Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 27
UMHVERFISMÁL voru settir hjá þeim litlir gámar. Þessi seinni at- riði eru í samræmi við tillögur heilbrigðis- nefndar Reykjavfkur um markmið og stefnu í úr- gangs- og mengunarmál- um á höfuðborgarsvæð- inu og samþykktar hafa verið í borgarráði. Forsendur Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Ríó 1992 samþykkti víðtæka framkvæmdaáætlun sem hefur að geyma leiðir og markmið sem þjóðum heims er gerl að stefna að til að stuðla að sjálf- bærri þróun um allan heim. Ríkisstjórn Islands tók virkan þátt í starfi ráðstefnunnar og vakti að henni lokinni athygli á málinu. Sjálfbær þróun felur í sér að við lögum athafnir okkar og lífsvið- horf, nýtingu náttúru- auðlinda og neyslu að skilyrðum umhverfisins. Ein leiðin til að nýta betur náttúruauðlindir er að draga úr förgun á dagblaða- og tímaritapappír og auka þannig endurvinnslu. Kostir endurvinnslu á pappír felast ekki hvað síst í að verulega minni orka fer í það ferli og ekki er þörf á klórþvotti sem er notaður við frumvinnslu hvíts pappírs. Inni á heimilunum skipa dagblöð og tímarit annan sess í huga fólks heldur en þau efni önnur sem eru í venjulegu eldhússorpi. Hér er um hreint sorp að ræða sem óþarfi er að blanda við það sem kemur úr eldhúsinu. Magn pappírs sem til fellur á ári er ekki nákvæmlega þekkt. Ut frá innflutningstölum hefur verið áætlað að um 8.000 tonn af tímarita- og dagblaðapappír séu árlega flutt til landsins. Ekki er ofáætlað að um 6.000 tonn fari til dreifingar á höfuðborgarsvæðinu. Engin nákvæm at- hugun hefur verið gerð á samsetningu húsasorps hér á landi en lauslegar athuganir hér og reynsla erlendis, t.d. í Noregi, benda til að magnið af endurvinnanlegum papp- ír sé allt að 20% af þunga húsasorps. Húsasorp frá hverj- um íbúa er áætlað um 200 kg á ári, þ.e. að pappír gæti því verið um 40 kg, íbúar í Reykjavík eru um 104 þús- und og áætlað magn þannig 4.160 tonn árlega. Önnur könnun frá Noregi sýnir að ætla megi að um 100 kg af pappa/pappír komi frá hverri fjölskyldu á ári. 1. Stórir gámar á fjöl- förnum stöðum Gámum hefur verið komið fyrir á 20 fjöl- förnum stöðum í borg- inni. Staðirnir voru valdir út frá því hversu oft fólk gæti átt erindi þangað og hversu gott sé að stöðva bíl við gáminn. Þá var talið skipta máli hversu auð- velt yrði að koma gámabílum að. Versl- anir og bensínstöðvar eru þeir staðir sem helst komu til álita. Verslanir urðu fyrir valinu hjá okkur en þær hafa þann kost að fólk kemur þangað oftar en þann galla að heldur er þrengra um þær og velja þarf milli fleiri rekstraraðila sem getur valdið ágreiningi. Gott samstarf hefur tekist við alla aðila sem leitað var til um staðarval gáma. Þá var farið að ábendingum skipulagsnefndar borgar- innar og settir minni gámar, 1100 1 ker, inn í eldri hverfin og við minni verslanir í Grafarvogi en alls var bætt við 8 slíkum stöðum. Þá höfðu borist ábendingar frá íbúum í þjónustuíbúð- um aldraðra unr að þar hefðu íbúarnir þegar hafist handa um flokkun dagblaða frá öðru sorpi. Rétt þótti að styðja þetta framtak íbúanna með því að hafa þar sérstakt ílát og skoða það sem hluta af þessari tilraun. 2. Grenndarstöðvar Eitt sem vakti sérstaka athygli í Evrópuferð þeirri sem getið var hér að ofan var hversu mörg sveitarfélög virð- ast nýta ómannaðar grenndarstöðvar til söfnunar á end- urvinnanlegu efni. A slíkum grenndarstöðvum eru gjam- an gámar/ker fyrir pappír, pappa og dökkt og ljóst gler. Viðmiðunartölur um staðarval og fjölda stöðvanna voru ákveðnar þannig að ekki væru fleiri en 300 íbúðir á hverja þeirra og helst ekki lengra en í 300 m gönguleið. Tilraun með þessa aðferð, grenndarstöðvar, að safna dagblaðapappír af tilteknum götuhornum er gerð í efra og neðra Breiðholti. íbúar í þessum borgarhlutum eru um 13.680. Sett hafa verið 23 1100 I ker á götuhom og við gangstíga. Kostimir við þessa aðferð er að söfnunin færist nær fólki og því ætti þátttaka almennings að <z £ "<J f I <Z Om | f>að var fyrir u.þ.b. 2000 árum að Kínverjar fundu aðferð til aö frarrtleiða pappír úr bambusi. í 50(jár varðveittu þeir þetta sem leynSarmál, en þá komust Japanir að því hvernig fara ætti að. Frá Japan barst þekkingin til Arabalandanna. Árið ll00 lærðu ítalir og Spánverjar fyrstir Evrópubúa að búa til pappír. Það var meö uppfinningu Gutenbergs á prentlistinni að pappírinn fór aö hafa þá þýðingu sem hann hefur í dag. Fram að þeinr tíma nýttist hann aðeins þeim sárafáu í valda- og menntastétt sem kunnu að lesa. Orkunotkun við heimsframleiðslu á pappír samsvarar orkunotkun 1430 álvera af sömu stærð og álverið í Straumsvík. R^PPÍR endurteklð efni 2 l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.