Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Page 45

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Page 45
FRA LANDSHLUTASAMTOKUNUM Frá aðalfundi Eyþings 1996 Hjalti Jóhannesson jramkvœmdastjóri Fjórði aðalfundur Eyþings var haldinn í blíðskaparveðri í félags- heimilinu Laugarborg í Eyjafjarðar- sveit dagana 29. og 30. ágúst sl. Meginviðfangsefni fundarins voru skólamál. Svo sem vænta mátti ein- kenndust umræður mjög af því að Skólaþjónusta Eyþings er nýtt sam- starfsverkefni, rekið beint af lands- hlutasamtökunum í þessu kjördæmi og hóf hún starfsemi 1. ágúst sl. Fundarstjórar voru Birgir Þórðar- son, oddviti Eyjafjarðarsveitar, og Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Alls voru á fundinum 45 af 50 fulltrúum frá 28 aðildarsveitarfélög- um en með gestum og starfsmönn- um voru fundarmenn um 65 talsins. Ávörp Fundinum fluttu ávörp Guðmund- ur Bjarnason, landbúnaðar- og unt- hverfisráðherra fyrir hönd þing- manna kjördæmisins, Jónas Egils- son, framkvæmdastjóri SSH, og Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fagleg málefni grunn- skólans Auk venjubundinna fundarstarfa voru fyrri daginn flutt þrjú athyglis- verð erindi er varða fagleg málefni grunnskólans. Olafur Amgrímsson, skólastjóri Stórutjamaskóla í Ljósa- vatnshreppi, flutti erindi er fjallaði um fámenna skóla, einkenni þeirra og gildi fyrir nemendur og samfé- lag. Þá flutti Þórhildur Sigurðardótt- ir, sérkennari við Borgarhólsskóla á Húsavík, erindi sem fjallaði um kennslu fatlaðra nemenda. Loks fjallaði Jón Baldvin Hannesson, for- stöðumaður Skólaþjónustu Eyþings, um starfsáætlun skólaþjónustunnar. Miklar og almennar umræður urðu að þessum fróðlegu erindum lokn- um. Tekjujöfnun jöfnunarsjóös Föstudaginn 30. ágúst flutti erindi Magnús Karel Hannesson, oddviti Eyrarbakkahrepps og einn fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga. Hann fjallaði um sjóðinn, nýjar reglur um þjónustuframlög og jöfnunarframlög vegna grunnskól- ans. Fyrirlesturinn var mjög ítarleg- ur og fróðlegur og skýrði án efa fyr- ir mörgum sveitarstjómarmanninum ýmis atriði er varða þetta tekjujöfn- unarverkfæri sem sífellt er að verða flóknara og margslungnara. Fjármögnun grunnskólans Því næst flutti erindi Garðar Jóns- son, viðskiptafræðingur hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga. Er- indið fjallaði um fjármögnun grunn- skólans og framkvæmd á samkomu- lagi ríkis og sveitarfélaga um tekju- stofnaflutning. Hann útskýrði ítar- lega hvernig þessi yfirfærsla tekju- stofna verður framkvæntd á yfir- standandi ári og á komandi árum. Miklar umræður urðu í framhaldi af erindum Magnúsar og Garðars og greinilegt var að á fundarmönnum brunnu ýmis atriði er varða þessi mál. Skólaþjónusta Eyþíngs Að loknum hádegisverði var aðal- fundarstörfum haldið áfram og var fyrst tekin til afgreiðslu tillaga skólaráðs um fjölgun stöðugilda við Félagsheimiliö Laugarborg í Eyjafjaröarsveit þar sem aöalfundurinn var haldinn. 235

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.