Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Side 22

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Side 22
MENNINGARMÁL Vesturfarasetriö á Hofsósi. Hvað er að gerast á Hofsósi? Aslaug Jónsdóttir, teiknari og myndbókahöjundur Hofsós er eins og fleiri sjávarþorp að ganga í gegnum miklar breytingar. Á Hofsósi hefur verið brugðist við dvínandi gengi í hefðbundnum atvinnugreinum með því að sækja á ný mið í ferðaþjónustunni. Menningarsögulegi arfur- inn Þegar skoða á tilveru smáþorpa á landinu verður ekki hjá því komist að huga að sögunni. Ekki síst þegar allir áttavitar sýna suður og þorp eins og Hofsós líta út á vegakorti sem næsta afskekktar byggðir og illa staðsettar. En ekki er allt sem sýnist. í margar aldir var Hofsós mikil- vægasti verslunarstaður Skagafjarð- ar, miðstöð verslunar fyrir allt hér- aðið á tímum valdamikilla kaup- manna. Kaupskipin sigldu að besta lægi fjarðarins við mynni Hofsár. A tímabili einokunar áttu allir Skag- firðingar að versla við Hofsóskaup- menn en eftir að henni var aflétt var þar lengi áfram dönsk verslun. Pakkhúsið á Hofsósi er leifð frá síð- asta áratug einokunar og þjónaði síðan kaupmönnum á ólíkum skeið- um í verslunarsögunni. Staða Hofsóss sem verslunarstað- ar breyttist smám saman. Um alda- mótin voru fjórir verslunarstaðir á milli Sauðárkróks og Sigiufjarðar: við Kolkuós, Grafarós, Hofsós og í Haganesvík. Fyrsta kaupfélagið sem rak verslun á Hofsósi var lítið félag, Kaupfélag Fellshrepps, stofnað 1919. Síðar tók Kaupfélag Austur- Skagfirðinga við og rak verslun allt fram til 1969, en þá var félagið sam- einað Kaupfélagi Skagfirðinga. 2 1 2

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.