Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 23

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 23
UMHVERFISMÁL úrkast sem praktískt þykir að flokka frá plasti og þess háttar umbúðum og án mikillar fyrirhafnar er sett í sérstök ker sem Gámaþjónustan hf. tæmir vikulega og flytur á jarðgerð- arstað þar sem það fær sömu með- ferð og heimilisúrgangurinn. Aðstandendur verkefnisins leituð- ust við að halda sambandi við þátt- takendur og fylgjast með fram- vindu. Send voru fréttabréf og síð- asta vetrardag bauð Gámaþjónustan hf. þátttakendum til samsætis í Hafnarborg þar sem boðið var upp á kaffiveitingar og m.a. sýnd stutt heimildarmynd, eins konar yfirlit yfir ferlið. Um sumarið var síðan komið með tvo gáma af jarðvegs- bæti í hverfið og þátttakendum boð- ið að taka sér slatta í kerru. Helstu nióurstöóur Fyrirfram var lítið vitað um áhuga fólks á að taka þátt í nýbreytni af þessu tagi. Af 103 heimilum við þessar þrjár götur voru 97 reiðubúin til þátttöku, sem er rösklega 94% þátttaka. Þetta háa hlutfall hefur haldist, þ.e. engir hafa hætt þátttöku eftir að verkefnið hófst. Eins og búast mátti við hafa við framkvæmdina komið upp ýmis hversdagsleg vandamál. Sums stað- ar var erfitt að koma aukaílátum fyr- ir og utandyra er óvíða gert ráð fyrir fleiri en einni sorptunnu. Nokkrir íbúar hafa kvartað yfir að ólykt stafi frá ílátum með matarleifum. I mörg- um tilfellum hefur það orsakast af því að lok á tunnum voru undin eða gölluð á annan hátt. Vorið 1995, eftir um 7 mánaða reynslu, voru íbúar beðnir um að fylla út spurningalista um reynslu sína af þátttöku. Alls bárust svör frá 83 heimilum og ýmislegt athyglis- vert kemur þar fram. Hér á eftir fara spumingar af listanum og niðurstöð- ur af svörun. 1. Er umtalsverð fyrirhöfn sem fylg- ir því að flokka sorp í þessa tvo flokka? Nei: 94% Sérálit: 6% „Innanhússreglurnar" eru elnfaldar. 2. Gleymist oft að flokka sorpið? Nei: 90% Já: 1% Sérálit: 9% 3. Er stærð íláta heppileg? (Ef ekki hvað þarf að laga?) Já: 52% Útiílát ofstórt: 25% Pokar passa illa: 12% Þyrfti að passa betur í skáp: 2% Hafa lok á inniíláti: 2% 4. Finnst heimilisfólki að nýja fyrir- komulaginu fylgi meiri óþrif eða lykt? Nei: 76% Stundum: 12% Já: 7% Bara úti: 4% 5. Hvemig reynast pappírspokamir? Finnst heimilisfólki nægjanlegt að klæða innanhússílát í botninn með gömlum dagblaðapappír? Pokar nauðsynlegir: 28% Pokar betri: 29% Dagblöð í lagi: 17% Dagblöð og pokar: 4% Svara ekki: 23% 6. Getur fólk hugsað sér þetta fyrir- komulag til frambúðar? (Ef nei, hvers vegna?) Já: 99% Alveg eins: 1% 7. Er þjónustan í kringum hið nýja fyrirkomulag fullnægjandi? (Ef ekki, hvað þarf að bæta?) Já: 86% Svara ekki: 8% Athugasemdir: 6% 8. Hver eru viðbrögð gestkomandi við nýju fyrirkomulagi, vina og vandamanna? Jákvœð og góð: 73% Okunn, engin, svara ekki: 19% Forvitnir, áhugasamir, hissa: 8% 9. Vill fólk fremur jarðgera lífrænan úrgang sjálft heima í garði eða líst fólki betur á að efnin séu sótt og jarðgerð á einum stað eins og gert er nú? Efni sótt: 81% Já og nei, svara ekki, óvíst: 19% 10. Notar heimilisfólk gámastöðvar Sorpu til að skila flokkuðum úr- gangi, t.d. pappír, gleri, málmum og garðaúrgangi? Já: 48% Að hluta til: 18%

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.