Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Síða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Síða 31
BYGGÐAMAL Áætlaö er aö störfum i byggingariönaöi tjölgi í nánustu framtíö. Hér eru vaskir Skag- firöingar viö framkvæmdir. Ljósm. Pedersen. Ljósmyndaþjónusta á Sauöárkróki. lega í náinni framtíð. Hugbúnaðargerð hefur vaxið ört hér á landi á liðnum árum. Sífellt aukin notkun tölva í atvinnu- og einkalífí og gríðarlegur vöxtur Nets- ins mun líklega kalla á áframhald- andi vöxt í hugbúnaðargerð. Spáð er að ársverkum í þeirri grein fjölgi um nokkur hundruð á næstu fimm árum. Menningarstarfsemi af ýmsu tagi, svo sem leikhús, kvikmyndahús, söfn o.fl., hefur vaxið mjög á liðn- um áratugum. Hún er hluti af nú- tímalífi einstaklinga og verður sí- fellt rúmfrekari þáttur í lifi þéttbýl- isbúa. Menningarstarfsemin er nokkuð háð efnahagssveiflum og frítíma. Hliðstæðrar þróunar gætir í tómstundastarfsemi, í skemmtana- iðnaði og fþróttum. Hér ræðir um starfsgreinar sem hafa mikla vaxtar- möguleika með styttri vinnutíma og auknum kaupmætti. Því er líklegt að nokkur fjöldi manna geti fengið þar störf við hæfi í framtíðinni. Ymsar atvinnugreinar: Aður- nefnd athugun á mannaflaþörf at- vinnugreina er hvergi nærri tæm- andi og tekur einungis til hluta at- vinnulífsins. Hagsveiflur og aðrir þættir, svo sem tæknivæðing og sameining fyrirtækja og stofnana, hafa víðtæk áhrif á fjölgun eða fækkun starfa. I ljósi þess að góðar horfur eru í íslensku atvinnulífi - spáð er hagvexti, verðbólga er tak- mörkuð og kaupmáttur fer vaxandi - eru líkur á því að störfum fjölgi í efnahagslíftnu sem heild. Þar ræðir um bein hagvaxtaráhrif. Spáð er að slík áhrif geti fjölgað ársverkum um 1000-1500 á næstu fimm árum. Af framansögðu má ráða að áætl- að er að störf í landbúnaði og fisk- veiðum og -vinnslu fækki í framtíð- inni, en störfum við stóriðju, bygg- ingariðnað, verslun og þjónustu af ýmsu tagi fjölgi mjög. Þá er því spáð að aukning verði í heildar- fjölda starfa á vinnumarkaði. Þegar nánar er að gætt birtist markvisst byggðamynstur: Frumvinnslustörfm eru aðallega úti á landi, en vaxtar- greinarnar (verslun, stóriðja og þjónusta) í Reykjavík og nágrenni. Hvaö er til ráöa? Ljóst er að vandi landsbyggðar- fólks er mikill. Snar þáttur í því er einhæft atvinnulíf sem gerir ungu fólki ókleift að snúa aftur til heima- byggðar að loknu háskóla- eða sér- námi. Jafnframt eru allar líkur á því að hefðbundnar aðgerðir í byggða- málum dugi skammt til að breyta þróunarmynstri liðinna ára. Ný hugsun og nýjar leiðir þurfa að koma til. Hér verður imprað á nokkrum slíkum leiðum. Mjög mikilvægt er að efla grunn- gerð svæða úti á landi til að örva at- vinnulífið. Það er gert með ýmsum aðgerðum, svo sem að örva fjárfest- ingu í samgöngum, menntun, bygg- ingum og fjarskiptum, einnig að beina fjárfestingu hins opinbera til slíkra staða, svo sem með því að stofna/flytja opinberar stofnanir. Ennfremur þarf að stórefla mennta- og endurmenntunarkerfi á lands- byggðinni og auka rannsóknarsam- vinnu innlendra og erlendra há- skólastofnana og fyrirtækja. Tryggja verður fjármagn (lán, hlutafé, styrki) til nýrra rekstrarverkefna og auka erlend tengsl fyrirtækja á landsbyggðinni. Svæðisbundnar þróunarstofur gegna einnig mikilvægu hlutverki til að örva hagvöxt og nýsköpun og fjölga atvinnutækifærum. Hlutverk þeirra eru margvísleg, svo sem að veita nýjum og starfandi fyrirtækj- um ráðgjöf um stjómun, rekstur og tækniþróun; aðstoða fyrirtæki við verkefna- og styrkjaöflun innan- lands, hjá Evrópusambandinu og víðar; standa fyrir kynningu, fræðslu og námskeiðahaldi fyrir ein- staklinga og stjómendur í samstarfi við framhalds- og háskóla og sam-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.