Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 54

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 54
SAMGÖNGUMÁL Fjallabaksleiö nyröri (F208) er landsvegur. Skipulagsmál o.fl. Samkvæmt skipulagslögum frá 1978 eru öll sveitarfélög skipulags- skyld. Öll mannvirki önnur en byggingar á lögbýlum skulu byggð í samræmi við áður gerðan skipulags- uppdrátt. Ný ákvæði eru tekin inn í vegalögin til að árétta þetta fyrir vegi. Vegir skulu lagðir í samræmi við skipulag, en skylt er að hafa samráð við Vegagerðina þegar lega þeirra er ákveðin í skipulagi. Sveitarfélög fara með skipulags- mál samkvæmt skipulagslögum undir yfirstjórn umhverfisráðuneyt- is, en það hefur skipulagsstjórn og skipulagsstjóra sér til ráðuneytis. Sveitarstjórnir hafa þar vald á legu þjóðvega án þess að því fylgi fjár- hagsleg ábyrgð. Eðlilegt þykir að hér fari saman vald og ábyrgð og því skulu sveitarstjómir samkvæmt 29. gr. vegalaganna greiða mismun kostnaðar, ef dýrari lausnir eru sér- staklega valdar að þeirra ósk, náist ekki samkomulag milli Vegagerðar- innar og viðkomandi sveitarfélags. I 56. grein laganna eru ný ákvæði sem kveða á um að lausaganga bú- fjár á vegsvæðum stofnvega og einkavega, þar sem girt er báðum megin, sé bönnuð. Jafnframt hefur ákvæðum um viðhald girðinga verið breytt. Landeigandi skal annast við- haldið en viðkomandi sveitarstjórn hefur eftirlit með viðhaldi girðinga í sveitarfélaginu. Þá skiptist nú við- haldskostnaðurinn að jöfnu milli landeigenda og Vegagerðarinnar. Um framkvæmd laganna Nýju vegalögin öðluðust gildi vorið 1994. Þau ákvæði laganna sem fjalla um vegáætlun, flokkun þjóðvega og styrkvega öðluðust ekki gildi fyrr en við gerð vegáætl- unar fyrir árin 1995-1998. Upphaf- legum ákvæðum varðandi girðingar var síðar breytt og öðluðust núgild- andi ákvæði gildi í mars 1995. Eins og áður var getið, eru í lög- unum leiðbeinandi ákvæði um ákvörðun á því hvaða vegir skuli teljast þjóðvegir og um flokkun þeirra. Þrátt fyrir þau ákvæði eru að sjálfsögðu ýmis álitamál sem upp geta komið varðandi það hvort ein- hver vegur eða gata skuli vera þjóð- vegur eða ekki. Upptalning 20. gr. laganna um það hvað skuli teljast vegagerðar- kostnaður og hvað viðkomandi sveitarfélag skuli greiða er ekki tæmandi og þar geta einnig komið upp álitamál. Heimild í 5. gr. laganna um að semja megi við aðila utan Vega- gerðarinnar unt veghald að nokkru eða öllu leyti hefur verið nýtt til þess að semja við þéttbýlissveitarfé- lög um veghald þjóðvega innan þéttbýlismarka. Hafa verið gerðir samningar við mjög marga þéttbýl- isstaði um að annast veghaldið að meira eða minna leyti. I samningum þessum hefur verið reynt að taka til- lit til aðstæðna á hverjum stað auk þess sem gætt hefur verið innbyrðis samræmis. Samningamir hafa mið- ast við fasta ákveðna greiðslu fyrir veitta þjónustu. I því sambandi verður að hafa í huga að heildarfjár- magn til þessara hluta breyttist ekki með nýju lögunum. Vonandi er þó að með þeim samningum sem gerð- ir hafa verið hafi tekist að færa greiðslur fyrir þá þjónustu sem veitt er nær raunkostnaði en áður var. BÆKUR OG RIT / Arbók sveitarfélaga 1995 Arbók sveitarfélaga var gefin út í nóvember sl. í ellefta sinn. I bókinni er margvíslegur fróðleikur um fjár- hag og afkomu sveitarfélaganna ásamt margs konar samanburði á milli þeirra. Leitast hefur verið við að vera með sem nýjastar upplýs- ingar í árbókinni og þannig eru nú birtar upplýsingar úr ársreikningum sveitarfélaganna 1994. í árbókinni er sérstakur kafli um rekstur leik- skóla, gjaldskrá gatnagerðargjalda, úthlutanir Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga árið 1994 og margt fleira sem nýtist öllum þeim sem fjalla um málefni sveitarfélaganna. Árbók sveitarfélaga er mikið not- uð af sveitarstjórnarmönnuin og öðrum aðilum sem þurfa að glöggva sig á fjármálum sveitarfélaganna. Árbókin fæst á skrifstofu sam- bandsins og kostar 1.800 kr. eintak- ið með virðisaukaskatti. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.