Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Síða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Síða 28
ERLEND SAMSKIPTI Formenn norrænu félaganna í bæjunum fimm bera saman bæk- ur sínar. Frá vinstri: Hilmar Jóhannesson, Ólafsfiröi, Elisabeth Espedal, Hilleröd, Jan Erik Sjöblom, Horten/Borre, Tor Widfeldt, Karlskrona, og Saga Söderholm, Lovisa. Ljósm. Hrafnhildur Grfmsdóttir. þungann af undirbúningi vinabæjamótsins en aðrir sem buðu til mótsins og önnuðust undirbúning voru Félag eldri borgara, Hestamannafélagið Gnýfari, Kirkjukór Ólafsfjarðarkirkju, Rauði krossinn, Rótarýklúbbur Ó- lafsfjarðar, Skotfélag Ólafsfjarðar, Sóknarnefnd Ólafs- fjarðarkirkju, Sparisjóður Ólafsfjarðar, Ungmenna- og Iþróttasamband Ólafsfjarðar og verkalýðsfélagið Eining. Þar sem ekki er alltaf hægt að finna samsvarandi félög í bæjunum var áhugamönnum um norræna samvinnu utan þessara félaga boðið sérstaklega og þáðu allmargir þau boð. Á laugardagsmorgun funduðu sveitarstjórnarmenn vinabæjanna og ræddu framtíð norrænnar samvinnu á breyttum tímum og samstarf bæjanna á þessum vett- vangi og hið sama gerðu formenn og stjórnir norrænu félaganna. Á sama tíma fór fram Tröllaskagatvíþraut í tengslum við mótið og um hádegi hófst grillveisla og markaður þar sem bæjarbúum var boðið að hitta gestina og fjölmenntu þeir og nutu þess jafnframt að hlýða á létta tónlist flokka úr norsku skólalúðrasveitinni. Það sem eftir lifði dagsins undu gestir og gestgjafar sér við veiðar, útreiðartúra, sundiðkun og sýningar sem boðið var upp á og á laugardagskvöld var veglegt lokahóf í hinni nýju og glæsilegu íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar. Á sama tíma var í félagsheimilinu Tjarnarborg sérstakt hóf og dansleikur fyrir unglinga í Ólafsfirði og unglinga úr hópi gestanna og voru þar saman komnir um 150 ungl- ingar og fór vel á með heimamönnum og gestum. Kvöldið áður hafði svipaður fjöldi unglinga tekið þátt í svokölluðu „sundlaugarpartíi“ í íþróttamiðstöðinni. Á sunnudagsmorgun lauk dagskrá mótsins mcð nor- rænni guðsþjónustu í Ólafsfjarðarkirkju og þótti form hennar hátíðlegt og óvenjulegt. Gestirnir héldu síðan af stað til síns heima, sumir beint hcim en aðrir í áfram- Ungllngarnlr tóku vel tll matar síns þegar flatbökurnar voru bornar tram. Ljósm. Guömundur Pór Guöjónsson. haldandi ferð um landið. Norska skólahljómsveitin dvaldi þó lengur og marséraði um götur bæjarins í góða veðrinu á sunnudag og lék fyrir eldri borgara fyrir utan dvalarheimilið Hornbrekku. Bæjarbúar voru ánægðir með þetta framtak hljómsveitarinnar og fylgdu henni hvert fótmál. Ólafsfjarðarbær var fánum prýddur meðan á mótinu stóð og hátíðleiki var yfir öllu. Ibúarnir kunnu vel að meta þessa lilbreytingu og höfðu keppst við að mála og fegra í kringum sig. Virðist tilefni sem þetta verða mörg- um hvali til átaks í fegrunar- og umhverfismálum. Hvað varðar gildi vinabæjatengsla sem þessara er rétt að geta mikils menningarlegs gildis samstarfsins og þeirrar miklu ánægju sem síaukinn fjöldi Ólafsfirðinga sem annarra hefur orðið aðnjótandi í nánum samskiptum við fólk úr margvíslegum starfsstéttum annars staðar á Norðurlöndunum. Fólk hefur bundist persónulegum vin- áttuböndum til langframa auk gagnkvæmra samskipta sem skapast hafa milli bæjarstjórnanna, norrænu félag- anna og fjölmargra annarra félaga og stofnana í bæjun- um. Mannleg samskipti sem þessi auka þeim sem þátt í taka víðsýni og skilning á eigin málum og annarra, geta í allmörgum tilfellum opnað leiðir til viðskiptasambanda ef málum er rétt fylgt eftir en umfram allt bæta þau við nýrri vídd verðugra viðfangsefna á stöðunum sem laðar fólk til starfa. Lífið á stöðunum verður litríkara sem leið- ir til þess að áhugaverðara er að lifa þar og starfa. 2 I 8

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.