Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Page 44

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Page 44
FRA LAN DSHLUTASAMTOKUNUM Jóni Guömundssyni á Óslandi, fyrrverandi sveitarsti'óra Hofs- hrepps, var boðið að koma á fundinn en hann sagöi af sér störf- um vegna veikinda í júní 1995. Hann er á myndinni ásamt konu sinni, Þóru Kristjánsdóttur. Myndirnar frá aöalfundinum í Varmahlíö tók Þórhallur Ásmundsson á Sauöárkróki. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga um hugs- anlega yfirtöku sveitarfélaga á rekstri heilsugæslu hafa sveitarstjórnir yfirleitt lílið fjallað um málið og því er eðlilegt að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga und- irbúi frekari umljöllun á næsta landsþingi, sem haldið verður 1998.“ Lög um framhaldsskóla „Arsþing SSNV mótmælir harðlega því ákvæði í ný- settum lögum um framhaldsskóla þar sem kostnaðar- hlutdeild sveitarfélaga við byggingu heimavista er ákveðin 40%.“ Yfirfœrsla grunnskólans „Arsþing SSNV fagnar þeini samstöðu sem varð um yfirfærslu grunnskólans milli sveitarfélaga, samtaka kennara og fulltrúa ríkisvaldsins. Þingið væntir þess að gott framhald verði á því samstarfi.“ Endurgreiðsla VSK af slökkvi- og björgunarbúnaði „4. ársþing SSNV skorar á stjórnvöld landsins að koma til móts við sveitarfélög, sem endurnýja þurfa slökkvi- og björgunarbúnað, með endurgreiðslu á virðis- aukaskatti og niðurfellingu á öðrum opinberum gjöld- um.“ Endurgreiðsla virðisaukaskatts af skattskyldri starf- semi opinberra aðila „4. ársþing SSNV beinir því til fjármálaráðherra að breyta 1. tölulið 12. greinar reglugerðar nr. 248/1990 um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila og hann orðist svo: „1. Söfnun, meðhöndlun, flutningur og förgun úrgangs, samkvæmt skilgreiningu í mengun- arvarnareglugerð nr. 48/1994. Hér undir fellur m.a. neyslu- og framleiðsluúrgangur og brotamálmar." Einnig að þær breytingar sem gerðar voru á reglugerðinni 28. febrúar sl. gildi frá 1. janúar 1990.“ Ályktun um Orkusjóð „4. ársþing SSNV ítrekar áskorun á Alþingi og ríkis- stjórn að efla Orkusjóð og gera honum kleift að styrkja sveitarfélög á „köldum svæðum“ til jarðhitaleitar.“ Stjórn SSNV I aðalstjórn samtakanna til tveggja ára voru kosnir Björn Sigurbjörnsson, formaður bæjarráðs á Sauðár- króki, sem er formaður SSNV, Agúst Þór Bragason, bæj- arfulltrúi á Blönduósi, Bjöm Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglufirði, Ingibjörg Hafstað, oddviti Staðarhrepps í Skagafirði, og Valur Gunnarsson, oddviti Hvamms- tangahrepps. Þá voru kjörnir tveir skoðunarmenn og fjórir fulltrúar á aðalfund Landsvirkjunar 1997 og jafnmargir til vara. Næsta þing í Vestur-Húnavatnssýslu I þinglokin kvaddi sér hljóðs Olafur B. Oskarsson, oddviti Þorkelshólshrepps, og bauð til næsta þings að ári í Vestur-Húnavatnssýslu. ATVINNUMÁL Atvinnumálanefnd á Norðurlandi vestra Félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, hefur skipað at- vinnumálanefnd á Norðurlandi vestra. Er nefndinni ætl- að að hafa umsjón með tillögugerð um úrbætur í at- vinnumálum og að beita sér fyrir samræmdu átaki til efl- ingar atvinnulífs í kjördæminu. Nefndina skipa Bjarni Þór Einarsson, framkvæmda- stjóri Sambands sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra (SSNV), tilnefndur af SSNV, Ólöf Áslaug Krist- jánsdóttir, bæjarfulltrúi á Siglufirði, tiln. af bæjarráði Siglufjarðar, Jakob Þorsteinsson, ferðamálafulltrúi Skagafjarðar, tiln. af héraðsnefnd Skagafjarðar, Ófeigur Gestsson, framkvæmdastjóri héraðsnefndar Austur-Hún- vetninga, og tiln. af því, Guðmundur Guðmundsson, sveitarstjóri Hvammstangahrepps, tiln. af héraðsnefnd Vestur-Húnavatnssýslu, og Jón Magnússon, forstöðu- maður svæðisskrifstofu Byggðastofnunar á Sauðárkróki, og tilnefndur af Byggðastofnun. Formaður nefndarinnar skipaður án tilnefningar er Lárus Jónsson, deildarstjóri hjá Kaupfélagi Austur-Húnvetninga á Blönduósi. 234

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.