Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 57
RAÐSTEFNUR
Fulltrúar fjögurra hreppa Skagafjaröar á ráðstefnunni. Á myndinni eru, taliö frá
vinstri, Sveinn Allan Morthens, hreppsnefndarfulltrúi i Seyluhreppi, Ingibjörg H.
Hafstað, oddviti Staöarhrepps, Árni Egilsson, sveitarstjóri Hofshrepps, og Sím-
on E. Traustason í Ketu, oddviti Rípurhrepps.
sveitarfélögin, kennarar og foreldrar gætu
sameiginlega tryggt börnum og unglingum
góða menntun og sem jöfnust tækifæri til
náms.
Eftir að formaður hafði gert grein fyrir
versnandi afkontu sveitarsjóðanna á árunum
1993 og 1994 og skuldasöfnun skoraði hann
á sveitarstjómarmenn að taka höndum sam-
an um að snúa þeirri þróun við, að leggja
grunn að aukinni hagræðingu og sparnaði,
nteð stöðvun skuldasöfnunar og ýtrustu var-
kámi hvað varðaði þátttöku í atvinnurekstri.
„Umræðan um fjármál sveitarfélaga hlýtur
að beinast að sveitarstjórnarmönnunum
sjálfunt sem endanlega bera hina lögform-
legu ábyrgð á fjármálum sveitarfélaganna,
skuldsetningu þeirra og allri embættis-
færslu," sagði Vilhjálmur. „Það er hags-
munamál allra sveitarfélaga að sveitarstjóm-
ir séu fullkomlega meðvitaðar um ábyrgð
sína og stefni ekki málum sveitarfélaga í tví-
sýnu.“
Hallarekstur sveitarfélaga veróur aö
stöðva
í ávarpi sínu gerði Páll Pétursson félagsmálaráðherra
fyrst grein fyrir nokkrum stefnumálum ríkisstjómarinnar
sem snerta sveitarfélögin og síðan ýmsunt verkefnum
sem unnið væri að í félagsmálaráðuneytinu og varða
sveitarfélögin sérstaklega. Hann ræddi húsnæðismálin
almennt, félagslega íbúðalánakerfið og endurskoðun
laga urn húsaleigubætur og skýrði frá tilraunaverkefni
sem ákveðið væri að koma á fót undir heitinu „Leiðbein-
ingastöð um fjármál heimilanna", sent yrði samstarfs-
verkefni ýmissa aðila.
Um atvinnumálin sagði ráðherra m.a. að hér á landi
hefði ekki verið beitt raunhæfum vinnumarkaðsaðgerð-
um ef frá væru talin átaksverkefnin sem unnin hefðu
verið í samráði við sveitarfélögin, taldi óhjákvæmilegt
að gefa gaum að misnotkun atvinnuleysisbótakerfisins
og nauðsynlegt að endurskoða tengslin milli atvinnu-
leysistryggingakerfisins og sveitarfélag-
anna. Ráðherrann kvað hallarekstur sveitar-
félaganna geigvænlegan og taldi mjög mik-
ilvægt að stöðva hann og skuldasöfnun
þeirra. „Það gengur ekki fyrir sveitarfélög
fremur en ríkið að reka sig með stórfelldum
halla ár eftir ár. ... Sveitarstjórnarmenn
standa frammi fyrir miklum vanda, ennþá
meiri en við sem sýslum með fjármál ríkis-
ins. Eigum við að eyða um efni fram og láta
reka á reiðanum, safna skuldum og hugsa
bara unt þetta kjörtímabil? „Það latir meðan
ég lifi,“ sagði franskur kóngur, eða eigum
við að skila skárra búi en við tókum við?“
Páll skýrði frá því að hafin væri endur-
skoðun sveitarstjórnarlaganna með aðild
sambandsins. „Skuldaaukning sveitarfélaga,
ábyrgðarveitingar þeirra og kröfur til endur-
skoðenda sveitarsjóðsreikninga eru meðal
þeirra atriða sem ég tel að athuga þurfi í
sambandi við endurskoðun laganna,“ sagði
ráðherrann.
Fulltrúar austfirskra sveitarfélaga viö borö á fjármálaráöstefnunni. Á myndinni
eru, taliö frá vinstri, Ólafur Kristinn Sigmarsson, hreppsnefndarmaöur í Vopna-
fjaröarhreppi, Daviö Ómar Gunnarsson, bæjarfulltrúi á Seyöisfiröi, Ingibjörg
PórhalIsdóttir, starfsmaöur á skrifstofu Skeggjastaöahrepps á Bakkafiröi, og
Steinar Hilmarsson, oddviti Skeggjastaöahrepps.