Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 67

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 67
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Aðalfundur Eyþings 1995 Þriðji aðalfundur Eyþings var haldinn í Reykjahlíð í Mývatnssveit tvo fallega haustdaga, 31. ágúst og 1. september 1995. Aðalfundarfulltrúar voru 43 að tölu en með gestum og áheymarfulltrúum voru fundarmenn þegar flest var 72. Fyrri fundardaginn voru venju- bundin aðalfundarstörf. Auk þess skilaði áliti sínu starfshópur um laga- breytingar sem Sigríður Stefánsdótt- ir, bæjarfulltrúi á Akureyri, mælti fyrir og starfshópur um umhverfis- og ferðamál en Sigurjón Benedikts- son, bæjarfulltrúi á Húsavfk, mælti fyrir því. Loks flutti umdæmisstjóri RARIK á Norðurlandi eystra afar fróðlegt erindi um raforkukerfið og gjaldskrár fyrir raforku. Deginum lauk með hátíðarkvöldverði á Hótel Reynihlíð. Yfirfærsla alls grunnskóla- kostnaöarins Helsta málefni fundarins var fyrir- huguð yfirfærsla alls grunnskóla- kostnaðar til sveitarfélaga og var um það fjallað seinni fundardaginn. Fyrstir framsögumanna voru Einar Njálsson, formaður Eyþings, og Hjalti Jóhannesson framkvæmda- stjóri sem skýrðu frá tillögum stjóm- ar um fyrirkomulag á sérfræðiþjón- ustu fyrir skóla í kjördæminu. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúi í verkefnisstjórn um yfir- færslu gmnnskólans, skýrði því næst frá stöðu mála og stefnu sambands- ins í þessu máli. Trausti Þorsteins- son, fræðslustjóri á Norðurlandi eystra, greindi frá verkefnum fræðsluskrifstofa og hlutverki þeirra. Svanhildur M. Olafsdóttir, formaður skólamálaráðs Kennarasambands Is- lands, flutti því næst erindi. Benedikt Sigurðarson, fulltrúi Félags skóla- stjóra á Norðurlandi eystra, hélt er- indi þar sem hann drap á mörg atriði er varða yfirfærslu skólanna og hvaða áherslubreytingar hann telur að muni verða í starfi þeirra. Loks fjallaði Garðar Jónsson, viðskipta- fræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, um Jöfnunarsjóð sveit- arfélaga og hugmyndir sem settar hafa verið fram um hlutverk sam- bandsins við yfirfærsluna. Að loknum framsöguræðum urðu miklar umræður um flutning grunn- skólans til sveitarfélaganna og ekki síst þann afmarkaða hluta þess stóra máls sem er sérfræðiþjónusta við skóla. Samkvæmt grunnskólalögum leggur ríkið niður fræðsluskrifstofur sínar þann 1. ágúst 1996. Landsþing og fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga hafði vísað því til landshlutasamtakanna að gera tillög- ur um framkvæmd þjónustunnar eftir þann tíma. Sérfræðiþjónusta við skóla er þess eðlis að flestir hafa ver- ið sammála um að meiri eða rninni samvinnu væri þörf ef meðalstór og fámenn sveitarfélög eða skólar þeirra ættu að hafa aðgang að viðunandi þjónustu. Miklar umræður urðu um hvemig leysa ætti þetta mál og komu fram ýmsar skoðanir en að lokum var samþykkt samhljóða svofelld álykt- un: „Aðalfundur Eyþings mælir með að sett verði á stofn ný þjónustumið- stöð til að sinna þeim sérfræði- og ráðgjafarverkefnum sem tilgreind eru í 42. og 43. grein grunnskóla- laga. Einnig yfirtaki þjónustumið- stöðin þau verkefni sem núverandi fræðsluskrifstofa hefur sinnt og ekki er fjallað um í lögunum. Miðstöðinni er ætlað að þjóna al- menna grunnskólanum. Jafnframt verði kannað að hvaða marki sé hag- kvæmt að hún þjóni einnig öðrum stofnunum. Einkum verði litið til leikskóla, tónlistarskóla, félagsþjón- ustu sveitarfélaga, þar með talin barnaverndarmál og þjónusta við fatlaða. Miðstöðin hlíti einni yfirstjórn, sem kosin er af aðalfundi Eyþings. Gert er ráð fyrir að starfseminni geti verið valinn staður í fleiri en einu byggðarlagi í umdæminu. Aðalfund- urinn samþykkir að fela starfshópi sem skipaður var á aðalfundi 1994 ásamt fulltrúa tilnefndum af stjórn Eyþings og fulltrúa tilnefndum af Bandalagi kennara á Norðurlandi eystra (BKNE) að halda áfram vinnu við eftirtalin meginverkefni: • að undirbúa yfirtöku á þeim verk- efnum sem tilgreind eru í 1. máls- grein. • að vinna upp tilllögur að yfirtöku sveitarfélaganna á sérkennsluþjón- ustu, eins og Bröttuhlíðar- og Hvammshlíðarskóla. • að vinna upp tillögur að hugsan- legri útvíkkun þjónustunnar, sbr. upptalningu í 2. málsgrein. Starfshópurinn hafi í vinnu sinni samráð við starfsfólk fræðsluskrif- stofu og aðra aðila sem tengjast um- ræddum málaflokkum. Starfshópurinn skili tillögum til stjómar Eyþings fyrir næstu áramót. Stefnt verði síðan að sem víðtækastri kynningu á tillögunum fyrir sveitar- stjórnarmenn og aðra sem málinu tengjast." Eignarhald á grunnskóla- mannvirkjum I framhaldi af umræðum um grunnskólamál lögðu Sigurður Rún- ar Ragnarsson, sveitarstjóri í Mý- vatnssveit, og fleiri fram tillögu að ályktun um eignarhald á grunnskóla- mannvirkjum. Tillagan, sem sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.