Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Qupperneq 31

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Qupperneq 31
BYGGÐAMAL Áætlaö er aö störfum i byggingariönaöi tjölgi í nánustu framtíö. Hér eru vaskir Skag- firöingar viö framkvæmdir. Ljósm. Pedersen. Ljósmyndaþjónusta á Sauöárkróki. lega í náinni framtíð. Hugbúnaðargerð hefur vaxið ört hér á landi á liðnum árum. Sífellt aukin notkun tölva í atvinnu- og einkalífí og gríðarlegur vöxtur Nets- ins mun líklega kalla á áframhald- andi vöxt í hugbúnaðargerð. Spáð er að ársverkum í þeirri grein fjölgi um nokkur hundruð á næstu fimm árum. Menningarstarfsemi af ýmsu tagi, svo sem leikhús, kvikmyndahús, söfn o.fl., hefur vaxið mjög á liðn- um áratugum. Hún er hluti af nú- tímalífi einstaklinga og verður sí- fellt rúmfrekari þáttur í lifi þéttbýl- isbúa. Menningarstarfsemin er nokkuð háð efnahagssveiflum og frítíma. Hliðstæðrar þróunar gætir í tómstundastarfsemi, í skemmtana- iðnaði og fþróttum. Hér ræðir um starfsgreinar sem hafa mikla vaxtar- möguleika með styttri vinnutíma og auknum kaupmætti. Því er líklegt að nokkur fjöldi manna geti fengið þar störf við hæfi í framtíðinni. Ymsar atvinnugreinar: Aður- nefnd athugun á mannaflaþörf at- vinnugreina er hvergi nærri tæm- andi og tekur einungis til hluta at- vinnulífsins. Hagsveiflur og aðrir þættir, svo sem tæknivæðing og sameining fyrirtækja og stofnana, hafa víðtæk áhrif á fjölgun eða fækkun starfa. I ljósi þess að góðar horfur eru í íslensku atvinnulífi - spáð er hagvexti, verðbólga er tak- mörkuð og kaupmáttur fer vaxandi - eru líkur á því að störfum fjölgi í efnahagslíftnu sem heild. Þar ræðir um bein hagvaxtaráhrif. Spáð er að slík áhrif geti fjölgað ársverkum um 1000-1500 á næstu fimm árum. Af framansögðu má ráða að áætl- að er að störf í landbúnaði og fisk- veiðum og -vinnslu fækki í framtíð- inni, en störfum við stóriðju, bygg- ingariðnað, verslun og þjónustu af ýmsu tagi fjölgi mjög. Þá er því spáð að aukning verði í heildar- fjölda starfa á vinnumarkaði. Þegar nánar er að gætt birtist markvisst byggðamynstur: Frumvinnslustörfm eru aðallega úti á landi, en vaxtar- greinarnar (verslun, stóriðja og þjónusta) í Reykjavík og nágrenni. Hvaö er til ráöa? Ljóst er að vandi landsbyggðar- fólks er mikill. Snar þáttur í því er einhæft atvinnulíf sem gerir ungu fólki ókleift að snúa aftur til heima- byggðar að loknu háskóla- eða sér- námi. Jafnframt eru allar líkur á því að hefðbundnar aðgerðir í byggða- málum dugi skammt til að breyta þróunarmynstri liðinna ára. Ný hugsun og nýjar leiðir þurfa að koma til. Hér verður imprað á nokkrum slíkum leiðum. Mjög mikilvægt er að efla grunn- gerð svæða úti á landi til að örva at- vinnulífið. Það er gert með ýmsum aðgerðum, svo sem að örva fjárfest- ingu í samgöngum, menntun, bygg- ingum og fjarskiptum, einnig að beina fjárfestingu hins opinbera til slíkra staða, svo sem með því að stofna/flytja opinberar stofnanir. Ennfremur þarf að stórefla mennta- og endurmenntunarkerfi á lands- byggðinni og auka rannsóknarsam- vinnu innlendra og erlendra há- skólastofnana og fyrirtækja. Tryggja verður fjármagn (lán, hlutafé, styrki) til nýrra rekstrarverkefna og auka erlend tengsl fyrirtækja á landsbyggðinni. Svæðisbundnar þróunarstofur gegna einnig mikilvægu hlutverki til að örva hagvöxt og nýsköpun og fjölga atvinnutækifærum. Hlutverk þeirra eru margvísleg, svo sem að veita nýjum og starfandi fyrirtækj- um ráðgjöf um stjómun, rekstur og tækniþróun; aðstoða fyrirtæki við verkefna- og styrkjaöflun innan- lands, hjá Evrópusambandinu og víðar; standa fyrir kynningu, fræðslu og námskeiðahaldi fyrir ein- staklinga og stjómendur í samstarfi við framhalds- og háskóla og sam-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.