Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Side 61

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Side 61
STJÓRNSÝSLA Víða erlendis hefur verið sýnt fram á að skilvirkni og hagræðing eykst með LUK-vinnslu. Það er því talað um landfræðileg gögn sem auðlind sem verði að hagnýta og gera að- gengilega. Á sama hátt er rætt um landfræðileg gögn sem vannýtta auðlind þar sem samræmingu og samnýtingu með gögnin er lítið sinnt. Oft er ekki hægt að tengja saman upplýsingar frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum um eitt tiltekið svæði vegna þess að ekki eru til samræmdar reglur um hvemig á að skilgreina og lýsa hlutum. Þetta þýðir að erfitt er að samnýta gögn á milli stofnana og fyrirtækja. Dæmi um þetta er að svæði geta verið margkortlögð og verið að safna sömu eða sams konar upplýsingum um t.d. náttúrufar og mannvirki hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum. Samræming Samræming landfræðilegra gagna felst í því að koma á vinnureglum um samskipti og gagnaflutninga, um staðla, um framsetningu gagna og samræmda notkun greinitalna. Skilgreina þarf eignar- og höfundar- rétt og tryggja öryggi gagna en jafn- framt að sjá til þess að gögn verði aðgengileg og afnotaréttur tryggður. Stórt skref í átt að betri samræm- ingu á þessu sviði hér á landi var tekið 1991-1993 með Tilraunaverk- efni umhverfisráðuneytisins um staðfræðikortagerð, gróðurkortagerð og landfræðileg upplýsingakerfi. í framhaldi af því verkefni voru stofnuð samtökin LISA, samtök um samræmd landfræðileg upplýsinga- kerfi á Islandi. LÍSA LÍSA er samstarfsvettvangur stofnaður með það markmið að stuðla að samstarfi stofnana og fyr- irtækja um staðbundnar upplýsingar þar sem hver stofnun eða fyrirtæki leggur til upplýsingar um gögn á sínu sérsviði. í samtökunum eru margar opin- berar stofnanir, sveitarfélög og fyr- Landfræðileg gögn og landfræðileg upplýsingakerfi. Landupplýsingakerfi Reykjavíkurborgar, LUKR. Grunnkort af borgarhluta í Reykjavík. Dæmi um tengingu við ytri gagnagrunna. -i ■ ALDURSDREI FING ÍBÚA HH IUH ,>BÍS> IBÚAFJÖLDI: 32 pf —== IMMIIMMMII MjI IA 1 55

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.