Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Qupperneq 20
ALMENNINGSBÓ KAS Ö F N
Stefnuyfirlýsing um hlutverk
almenningsbókasafna
í upplýsingasamfélagi nutímans
✓
Landsfundur Bókavarðafélags Islands, hinn 13. í röðinnni, var haldinn
í Munaðarnesi helgina 21. og 22. septemher sl. Slíkir fundir eru haldnir
annað hvert ár og sækja þá hókaverðir aföllu landinu. Að þessu sinni
voru þátttakendur 115 að tölu.
Á fundinum var m.a. fjallað um samstarf og tengsl al-
mennings- og skólabókasafna og háskólabókasafna.
Sérstaka athygli vakti lýsing á öflugu samstarfi allra
bókasafna á Akureyri.
Þá var fjallað um nýja tækni, um aðgang almennings
að margmiðlun á bókasöfnum og um skráningu efnis á
alnetinu.
Mikill áhugi var á nýjum möguleikum sem opnast
með nýrri tölvu- og fjarskiptatækni til bættrar og auk-
innar þjónustu.
Á landsfundinum var samþykkt stefnuyfirlýsing um
hlutverk almenningsbókasafna í upplýsingasamfélagi
nútímans og framtíðar og fer hún hér á eftir:
Bókavarðafélag Islands hefur fylgst með og tekið
beinan þátt í umræðum um upplýsingasamfélagið og
hefur mótað eftirfarandi stefnu til framtíðar:
Þessi stefna tekur mið af hliðstæðum yfirlýsingum
systurfélaga bókavarða annars staðar á Norðurlöndum
(Info-samfundet 2000) og þeim undirbúningi að mörkun
stefnu í þessum málum á vegum Evrópubandalagsins
(Telematics: PubliCA o.fl.) og íslenskra stjómvalda.
Islensk bókasöfn skulu hér eftir sem hingað til, og nú
með fulltingi nýrrar tækni:
1. efla frjálsan og óheftan aðgang almennings að upp-
lýsingum og þekkingarmiðlun,
2. stuðla að lýðræðislegri þátttöku einstaklinga í
ákvörðunum þjóðfélagsins um framtíð lands og þjóðar,
3. styðja fólk til þroska og sjálfseflingar m.a. með að-
stoð og upplýsingaþjónustu bæði í starfi og leik,
4. opna aðgang að hinu opinbera með upplýsingum
og auðvelda fólki að koma skoðunum og athugasemd-
urn á framfæri,
5. standa við bakið á þeim sem minna mega sín með
því m.a. að veita þeim greiðan aðgang að upplýsingum
um rétt sinn og gögnum til sjálfsmenntunar og þroska,
6. efla íslenskt atvinnulíf, sem er undirstaða velferðar,
með virkri upplýsingaþjónustu við fyrirtæki og stofnanir,
7. hvetja til menntunar, endurmenntunar og símennt-
unar með kynningu á námsmöguleikum og góðu fram-
boði á fræðsluefni.
Þessi markmið endurspegla þær kröfur sem gerðar eru
til almenningsbókasafna. Þetta er krafan um að lands-
mönnum sé tryggður möguleiki til þroska, mennlunar,
upplýsingar, menningar og lífshamingju, en á honum
byggist og þroskast ötul, atorkusöm og vel upplýst þjóð.
Það er markmið almenningsbókasafna að efla lýðræði,
jafnrétti, athafnafrelsi og velferð.
Almenningsbókasöfn gegna lykilhlutverki í því að
jafna aðstöðu fólks til aðgangs að upplýsingum, þekk-
ingu og afþreyingu og koma þar með í veg fyrir að skap-
ist misskipting eða ójafnvægi eftir því hvort fólk hefur
aðgang eða ekki.
Almenningsbókasöfn leitast við að tryggja fjölbreytni,
valfrelsi og tjáningarfrelsi í vali á efni, sem stendur fólki
til boða, bæði ungum og öldnum.
I upplýsingaflóðinu, sem nú streymir yfir fólk úr öll-
urn áttum með nýrri tækni, er hlutverk almenningsbóka-
safna enn mikilvægara en fyrr í því að beina notendum á
réttar upplýsingar, að greiða úr og aðstoða við leit að því
sem máli skiptir hverju sinni.
Frjáls aðgangur að upplýsingum fyrir alla er forsenda
þessara markmiða. Almenningsbókasöfnin geta tryggt
öllum óheftan aðgang að gagnagrunnum og opinberum
upplýsingum.
Leiðbeiningar og aðstoð við notkun nýrrar tækni og
viðeigandi tækjabúnaður er einnig forsenda þess að
bókasöfn landsins geti tryggt frelsi og jöfnuð.
Sem fyrr leitast almenningsbókasöfn við að efla og
viðhalda lestrarkunnáttu fólks með góðu framboði af
viðeigandi lesefni handa öllum. Þetta er ekki síður mikil-
2 1 0