Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Qupperneq 49

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Qupperneq 49
FRÁ LAN DS H LUTASAMT ÖKUNUM sagði að í sunnlenskum skólum væru unnin um 500-600 ársverk og væru þá ekki meðtalin ársverk nemenda. Bú- seta fólks réðist m.a. af skólum og þjónustustigi. Taldi hann sveitarstjórnir þurfa að auka og bæta tengslin við skólana, t.d. með sumarvinnu skólafólks. Vakti athygli á því að árið 1996 væri ár símenntunar og að um helming- ur alls vinnuafls í landinu hafi ekki notið framhalds- menntunar. Þá ræddi hann framtíð Fjölbrautaskóla Suðurlands og taldi henni best borgið með sérhæfmgu, t.d. á vegum landbúnaðar- og ferðamála. Einnig vantaði skóla sem sérhæfði sig í upplýsingatækni, s.s. á sviði fjarkennslu og fjamáms. Samningur við Byggöastofnun undirrítaður Að loknum framsöguerindum var undirritaður samn- ingur milli Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands og Byggða- stofnunar um atvinnuþróun á starfssvæði SASS svo og samkomulag um atvinnuráðgjöf í Vestmannaeyjum. Samkvæmt samningnum standa samningsaðilar fyrir sérstöku þriggja ára verkefni sem felur í sér samræmt og skipulagt atvinnuþróunarstarf. Verkefnið tekur að sér að annast ráðgjöf á sviði almennrar atvinnuþróunar og ferðamála á starfssvæði Samtaka sunnlenskra sveitarfé- laga með ráðningu þriggja ráðgjafa. Framlag Byggða- stofnunar til verkefnisins verður á þessu ári 8,7 milljónir króna, sent er umtalsverð hækkun frá því sem verið hef- ur. Ályktanir aðalfundarins Á fundinum urðu nokkrar umræður og skoðanaskipti um húsnæðismál samtakanna, en með tilkomu Skóla- skrifstofu Suðurlands, sem rekin verður á vegum SASS, er starfsemin vaxin upp úr húsnæði samtakanna. Lögð var fram greinargerð af hálfu stjórnar SASS þar sem lagt var til að henni yrði veitt heimild til að festa kaup á húsnæði sem rúmaði alla starfsemi samtakanna. Aðal- fundurinn veitti heimildina, sem þó var háð því að boð- að yrði til sérstaks aukafundar SASS til endanlegrar ákvörðunar. Sá aukafundur var haldinn 10. júlí sl. og þar lagður fram samningur um kaup á um 450 nr húsnæði að Austurvegi 56 og voru kaupin staðfest á fundinum. Aætlað er að samtökin flytji í hið nýja húsnæði í mars- mánuði á næsta ári með starfsemi sína. Samþykktar voru ályktanir um ýmis mál, s.s. að tryggingafélög taki þátt í kostnaði við rekstur eldvama- eftirlits og slökkviliða ásamt búnaði þeirra, um nauðsyn á lagningu svokallaðs Suðurstrandarvegar milli Þorláks- hafnar og Grindavíkur, að hafnar verði úrbætur á vam- argörðum við Markarfljót. um nauðsyn brúar yfir Hvítá ofan Bræðratungu, að gerðar verði nauðsynlegar úrbæt- ur á félagslega íbúðakerfmu vegna kaupskylduákvæða sem skylda sveitarfélögin til að leysa til sín íbúðir o.s.frv. Stjórnin endurkjörin A fundinum voru kosin í stjórn SASS þau Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárvallahrepps, for- maður, Jóna Sigurbjartsdóttir, varahreppsnefndarfulltrúi í Skaftárhreppi, varaformaður, og meðstjómendur bæjar- fulltrúarnir Kristján Einarsson og Sigurður Jónsson á Selfossi, oddvitarnir Jón Gunnar Ottósson í Stokkseyrar- hreppi og Kjartan Ágústsson í Skeiðahreppi svo og Guð- mundur Svavarsson, hreppsnefndarmaður í Hvolhreppi. — Frá Lánasjóði sveitarfélaga Umsóknarfrestur um lán úr sjóðnum á árinu 1997 er til 31. janúar nk. Umsóknum skulu fylgja eftirfarandi gögn: 1. Upplýsingar varðandi lánsumsóknina ásamt kostnaðaráætlun vegna þeirra framkvæmda eða fjárfestingar, sem sótt er um lán til. 2. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 1997. Skilyrði fyrir því, að lán verði veitt úr Lánas/óði sveitarfélaga, eru m.a.: 1. Að ársreikningar sveitarfélagsins hafi verið gerðir samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 og reglugerð um bókhald sveitar- félaga nr. 280/1989. 2. Að fjárhagsáætlun hafi verið gerð samkvæmt sömu lögum. 3. Að umsækjandi sé ekki í vanskilum við sjóðinn vegna eldri lána, sem veitt hafa verið. 4. Að fjárhagur sveitarfélagsins sé, að dómi sjóðstjórnar, svo traustur, að telja megi vísa greiðslu afborgana og vaxta á umsömdum tíma. Lánasjóður sveitarfélaga Háaleitisbraut 11 Pósthólf 8100, 128 REYKJAVÍK, sími 581 3711 V J 239
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.