Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 34
MÁLEFNI ALDRAÐRA Um vistunarmat aldraðra Pálmi V. Jónsson, forstöðulœknir öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur Samkvæmt lögum um málefni aldraðra frá 1982 og 1990 skal miðað við að aldraðir geti, svo lengi sem verða má, búið við eðlilegt heimilislíf, en séð verði fyr- ir nauðsynlegri stofnana- þjónustu þegar hennar verði þörf. í lögunum frá 1990 er lögð mikil áhersla á að eng- inn megi vistast á öldrunar- stofnun, nema að undan- gengnu faglegu mati á þörf, svokölluðu vistunarmati. Fyrirsjáanleg fjölgun aldr- aðra ásamt með háum kostnaði við stofnanavistun knúði á um vistunarmatið, en einnig sá andi laganna að styðja einstaklinginn til sjálfsbjargar á eigin heimili umfram allt og að vistun sé þá fyrst ráðlögð að önnur úrræði í samfélag- inu séu fullreynd. Reglugerð um vistunarmat var gefin út í byrjun árs 1990 en að samningu hennar starfaði níu manna starfshópur, tveir frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og sjö fag- aðilar úr öldrunarþjónustu.” Verk- efni hópsins var að greina alla grunnþætti er almennt liggja til grundvallar vistun, hvort heldur er í þjónustu- eða hjúkrunarrými. Jafn- framt var verkefni starfshópsins að leggja til mælikvarða á þyngd hvers grunnþáttar í ákvörðun um vistun. Vistunarmatið á að endurspegla raunverulegar þarfir þeirra sem leita vistunar þannig að enginn veiga- mikill þáttur verði útundan. Sumir sjúkdómar geta leitt til svo alvar- legra einkenna að þeir koma fram í mörgum þáttum matsins og er heila- Pálmi V. Jónsson. bilun gott dæmi um slíkt. Fjórír meginþættir vistunarmats Vistunarmatið, sem varð til, legg- ur mælikvarða á fjóra meginþætti: félagslegar aðstæður. lfkamlegt at- gervi, andlegt atgervi og færni. Undir hverjum meginþætti eru greindir tveir til fjórir undirþættir. Undir félagslegum aðstæðum er metin hæfni einstaklingsins til þess að bjarga sér í samfélaginu, svo sem við aðdrætti, en einnig á eigin heim- ili við matargerð og þrif. Þá var hús- næði hins aldraða metið í upphaf- lega vistunarmatinu, en í endur- skoðuninni 1995 í stað þessa þáttar metið hversu auðfengin utanaðkom- andi aðstoð er. Loks eru aðstæður aðstandenda til hjálpar metnar. Undir líkamlegu atgervi er heilsufar metið og lyfjainntaka. Undir and- legu atgervi er vitræn geta metin ásamt með andlegri líðan og óróleika. Með færni er átt við frumat- hafnir daglegs lífs, hreyfi- fæmi, hæfni til að klæðast og matast svo að dæmi séu tekin. Hver undirþáttur er met- inn á 10 punkta kvarða, þar sem ekkert stig táknar að viðkomandi þáttur er ekki vandamál og 10 stig tákna neyðarástand í einni eða annarri mynd. Hækk- andi millistigin tákna vax- andi þörf. Kvarðinn sem notaður er er eins hlutlæg- ur og kostur er, t.d. viku- legt eftirlit, daglegt eftirlit eða eftirlit oft á dag. Þar sem ekki er hægt að nota hlutlægan kvarða er stuðst við skilgreiningar á hverju stigi og kallast þær matslykl- ar. Matsaðili velur það stig sem lýs- ir best þeim sem metinn er hverju sinni. Þar sem ekki er hægt að meta allt með þáttum og stigum er veittur möguleiki á umsögnum um alla meginþætti vistunarmatsins. A matsblaði er einnig borin fram sú spurning hvort félagslegra eða lækningalegra úrræða hafi verið leitað. Er það gert til þess að fólk með skammtíma- eða læknanlegan vanda vistist ekki til langs tíma. Loks eru niðurstöðurnar dregnar saman á huglægan hátt sem þörf, brýn þörf eða mjög brýn þörf. Hvenær vistunarmat? Ekki skal framkvæma vistunar- mat nema fyrir liggi skrifleg beiðni einstaklingsins sem meta á. Ef hinn 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.