Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Síða 55
STJÓRNSÝS LA
varpi til breytinga á lögum um
reynslusveitarfélög.
Skógrækt
Dalabyggð sótti unt verkefni á
sviði skógræktar. Umsóknin er til
meðferðar hjá Skógrækt ríkisins en
ekki hefur fengist niðurstaða unt
hana.
Yfirtaka á fræóslu-
skrifstofu
Vestmannaeyjabær sótti um yfir-
töku á starfsemi fræðsluskrifstofu
en vegna flutnings grunnskólans
voru ekki forsendur fyrir umsókn.
Yfirtaka á rekstri
framhaldsskóla
Hornafjarðarbær sótti urn að taka
að sér rekstur Framhaldsskólans í
A-Skaftafellssýslu, en umsókn var
hafnað af menntamálaráðuneyti.
Veghald
Borgarbyggð sótti um yfirtöku á
rekstrardeild Vegagerðarinnar í
Borgamesi. Afstaða vegamálastjóra
er neikvæð en hjá honum hefur
komið fram að Vegagerðin telji
mjög óráðlegt að færa veghald til
sveitarfélaga nema í sérstökum til-
vikum. Neskaupstaður sótti um að
annast snjómokstur á Norðfjarðar-
vegi um Oddsskarð og eru nokkrar
líkur á að samkomulag geti náðst
milli sveitarfélagsins og Vega-
gerðarinnar um aukna samvinnu á
því sviði.
Að lokum skal þess getið að
Vestmannaeyjabær óskaði eftir að
yfirtaka alla starfsemi ríkisins í
Vestmannaeyjabæ. Verkefnisstjóm-
in taldi umsókn bera vott um mik-
inn stórhug en treysti sér þó ekki til
að styðja hana.
Niðurstaðan er því sú, tveimur
árum eftir að lög um reynslusveitar-
félög voru samþykkt, að af 58 um-
sóknum eru 12 komnar í höfn, fallið
hefur verið frá 10 en 36 standa eftir.
Eins og þessar tölur gefa vísbend-
ingu um hefur undirbúningur til-
rauna tekið lengri tíma en upphaf-
lega var gert ráð fyrir. Ýmsar skýr-
ingar eru á því og nokkuð mismun-
andi eftir málaflokkum eins og fram
hefur komið í framangreindu yfir-
liti. Ef leita á almennra skýringa má
benda á að enda þótt lög um
reynslusveitarfélög hafi verið sam-
þykkt vorið 1994 og með þeim ver-
ið markaður ákveðinn tilrauna- ra-
mmi þá átti eftir að útfæra nánari
hugmyndir og semja um tilrauna-
starfsemi við viðkomandi ráðuneyti.
Ljóst er að sú vinna hefur reynst
umfangsmeiri en mönnum var ljóst
fyrirfram. Einnig hefur samstarfið,
þar sem að málum koma bæði sveit-
arfélög, ráðuneyti og undirstofnanir
þeirra, reynst tímafrekara og þyngra
í vöfum en gert var ráð fyrir. í þessu
sambandi þarf að hafa í huga að til-
raunaverkefni eins og þetta er nýj-
ung í stjómsýslu hér á landi og því
er um brautryðjendastarf að ræða.
Það hefur tekið tíma, bæði fyrir
sveitarfélög og ríki, að tileinka sér
þann hugsunarhátt og þær starfsað-
ferðir sem verkefnið krefst. Þar sem
verkefnið er í raun ennþá á undir-
búningsstigi er of snemmt að draga
almennar ályktanir um árangur þess.
Þó má þegar gera ráð fyrir að unnt
verði að draga verðmætan lærdóm
af þeint tilraunum um flutning
heilsugæslu og þjónustu við fatlaða
til reynslusveitarfélaga, sem náðst
hefur samkomulag urn.
i|Sgt Auglýsing um húsaleigu-
&8ftl bætur á árinu 1997
Eftirtalin sveitarfélög hafa ákveðið að greiða
húsaleigubætur á árinu 1997:
Aðaldælahreppur Neskaupstaður
Akraneskaupstaður Raufarhafnarhreppur
Amameshreppur Rey ðarfj arðarhreppu r
Arskógshreppur Reykholtsdalshreppur
Bárðdælahreppur Reykjavíkurborg
Bolungarvíkurkaupstaður Sauðárkrókskaupstaður
Borgarfjarðarhreppur Seyðisfjarðarkaupstaður
Dalvíkurkaupstaður Selfossbær
Egilsstaðabær Seltjamameskaupstaður
Eyrarbakkahreppur Skaftárhreppur
Fellahreppur Stokkseyrarhreppur
Garðabær Stöðvarhreppur
Grindavíkurkaupstaður Súðavíkurhreppur
Hafnarfjarðarkaupstaður Sveinsstaðahreppur
Hálsahreppur Tálknafjarðarhreppur
Hálshreppur Torfalækjarhreppur
ísafjarðarbær Vopnafjarðarhreppur
Kaldrananeshreppur Ölfushreppur
Lýtingsstaðahreppur Öxarfjarðarhreppur
Mosfellsbær
Félagsmálaráðuneytið
245