Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Síða 40
DÓMSMÁL
Fjárhæð þjónustugjalda sveitarfélaga
og stjórnsýslueftirlit
Guðmundur Benediktsson, bœjarlögmaður í Hafnarfirði
I. Þjónustugjöld
Samkvæmt 6. mgr. 6. gr. sveitarstjórnar-
laga nr. 8/1986 skulu sveitarfélög hafa sjálf-
stæða tekjustofna og sjálfsforræði á gjald-
skrám eigin fyrirtækja og stofnana til þess að
mæta kostnaði við framkvæmd þeirra verk-
efna sem þau annast.
í skýringum með þriðju útgáfu sérprentunar
sveitarstjórnarlaganna útg. 1995 segir um
þetla lagaákvæði að á liðnum árum hafi oft
komið upp ágreiningur milli ríkis og sveitar-
félaga varðandi sjálfsforræði á gjaldskrám fyrir þjónustu
sveitarfélaga og stofnana þeirra. Jafnframt segir að það
hafi verið sjónarmið sveitarfélaganna að kjörnir fulltrúar
íbúanna séu best færir um að ákveða gjaldskrárnar í
samræmi við aðstæður í sveitarfélaginu og skoðanir
þeirra sem þjónustunnar njóta, en af hálfu ríkisvaldsins
hefur því stundum verið haldið fram að staðfestingu ráð-
herra á gjaldskrám fylgi ekki einungis eftirlits- og úr-
skurðarvald um hina formlegu lilið afgreiðslu sveitar-
stjórnar heldur einnig um efnisatriði hennar. Með þessu
ákvæði eru tekin af öll tvímæli hvað þetta snertir og
sjálfsforræði sveitarstjórna skýrt lögfest.
Þetta lagaákvæði breytir þó ekki því að sveitarfélögin
verða jafnt og aðrir aðilar í þjóðfélaginu að fylgja al-
mennum ráðstöfunum, t.d. um verðstöðvun, vegna að-
steðjandi erfiðleika, sem stundum er gripið til af ríkis-
valdinu nteð lagasetningu við stjórn efnahagsmála þjóð-
arinnar. Þá ber að hafa hugfast að fjárhæðir í gjaldskrám
eiga að mæta kostnaði við framkvæmd þeirra verkefna
sem þau annast. Ef gjald er hærra en sem nemur kostn-
aði við þjónustu eða eftirlit er litið svo á að um ólög-
mæta skattheimtu sé að ræða.
II. Stjórnsýslueftirlit
Til tryggingar því að einungis sé verið að mæta þeim
kostnaði í gjaldskrám, sem af þjónustunni eða eftirlitinu
hlýst, fer ríkisvaldið nú fram á að með beiðni um stað-
festingu gjaldskráa fylgi útreikningar, sem liggja til
grundvallar fjárhæð gjalda, sent því ber að staðfesta.
Farið er fram á að fylgja skuli rekstraráætlun með gjald-
skránni ásamt rökstuddri greinargerð. þar sem fram
koma öll þau atriði sem ákvörðun gjalds bygg-
ist á. þ.e.a.s. kostnaður við hlutaðeigandi eftir-
lit eða þjónustu. Einnig að skipta skuli áætlun-
inni niður eftir rekstrarþáttum og sérstök grein
gerð fyrir því hvernig fjárfestingarkostnaður er
reiknaður. Sýna verður fram á að fjárhæð
gjalda sé ekki hærri en sem nemur sannanleg-
um kostnaði við veitta þjónustu eða tiltekið
eftirlit.
Ríkisvaldið byggir ofangreind tilmæli til
sveitarstjórna á áliti umboðsmanns Alþingis í
máli nr. 1041/1994.
III. Álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 1041/1994
Niðurstaða umboðsmanns Alþingis í ofangreindu áliti
í máli nr. 1041/1994, sem birtist í skýrslu umboðsmanns
fyrir árið 1995, bls. 407 og 408, er eftirfarandi:
Hundaræktarfélag Islands kvartaði yfir gjaldtöku
Reykjavíkurborgar vegna leyfa til hundahalds og taldi að
gjaldið væri hærra en næmi kostnaði borgarinnar. Því
væri um skattheimtu að ræða, sem ekki styddist við við-
hlítandi skattlagningarheimild samkvæmt 40. og 77. gr.
stjórnarskrárinnar.
Umboðsmaður taldi lagaheimild til gjaldtökunnar vera
í 22. gr. laga nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigð-
iseftirlit, og að grundvallarreglur stjórnsýsluréttar væru
virtar.
Um ákvörðun á fjárhæð gjaldsins tók umboðsmaður
fram að þar sem 22. gr. laga nr. 81/1988 hefði ekki að
geyma skattlagningarheimild í skilningi 40. og 77. gr.
stjórnarskrárinnar, heldur heimild til töku þjónustugjalds,
væri óheimilt að taka hærra gjald en sem næmi þeim
kostnaði, sem almennt hlytist af að veita þjónustuna. Við
skýringu gjaldtökuheimildarinnar yrði að hafa í huga þá
almennu skýringarreglu að íþyngjandi stjórnvalds- á-
kvarðanir yrðu að byggjast á skýrri lagaheimild og að
slíkar lagaheimildir yrðu almennt ekki skýrðar rúmt. Tók
umboðsmaður sérstaklega fram að ákvæði samþykktar
um hundahald í Reykjavík gæti ekki víkkað gjaldtöku-
heimild laga nr. 81/1988, enda væri þar aðeins um
stjórnvaldsfyrirmæli að ræða.
Ljóst var af þeint gögnunt sem lögð voru fyrir um-
230