Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Page 38

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Page 38
ERLEND SAMSKIPTI COMENIUS - samstarfsverkefni milli skóla í Evrópu Nýr þáttur í íslenskum skólum Katrín Einarsdóttir, deildarstjóri í Alþjóðaskrifstofu Háskóla íslands COMENIUS-áœtlunin er nefnd eftir tékkneska guðfrœðingnum, heimspekingnum og uppeldisfrömuðinum Amos Comenius (1592-1670). Hann var sannfærður um að með menntun gœti maðurinn nýtt hœfileika sína tilfulls. Hvaö er COMENIUS? COMENIUS er einn þáttur SÓKRATES-áætlunarinnar sem byggist á samstarfi Evrópuþjóða í menntamálum. COMENIUS er nýjasli þáttur SÓKRATES-áætlun- arinnar og tekur til skóla á leik-, grunn- og framhaldsskólastigum svo og annarra stofnana sem tengj- ast menntamálum. COMENIUS- áætlunin skiptist í þrjá meginflokka: 1. Samstarfsverkefni milli skóla 2. Samstarfsverkefni tengd minni- hlutahópum 3. Námskeið, starfsþjálfun og endurmenntun fyrir kennara og aðra sem tengjast kennslustörfum Hér verður eingöngu fjallað um fyrsta flokkinn. COMENIUS-1 - samstarfs- verkefni milli skóla Til hvers eru veittir styrkir í COMENIUSI? COMENIUS-1 snýr að samstarfi skóla á leik-, grunn- og framhalds- skólastigi. Markmiðið með sam- starfsverkefnum COMENIUSAR er að nemendahópar í hverjum skóla vinni að sameiginlegu þemaverkefni með erlendum jafnöldrum. Við- fangsefnin eru margbreytileg og samstarfsaðilar eru frá löndum EES. Styrkir eru veittir til skóla sem taka þátt í samstarfsverkefnum (EEP-European Education Project). Minnst þrír skólar frá þremur lönd- um EES þurfa að taka þátt til að verkefni geti talist gild. í hverju samstarfsneti er einn stýriskóli (há- mark styrks 3000 ECU* ) og minnst tveir þátttökuskólar (hámark styrks 2000 ECU*). Hægt er sækja um styrk allt að þrjú ár í röð. Styrkir eru ekki ætlaðir til nemendaferða heldur til að styrkja ferðir kennara sem hafa umsjón með verkefn- inu og til að standa straum af samskipta- k o s t n a ð i. S t y r k i r COMENI- USAR hafa þó miðast við að 50% mót- framlög komi frá skólum og þurfa þeir að gera grein fyrir í hverju mótframlagið er fólgið. íslenskir skólar í COMENIUSI Þátttaka íslenskra skóla hefur ver- ið góð frá upphafi verkefnisins. Á Islandi eru nú 23 skólar þátttakend- ur í samstarfsverkefnum. Níu skólar tóku þátt í samstarfsverkefnum 1995 -’96. Átta þeirra hafa sótt um framhaldsstyrk og hafa nú fimmtán skólar bæst við 1996 -91. Auk samstarfsverkefnanna er hægt að sækja um styrki fyrir undir- búningsheimsóknir, skólastjóra- heimsóknir og kennaraskipti. Að- sókn hefur verið góð í alla þessa flokka. Þegar hafa 14 kennarar farið í undirbúningsheimsóknir, fjórir í skólastjóraheimsóknir og 12 kenn- araskipti hafa átt sér stað. Auk þess íslenskir stýriskólar og verkefni islenskur stýriskóli: Samstarfslönd: Verkefni: Breiðholtsskóli, Reykjavík írland Danmörk „Víkingaöldin og nútíminn" Uarðaskóli, Uaröabæ Uanmörk Þýskaland „Kynning á landi og p]óð" Menntaskólinn á Egilsstöðum Hnnland Skotland „Menningarartleitö i teröa- þjónustu í dreifbýli" Holtaskóli, Heykjanesbæ Noregur Danmörk „Siöir og tramtið i strand- héruðum" hramhaldsskólinn A-Skaftafellssýslu Uanmörk Italía Spánn „Uaglegt lit i S|ávarþorpi" Grunnskólinn Skógum Austurríki Finnland Noregur „Vatnið” * Gengi ECU er um 84 kr. 228

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.