Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Page 62

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Page 62
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA hugmyndasmíði. Hildur var frétta- maður á Ríkisútvarpinu 1985 og fréttaritari í Danmörku 1985-1987. Hún vann við þýðingu og staðfærslu bókarinnar Nú er kominn tími til, sem Norræna ráðherranefndin gaf út 1988. Hún var við kynningarstörf hjá KOM hf., Kynningu og mark- aði, 1989-1990 og gegndi starfi verkefnisstjóra Norræna jafnlauna- verkefnisins 1990-1993. Hildur var • LOWARA JARÐVATNS DÆLUR Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 ráðin fyrsti ritstjóri Vikublaðsins 1993 og starfaði hjá því og Alþýðu- bandalaginu til 1996. Hildur hefur skrifað greinar og haldið fyrirlestra um jafnréttismál á ýmsum vettvangi. Hún hefur verið virk í íslenskri kvennahreyfingu frá 1976 og gegnt þar ýmsum trúnaðar- störfum, setið í ritstjórn Veru, tíma- rits um kvenfrelsi, og átt sæti í ráð- gjafamefnd Jafnréttisráðs. Börn Hildar eru Ragna Bjarna- dóttir, fædd 1975, og Erlingur Atli Pálmarsson, fæddur 1989. Fyrri maður Hildar var Pálmar Þór Ingi- marsson, ráðgjafi hjá SAA, en hann lést 1994. Sambýlismaður Hildar er Hjörtur Ottó Aðalsteinsson, héraðsdómari í Reykjavík. Guðmundur H. Ingólfs- son sveitarstjóri Reyk- hólahrepps Guðmundur H. Ingólfsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri héraðs- nefndar Isafjarð- arsýslu, var ráð- inn sveitarstjóri Reykhólahrepps hinn 20. janúar á þessu ári. Guðmundur er fæddur 6. október 1933 í Hnífsdal. Foreldrar hans eru Guðbjörg Torfadóttir verkakona og Ingólfur Jónsson, sjómaður og verkamaður í Hnífsdal, sem bæði eru látin. Guðmundur sótti framhaldsskóla í Reykjanesi og lauk iðnnámi í raf- fræði við Iðnskóla ísafjarðar. Hann réðst til starfa hjá Rafveitu ísafjarð- ar 1959 og var þar í 14 ár sem línu- maður og síðar verkstjóri. Árið 1973 hóf hann starf hjá ísafjarðarbæ sem bæjargjaldkeri og starfaði þar til ársins 1982. Árin 1983-1985 starfaði hann sem aðalbókari sýslu- mannsins á ísafirði. Frá árinu 1985 hefur hann gegnt ýmsum störfum bæði hjá opinberum aðilum og einkafyrirtækjum, var síðast fram- kvæmdastjóri héraðsnefndar Isa- fjarðarsýslu. Guðmundur sat í hreppsnefnd þáv. Eyrarhrepps frá árinu 1962 uns hreppurinn og ísafjarðarkaupstaður sameinuðust hinn 3. október 1971 og var oddviti hreppsins frá 1970. Þá sat hann í bæjarstjóm ísafjarðar 1972 til 1986, var forseti bæjar- stjómar 1978-1982 og oft varafor- seti og í bæjarráði. Hann sat í fjölda nefnda sveitarfé- laganna beggja og var í stjórn Fjórð- ungssambands Vestfirðinga í tólf ár, 1975-1987, þar af formaður stjómar í fjögur ár, 1980-1984. Guðmundur var í undirbúningsnefnd að stofnun Orkubús Vestfjarða, var fyrsti for- maður stjórnar orkubúsins, frá stofnun þess 1978 til ársins 1984, og átti sæti í stjórn þess til ársins 1986. Jafnframt var hann fyrsti framkvæmdastjóri Orkubús Vest- fjarða. Eiginkona Guðmundar er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, fv. al- þingismaður og núverandi bæjar- fulltrúi í hinum sameinaða Isa- fjarðarbæ og kennari við Grunn- skólann á Isafirði. Þau eiga fimm böm. Jónas Vigfússon sveitar- stjóri Kjalarneshrepps ráðinn sveitar- stjóri Kjalarneshrepps frá 15. maí 1996. Jónas var kynntur í 3. tbl. Sveitar- stjómarmála 1991. 252

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.