Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 69

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 69
KYNNING SVEITARSTJORNARMANNA Guðjón Petersen bæjar- stjóri Snæfellsbæjar Guðjón Peter- sen, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, hefur verið ráðinn bæj- arstjóri Snæfells- bæjar frá 1. febr- úar sl. Hann er fæddur 20. nóvem- ber 1938 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Guðný Guðjónsdóttir Pet- ersen húsfreyja og Lauritz Petersen vélstjóri. Guðjón tók farmannapróf til stýri- manns og skipstjóra frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1961 og skip- herrapróf á varðskipum ríkisins 1965. Hann starfaði sem háseti hjá Eimskipafélagi íslands 1956-1961, var kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1961-1962, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni 1962-1971 og fulltrúi hjá Almannavömum rík- isins 1971-1979. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins frá 1979. Guðjón átti sæti í landgrunns- nefnd 1969-1971, í nefnd Menning- armálastofnunar Sameinuðu þjóð- anna (UNESCO) um eldgosavá 1975-1979 og hefur verið í al- mannavarnanefnd Atlantshafs- bandalagsins frá 1975, skipulags- nefnd jarðvísindadeildar UNESCO frá 1981 og jarðskjálftanefnd frá 1984. Hann hefur verið ritari ofan- flóðanefndar frá 1985 og í áhættu- matsnefnd Reykjavíkurflugvallar 1988-1991. Guðjón átti sæti í nefnd Samein- uðu þjóðanna (SÞ) um alþjóðaátak í vörnum gegn náttúruhamförum 1988-1990 og hefur starfað í UNESCO-nefnd um fræðslu um náttúruvá frá 1990. Hann hefur ver- ið í skipulagsnefnd um vamar- og öryggismál frá 1990, var ráðgjafi SÞ við uppbyggingu almannavarna á Niue í Suður-Kyrrahafi 1981, ráð- gjafi Alþjóðasambands Rauðakross- félaga við skipulag neyðarvarna á Grenada 1989 og ráðgjafi SÞ við uppbyggingu almannavama á Möltu 1990. Guðjón hefur skrifað greinargerð- ir um mótun og gerð neyðaráætlana fyrir einstakar byggðir og lands- hluta, fræðslurit, skýrslur um nátt- úruhamfarir og aðrar vár og varnir gegn þeim. Einnig fjölmargar blaða- og tímaritsgreinar um sömu mál, m.a. í Sveitarstjómarmálum. Guðjón er kvæntur Lilju Bene- diktsdóttur verslunarmanni og eiga þau tvö uppkomin böm. Reynir Þorsteinsson sveitarstjóri Raufarhafnarhrepps Reynir Þor- steinsson, oddviti Raufarhafnar- hrepps, hefur verið ráðinn sveitarstjóri hreppsins frá 15. nóvember sl. Hann er fæddur í Reykjavík 11. mars 1964. Foreldrar hans eru Hrafnhildur Halldórsdóttir H-Laun Heildarlausn sem einfaldar Launabókhald Og það máttu bóka! 63

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.