Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Side 61

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Side 61
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA og Björgvin R. Hjálmarsson, byggingatækni- fræðingur í Reykjavík. Hann lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla íslands árið 1984, stúdentsprófi af viðskipta- braut frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 1987, íþróttakennaraprófi frá Iþróttakennaraskólanum á Laug- arvatni 1990 og próft í íþróttafræð- um frá Deutsche Sporthochschule í Köln í Þýskalandi 1994. Eiríkur starfaði við æskulýðsstörf hjá Tónabæ og fleira hjá Iþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur 1986-1987, við knattspyrnuþjálfun og hafði umsjón með knattspyrnu- skóla hjá Iþróttafélaginu Völsungi á Húsavík 1986-1988, við knatt- spyrnuþjálfun og hafði umsjón með knattspyrnuskóla hjá Knattspyrnu- félaginu Fram í Reykjavík 1988-1990, við knattspyrnuþjálfun meistaraflokks og umsjón með unglingastarfi hjá Knattspymufélag- inu „1920 Frechen" í Þýskalandi 1991-1994. Sumarið 1994 starfaði hann við Háskólann í Suður-Kar- ólínu í Bandaríkjunum við knatt- spymuþjálfun bama og unglinga en hefur frá haustinu 1994 starfað sem æskulýðs- og íþróttafulltrúi hjá Eg- ilsstaðabæ. Veturinn 1994 vann Eiríkur í menntamálaráðuneytinu sem svæðafulltrúi „ungs fólks í Evrópu". Eiginkona Eiríks er Alma Jó- hanna Ámadóttir frá Húsavík, full- trúi skógræktarstjóra ríkisins. Þau eru bamlaus. Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar Hildur Jónsdóttir hefur verið ráð- in jafnréttisráðgjafi Reykjavíkur- borgar frá 13. maí 1996. Starfsheiti og starfssvið jafnréttisráðgjafa er nýtt, en byggir að hluta á starfi jafnréttisfulltrúa, Jóhönnu Magn- úsdóttur, sem gegnt hafði þeim starfa frá 1994. Jafnréttisráðgjafi er sérstakur ráð- gjafí borgarstjóra í jafnréttismálum, er borgarstofnunum og starfsmönn- um borgarinnar til aðstoðar í jafn- réttismálum og jafnframt fram- kvæmdastjóri fyrir jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar. Jafnréttisráð- gjafi heyrir undir borgarritara. Hildur er fædd í Reykjavík 2. des- ember 1955 og eru foreldrar hennar Jón Sigurðsson hljómlistarmaður og Jóhanna G. Erlingsson þýðandi. Hildur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1976, var við frönskunám í París 1977-1978, las stjórnmálafræði við Árósaháskóla veturinn 1983-1984 og stundaði nám við Blaðamanna- háskóla Danmerkur 1984—1988. Árin 1979-1983 starfaði Hildur á Auglýsingastofunni Argus við gerð auglýsingaáætlana, textagerð og IDAG NOTA 75 SVEITARFÉLÖG OG 45 SJDKRAHÖS H-LADN MEÐ GÓÐUM ÁRANGRI! > > VILTD SLASTIHOPINN ? H-Laun LAUNAKERFI STARFSMANNAKERFI ÚRVINNSLU OG ÁÆTLANAKERFI TÓLVUmrÐLUn Tölvumiðlun ehf • Grenásvegi 8 • 128 Reykjavík Sími: 568-8882 • Fax: 553-9666 • www.tm.is • tm@tm.is -3 L-iAu’-Ji Æ s' 25 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.