sýnir
sveitarfélögunum með flutningi
grunnskólans ætti að vera þeim
hvatning til dáða enda sé það
frumskilyrði að fjárhagsleg
samskipti ríkis og sveitarfélaga
verði með eðlilegum hætti án
allra undanbragða af hálfu rík-
isins."
Langþráöur árangur í útgáfu sveitar-
sjóóareikninga
Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri vék að því að
Hagstofan hefði þá nýverið gefið út Sveitarsjóðareikn-
inga fyrir árið 1994. Með því hefði náðst sá langþráði ár-
angur að tekist hefði að vinna úr sveitarsjóðareikningum
og að gefa þá út árið eftir lok reikningsársins. Hann
skýrði frá því að tölvukerfi sem tekið hefði verið upp á
Hagstofunni fyrir úrvinnslu sveitarsjóðareikninganna
gerði hana skjótari og gæfi m.a. sveitarstjómum kost á
meiri og betri þjónustu og upplýsingum á grundvelli efn-
isins heldur en unnt hefði verið að veita lengst af. „Með
útkomu sveitarsjóðareikninga Hagstofunnar að þessu
sinni verða kaflaskil í störfum þeirra sem að henni hafa
unnið," sagði hagstofustjóri og hvatti til góðrar sam-
vinnu við sveitarstjómir um að þær í framhaldi af þess-
um árangri skiluðu ársreikningum sínum fyrr - helst fyr-
ir 15. maí - ár hvert og á tölvutæku formi til að spara
tíma við úrvinnsluna. Þá kynnti hann drög að samkomu-
lagi milli Hagstofu Islands og sambandsins um að það
tæki virkan þátt í þessari vinnu þannig að innheimta, yf-
irferð og skráning reikninganna væri í höndum sam-
bandsins en að Hagstofan annist úrvinnslu efnisins í
fullri sundurgreiningu, haldi hið tölvuvædda gagnasafn
reikninganna og viðhaldi tölvukerfi sínu fyrir not beggja
m.a. til útgáfu. Taldi hann mikinn feng að slíku sam-
starfi. Hagstofustjóri ræddi síðan þróun í fjárhagsstöðu
sveitarfélaganna síðari árin í ljósi ársreikninganna.
52