Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Síða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Síða 50
ALMENNINGSBÓKASÖFN það má segja að við höfum kastað okkur út í þessa sam- vinnu líkt og maður sem fleygir sér til sunds í þeirri góðu trú að hann muni bjarga sér. Við höfum hvorki haft tíma né fjármagn til að skipuleggja samvinnuna bet- ur, gera hana faglegri og þar með markvissari. Verkefni framundan í nóvember sl. var haldið námskeið í Finnlandi um samvinnu milli sveitarfélaga um bókasafnamál. Finnar, Norðmenn og Svíar hafa víða í heimalöndum sínum stofnað til slíkrar samvinnu og voru nokkur dæmi kynnt á námskeiðinu. Aðallega er um að ræða tvenns konar samvinnu. Ann- ars vegar nokkurra sveitarfélaga þar sem allsherjar upp- stokkun er gerð. Uppbygging og þjónusta er endur- skipulögð frá grunni. Hins vegar milli bókasafna nokk- urra sveitarfélaga um ákveðna starfsþætti eins og bóka- val og millisafnalán, sameiginlega gagnagrunna, sérhæf- ingu og uppbyggingu ákveðinnar tegundar safngagna og fleira. Framkvæmdin er vandlega undirbúin. Lagt er af stað með samþykki ráðamanna og í samvinnu við þá. Sótt er um styrki til verkefnisins úr þar til gerðum sjóðum (því miður eru engir slíkir hérlendis). Lagðar eru fram ítarleg- ar tillögur og verklýsingar og fjármagn tryggt til fram- kvæmdarinnar. Þessar framkvæmdir eru allrar athygli verðar og margt af þeim hægt að læra. Fyrirhugaður er fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga og almenningsbókavarða og verð- ur samstarf án efa rætt þar. Víst er að ekki er vanþörf á slíku samstarfi hér á landi eins og bókasafnamálum okk- ar er nú varið. SKIPULAGSMÁL Hugmyndasamkeppni um ísland árið 2018 og skipulagsþing 1996 I tilefni þess að í ár eru liðin 75 ár frá setningu fyrstu skipulagslaga á Islandi efna umhverfisráðuneytið og Skipulag ríkisins til hugmyndasam- keppni undir yfirskriftinni „Island árið 2018". I kjölfar hennar verður haldið skipulagsþing á komandi hausti þar sem fjallað verður um framtíðarsýn byggðar og búsetu í landinu og fleiri viðfangsefni skipu- lagsmála. Hugmyndasamkeppni Tilgangur hugmyndasamkeppn- innar „Island árið 2018“ er að vekja athygli á skipulags- og umhverfis- málum og hve hratt þau þróast. Leitað er eftir hugmyndum og til- lögum um stöðu og framtíð Islands á nýrri öld með áherslu á þau atriði sem sett eru fram í keppnislýsingu eða önnur sértækari sem þátttakend- ur kynnu að vilja koma að. Samkeppnin er opin og öllum heimil þátttaka. Tillögur skal setja fram í greinar- gerð og á uppdráttum, myndum eða veggspjöldum. Ennfremur skal skila útdrætti úr greinargerð. I keppnis- lýsingu er að finna nánari upplýs- ingar um skil tillagna. Veitt verða verðlaun að heildar- fjárhæð kr. 2.000.000 kr. Dómnefnd ákveður skiptingu verðlaunafjár, en allt að fimm tillögur verða verð- launaðar. Ahugaverðum tillögum verður einnig veitt viðurkenningin „athyglisverð tillaga". Keppnislýsing liggur frammi í umhverfisráðuneytinu og hjá Skipu- lagi ríkisins. Nánari upplýsingar fást hjá trúnaðarmanni dómnefndar, Huga Ólafssyni, deildarstjóra í um- hverfisráðuneytinu. Tillögum skal skila til trúnaðar- manns dómnefndar fyrir I. júlí 1996. Skipulagsþing Aætlað er að halda skipulagsþing á komandi hausti. Þátttaka verður öllum heimil en lögð áhersla á að ná til fagfólks og embættismanna sem starfa að skipulagsmálum. Gert er ráð fyrir tveggja daga þingi. Fyrri daginn verður fjallað um framtíðarsýn byggðar og búsetu í landinu og stjórn skipulagsmála. Síðari daginn verða tekin fyrir af- markaðri þemu. Nánari dagskrá verður kynnt þegar líða tekur á sum- ar og þátttökuskráning auglýst. ÝMISLEGT Félags- og fræðslusvið Akureyrarbæjar í nýtt húsnæði Félags- og fræðslusvið Akureyr- arbæjar er flutt í nýtt húsnæði að Glerárgötu 26 og eru nú allar deildir sem heyra undir það sameinaðar undireinu þaki. Húsnæðið er á fjórum hæðum og innréttað sérstaklega fyrir þessa starfsemi. A þriðju hæð er félags- málastofnun og ráðgjafardeild, á annarri hæð skóla- og menningar- deild, íþrótta- og tómstundadeild og leikskóladeild og á hluta jarðhæðar er vinnumiðlunarskrifstofan. A efstu hæð er Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra til húsa. Enn er verið að vinna að innrétt- ingu meginhluta jarðhæðar og er á þessu stigi málsins nokkuð óákveð- ið hvaða þjónusta verður þar. Húsnæði þetta er allt mjög smekklega innréttað og fylgir þörf- um hverrar deildar eins og kostur er. Þessar deildir hafa hingað til verið dreifðar um bæinn í misjafnlega hentugu húsnæði og er því munur- inn mikill bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. 44

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.