Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Side 6
Pórshöfn kringum aldamótin síöustu. Verslunarhús Örum & Wulff meö fána við hún á miöri mynd. Nær er geymsluhús fyrirtækisins,
en fjær Ingimarshús. Skipin eru strandferöaskipin Egill og Hólar. Ljósmyndari líklega Jón J. Árnason.
Höndlað við höfnina
- saga verslunar á Þórshöfn í 150 ár -
Reinhard Reynisson, sveitarstjóri Þórshafnarhrepps
Afmælishátídin
í sumar er leið, nánar til tekið helgina
19.-21. júlí, minntust íbúar Þórshafnar og ná-
grennis þess að á þessu ári eru liðin 150 ár
síðan Þórshöfn var löggilt sem verslunarstað-
ur. Var þessara tímamóta minnst með vegleg-
um hátíðahöldum. Saman fóru ýmsir listvið-
burðir í bland við léttari skemmtan, þar sem
áhersla var lögð á að tengja fortíð, nútíð og
framtíð. Undirbúningur hátíðahaldanna var í
höndum afmælisnefndar sem hreppsnefnd Þórshafnar-
hrepps hafði skipað. í henni voru Freyja Önundardóttir,
sem var formaður, Steinar Harðarson og Steini Þor-
valdsson. Þá starfaði Jóhannes Sigfússon með nefndinni
og framkvæmdastjóri var ráðinn Már Guðlaugsson.
Dagskrá hátíðarinnar hófst að kvöldi föstudagsins
með því að opnaðar voru sýningar sem stóðu alla helg-
ina. Fjórir listmálarar sýndu verk sín í fisk-
verkunarhúsum á staðnum, þau Sveinn
Bjömsson, Rut Rebekka Sigurjónsdóttir, Öm
Karlsson og Freyja Önundardóttir. Var það
mál bæði listamannanna sjálfra og sýningar-
gesta að sú breytta notkun fiskverkunarhús-
anna, sem fælist í myndlistarsýningunum,
opnaði skemmtilega tengingu milli hversdags-
ins og listarinnar auk þess sem hún sýndi fram
á spennandi nýtingarmöguleika húsnæðisins
þótt þorskunum í sjónum færi sífækkandi. A Hafnar-
bamum sýndu svo tvær alþýðulistakonur verk sín, þær
Tinna Halldórsdóttir og Asta María Jensen.
í grunnskólahúsinu var haldin sýning á gömlum ljós-
myndum frá Þórshöfn og nágrenni ásamt minjasýningu
þar sem áhersla var lögð á gripi er tengdust verslunar-
sögunni. Vöktu sýningar þessar mikinn áhuga, enda
1 96