Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Qupperneq 37

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Qupperneq 37
ERLEND SAMSKIPTI _______________________- • -.vató^ ______________________________________i Fulltrúar menningarborga Evrópu áriö 2000 á fundi i Santiago de Compostela á Spáni i maí sl. Fulltrúar Fteykjavíkurborgar á fundinum voru Guörún Ágústsdóttir og Jón Björns- son, framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála hjá borginni, og eru þau á myndinni. Myndin er tekin upp úr spænsku dagblaöi, El Correo Gallego. ur og afla umsókn okkar stuðnings. Menningarmalaráðherranefndin lá lengi undir feldi, en loks kom úr- skurðurinn: Vegna sérstöðu ársins 2000 var ákveðið að níu borgir hlytu titilinn. „Skulu þær eiga með sér samstarf og á grundvelli sam- eiginlegs þema vegna viðburðarins. Þannig munu þær vinna saman að því að undirbúa menningarlegt framlag Evrópu á árinu 2000,“ sagði í svarbréftnu. Borgirnar sem með okkur hlutu þennan titil eru: Avignon í Frakklandi Bergen í Noregi Bologna á Italíu Brussel í Belgíu Kraká í Póllandi Helsinki í Finnlandi Prag í Tékklandi Santiago de Compostela á Spáni. Fulltrúar þessara borga hafa hist nokkrum sinnum og í byrjun sept- ember var undirritaður samstarfs- samningur, en þar segir m.a.: Menningarborgirnar munu kynna hver annarri, þjóðum Evrópu og heimsins alls menningu sína og landa sinna. Jafnframt mun sam- starfið stuðla að því að kynna menningu þessara borga utan Evr- ópu. Metnaður menningarborganna hverrar fyrir sig og sameiginlega er að skipuleggja og ýta úr vör fjölbreyti- legum verkefnum ... í því skyni að vekja borgarana og efla lýðræði. Náttúra og menning Fulltrúar borganna ákváðu að unnið yrði með níu þemu og skiptu þeir með sér verkum. I hlut Reykjavíkur kom Náttúra og menning, sem sannast sagna hentar okkur mjög vel. Fjölmargir listamenn okkar bæði fyrr og síðar hafa sótt innblástur í íslenska náttúru. Og vís- indamenn okkar hafa öðlast mikla reynslu og þekkingu á fjölbreytileika okkar óútreiknanlegu íslensku náttúru. Við unum því glöð við okkar hlut. Borgarráð hefur nú samþykkt tillögu undirbúnings- nefndar um skipulag verkefnisins og fljótlega verður því sett stjóm og ráðinn framkvæmdastjóri. Verkefnin verða mörg bæði innanlands og einnig í samstarfi við hinar menningarborgirnar og aðrar borgir. Áhugi er á því bæði í Nuuk á Grænlandi og Þórshöfn í Færeyjum að tengjast þessu verkefni okkar. Aherslusvið okkar hér á landi eru a.m.k. þessi: listim- ar og tungan, menntun og menning yngstu kynslóðarinn- ar, rannsóknir og þróun, umhverflsmál og útivist. Forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson, verður verndari menningarborgarinnar og í heiðursráði verða forsætisráðherra, borgarstjóri og tveir til þrír aðrir. Með stjórninni vinnur svokallað samráð sem skipað er fjöl- mörgum aðilum sem tengjast menningarlífi, viðskipta- lífi, ferðamálum o.fl. Samband íslenskra sveitarfélaga Oskað verður eftir tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga í samráðið. Þetta stóra og mikla verkefni verður undir stjórn Reykjavíkurborgar og með þátttöku ríkisins. En það er alveg ljóst að jafn viðamikið verkefni og þetta verður ekki unnið af neinu viti án þátttöku landsins alls. Reykjavík er höfuðborg landsins og sam- eign allrar þjóðarinnar. íbúar hennar eru 39% af þjóðinni og nær allir eiga þeir rætur sínar að rekja til annarra landshluta. Það er tilhlökkunarefni að eiga í vændum víðtæka samvinnu um land allt á því ári sem við göngum sameiginlega til móts við þriðja árþúsundið. 227
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.