Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Page 21

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Page 21
ALMENNINGSBÓKASÖFN vægur þáttur í þjónustu almenningsbókasafna til þess að hin nýja tækni margmiðlunar og netvæðingar geri fólk ekki ólæst á hið prentaða orð og því verður það áfram hlutverk almenningsbókasafna að vera vettvangur fyrir félagslegt og menningarlegt líf fólks, þar sem það getur notið menningar, bókmennta og lista. Bókavarðafélag íslands er reiðubúið til að vinna með ríki, sveitarfélögum og öðrum sem málið varðar að framgangi þess að: 1. öll bókasöfn á íslandi hafi almenningsaðgang að samskrá (sameiginlegum gagnagrunni bókasafna) lands- ins fyrir lok ársins 1997, 2. öll bókasöfn á Islandi hafi aðgang að Internetinu fyrir lok ársins 1997, 3. öll almenningsbókasöfn á Islandi veiti almenningi aðgang að Internetinu fyrir árslok 1997, 4. hafið verði átak í kennslu og leiðbeiningu um Inter- netið og möguleika þess á árinu 1997 í samvinnu við sveitarfélög og ríki, 5. stofnanir bókasafna (þ.m.t. embætti bókafulltrúa ríkisins í menntamálaráðuneytinu, bókasafns- og upp- lýsingafræðin í Háskóla íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga o.fl) á íslandi vinni saman að því að veita bókavörðum ráðgjöf við öflun nýrra miðla og netbúnað- ar, 6. fjárveitingar til bókasafna vegna kaupa á nýsigögn- um, margmiðlunartækjum og gögnum verði auknar, 7. almenningsbókasöfnum í landinu verði gert kleift að koma upp staðametum með upplýsingum sem mæta þörfum og kröfum íbúanna og ferðamanna, að tölvu- væðing sveitarfélaga taki mið af þessu og að á öllum al- menningsbókasöfnum verði gagnveitur til afnota fyrir almenning með upplýsingum um sveitarfélagið, 8. tryggja bókasöfnunum nægar fjárveitingar með lög- um og/eða reglugerð til að uppfylla ofanskráðar kröfur og vera þannig í stakk búin til að þjóna upplýsingasam- félaginu. Stjórn Sambands íslenskra sveitarlélaga hefur verið send þessi ályktun og samþykkti hún að fela Tölvuþjón- ustu sveitarfélaga að taka málið til umfjöllunar. Kjör bókavaróa Þá gerði landsfundurinn svofellda ályktun um kjör bókavarða: Nú í lok 20. aldarinnar og við upphaf hinnar 21., sem farið er að kalla upplýsingaöldina, skýtur það skökku við að kjör þeirra, sem beinlínis starfa við upplýsinga- miðlun, skuli vera með þeim lökustu í íslensku samfé- lagi. A fáum árum hefur orðið alger bylting í starfi bóka- varða. Bókaverðir þurfa nú að kunna góð skil á allri þeirri nýju tækni, sem mótar allt upplýsingastarf: tölv- um, margmiðlun, Interneti og margs konar fjarskipta- leiðum, auk hinna hefðbundnu bókasafnsstarfa. Flest bókasöfn eru nú tölvuvædd og fer upplýsingaleit nú í vaxandi mæli fram með flóknum tölvukerfum, útlán eru tölvuvædd og bókaverðir þurfa að geta notað margvísleg tölvuforrit. Góð almenn menntun og tungumálakunnátta er nú algert skilyrði til að geta unnið á bókasafni auk hæfni í notkun tölvutækninnar. Því skorar XIII. landsfundur Bókavarðafélags íslands á sveitarstjórnir og Launanefnd sveitarfélaga og þeirra annarra sem málið varðar að leiðrétta kjör bókavarða til samræmis við þær auknu kröfur sem gerðar eru til þeirra til að tryggja stöðu íslands í upplýsingasamfélagi 21. aldarinnar. Ráðgjafarnefnd um málefni almenningsbókasafna Samkvæmt 10. gr. laga um almenningsbókasöfn er menntamálaráðherra heimilt að skipa sérstaka ráðgjafar- nefnd um málefni almenningsbókasafna til fjögurra ára í senn. Nefndina skipa tveir fulltrúar. Sambandið skipar annan þeirra og Bókavarðafélag Islands hinn og skal sá starfa í almenningsbókasafni. Stjórn sambandsins hefur tilnefnt Steinunni Hjartar- dóttur, forseta bæjarstjórnar Sauðárkrókskaupstaðar, sem aðalfulltrúa og Þórdísi Þorvaldsdóttur borgarbóka- vörð sem varafulltrúa hennar í ráðgjafarnefndina. Af hálfu Bókavarðafélags íslands er í ráðgjafarnefndinni Rósa Traustadóttir, forstöðumaður Bæjar- og héraðs- bókasafnsins á Selfossi. Varafulltrúi hennar er Hrafn Harðarson, bæjarbókavörður í Kópavogi. Hlutverk ráðgjafarnefndarinnar er að tryggja með skipulegunt hætti sem nánast samstarf ríkis, sveitarfé- laga, stofnana og bókavarða um málefni almennings- bókasafna og að vera bókafulltrúa ríkisins til ráðuneytis. * * \WRE VF/IZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 2 1 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.