Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 55

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 55
SAMGÖNGUMÁL Göngubm yfir Kringlumýrarbraut Dr. Ríkharður Kristjánsson, verkfrœðingur, Línuhönnun hf. Um miðjan desember var opnuð ný göngubrú yfir Kringlumýrarbraut. Svo virðist sem meirihluti borgarbúa hafi beð- ið eftir þessu því straumur fólks yfir brúna hefur vart slitnað síðan. A góðviðrisdegi er meiri umferð fólks eftir brúnni og aðliggjandi stígum en á Laugaveginum. Brúin er 100 m löng og þriggja metra breið. Undirstöður hennar og endar eru úr steypu en burðarvirki úr stáli. Göngu- brautin sjálf er úr timbri. Við hönnun brú- arinnar var fullt tillit tekið til fatlaðra og er lengdarhalli hvergi yftr 5% og handlist- ar eru settir í 90 sentímetra hæð. Burðar- kerft brúarinnar þurfti að taka mið af því að hægt væri að taka brúna niður til að hleypa háum flutningi í gegn og er hún því byggð úr einingum og boltuð saman á staðnum. Brúin er sett í boga að vestan og halli stöplanna og háa handriðsins gefur henni sterk einkenni eins og myndin ber með sér. Stöplarnir halda aðeins undir brúna öðrum megin sem gefur henni ein- kennandi spennu og sérstætt svif. Þetta svif endurspeglast einnig í bitakerfinu þar sem lítill biti svífur utan við stærri aðal- burðarbitann. Hátt handrið öðrum megin er notað til að veita fólki huglægan stuðn- ing þegar það gengur yfir brúna með bfia- umferðina þjótandi undir. Handriðinu er hallað út til að gefa brúnni aukna breidd. Studio Granda, arkitektar, unnu að hönnun brúarinnar með Línuhönnun hf. og lýsingu hannaði Garðar Lárusson hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Verkkaupi er Vegagerðin og Reykjavíkurborg. Verktaki var S.R. Sigurðsson. Stýringu verksins gagnvart hönnuðum annaðist Gatnamála- stjórinn í Reykjavík. í forustugrein DV hefur brúin verið nefnd ein mesta sam- göngubót á höfuðborgarsvæðinu í seinni tíð. Kröftug beygja í vesturenda brúarinnar og hallandi stöplar gefa brúnni sterkt og óvenjulegt yfirbragö. Hátt handriö aö noröan veitir fótgangendum öryggi.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.