Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 36
MÁLEFNI ALDRAÐRA stofnunum úr þjónusturými í hjúkr- unarrými. Fimm ára reynsla fengin Fimm ára reynsla er nú komin á vistunarmat aldraðra og hefur safn- ast mikilvæg reynsla við fram- kvæmd þess. Endurskoðuð vistunar- matseyðublöð ásamt með nýrri reglugerð um vistunarmat ættu enn að bæta framkvæmd vistunarmats- ins og tryggja sem mest félagslegt réttlæti í því að þeir sem eru í mestri þörf á hverjum tíma fái fyrst úrlausn og af þeim sem bíða fyrst þeir sem lengst hafa beðið, óháð því hvort beðið er á eigin heimili eða á sjúkrahúsi. Þeir sem bíða á sjúkra- húsi eru ekki í því heimilislega um- hverfi sem hjúkrunarheimili getur veitt. Hver og einn þeirra sem bíður vistunar á sjúkrahúsi er of veikur til þess að bíða heima. Fái viðkomandi hins vegar varanlega vistun opnast pláss á öldrunarlækningadeild fyrir aldraðan einstakling úr samfélaginu, þar sem greiningarvinna og endur- hæfing gefur honum mestu hugsan- legar líkur á bata og endurheimtri sjálfsbjargargetu. Þeir sem þannig endurhæfast min'nka þrýstinginn á takmörkuð dýr vistrými og geta not- ið eigin heimilis lengur, en það er einmitt í anda laganna um málefni aldraðra og góðrar heilbrigðisstefnu. Alþjóólegur mælikvarði Þess má geta að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gaf í árs- lok 1995 út reglugerð sem kveður á urn að öldrunarstofnanir skuli meta alla vistmenn sína reglulega sam- kvæmt matslyklum sem kallast MDS-mat, en það gefur möguleika á alþjóðlegum samanburði. Aður hafði verið framkvæmd rannsókn sem kölluð var „Daglegt líf á hjúkr- unarheimili" og hafa niðurstöður hennar verið birtar.5’ Markmiðið er að stuðla að gæðum í umönnun aldraðra á stofnunum, gefa stofnun- um tækifæri til þess að skilja við- fangsefni sín til hlítar og flokka þau eftir því hve kostnaðarsöm þau eru. Loks má geta þess að Islendingar eru þátttakendur í alþjóðlegri þróun- arvinnu á þjónustumati aldraðra í heimahúsi sem hefur svipuð mark- mið og MDS-matið á elli- og hjúkr- unarheimilum. Margvísleg vinna er því innt af hendi að tilstuðlan heii- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis sem miðar að því að auka á lífsgæði hins aldraða á þjónustustigi sem er hagkvæmt fyrir hann og hið opin- bera. Kjarni greinarinnar var fluttur á ráðstefnu um öldrunarþjónustu - rekstur og gœði - hinn 17. mars 1995 á Hótel Loftleiðum. Greinin lýsir þó þeim breytingum sem gerð- ar voru á vistunarmatinu og reglu- gerð þess síðla árs 1995, svo og því nýjasta sem framundan er í mati aldraðra. Heimildir: 1) Mat á vistunarþörf aldraðra. Pálmi V. Jónsson og Sigurbjörn Björnsson. Læknablaðið 1991: 77: 313-7. 2) Vistunarmat aldraðra í Reykjavík 1992. Gróa Björk Jóhannesdóttir og Pálmi V. Jónsson. Læknablaðið 1995: 81:233-241. 3) Nursing Home Preadmission Assess- ment in Reykjavik 1992. GB Jóhannes- dóttir and PV Jónsson. Arctic Medical Research 1994: 53: 512-514. 4) Könnun á högum aldraðra í Reykja- vík sem bíða vistunar á stofnun. Ein- staklingar sem fóru í vistunarmat á tíma- bilinu 1. janúar 1990-31. desember 1993. Gunnhildur Sigurðardóttir. óbirt handrit 1995. 5) Daglegt líf á hjúkrunarheimili. Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Ritnúmer2, 1995. Vistrými fyrir aldraða 1971 til 1995 Samkvæmt samantekt Sambands ísl. sveitarfélaga voru vistrými fyrir aldraða 1.439 talsins 1. janúar 1971 en 3.263 1. febrúar 1995 og hafði því fjölgað um 1.824 rými á 24 árum. Hér er um að ræða hjúkrunar- rými og þjónusturými aldraðra í dvalarheimilum, hjúkrunarheimilum og hjúkrunardeildum sjúkrahúsa. Til viðbótar fjölda vistrýma í febrú- ar 1995 voru 111 rými á öldrunar- lækningadeildum sjúkrahúsanna. íbúðum fyrir aldraða hefur einnig fjölgað á undanförnum árum. Árið 1980 má ætla að þær hafi verið um 507 en árið 1993 voru þær orðnar 2.612. Hér er um að ræða kaup- leiguíbúðir og leiguíbúðir sem byggðar hafa verið á vegum sveitar- félaga. Ennfremur er hér um að ræða eignaríbúðir sérhannaðar fyrir aldraða en byggðar og seldar á al- mennum markaði. Meðfylgjandi töflur sýna annars vegar nánari skiptingu vistrýmanna og hins vegar fjölda íbúða aldraðra eftir landshlutum. Til viðbótar þeim vistrýmum sem talin eru upp í töflunni er fjöldi dag- vistarrýma vítt og breitt um landið í tengslum við dvalarheimili. hjúkr- unarheimili eða aðrar slíkar stofnan- ir. Dagvist býður upp á tómstunda- iðju, aðstöðu til léttra líkamsæfinga og þess háttar. Undir daggjaldakerfi ríkisins heyrðu 346 dagvistarrými árið 1993. Víða um land eru starfræktar þjónustumiðstöðvar í tengslum við 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.