Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Síða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Síða 38
UMHVERFISMAL Verðmætasköpun í stað mengunar Nýting lífrænna efna til landbóta Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvcemdastjóri landgrœðslnsamtakanna Gróður jyrirfólk í Landnámi Ingólfi og verkefiiisstjóri SKIL 21 Landgræðslusamtökin Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs voru stofnuð vorið 1997 með það að markmiði að sporna gegn gróður- og jarðvegseyðingu og græða upp ógróið land í Landnámi Ingólfs Amarsonar. Eitt af meginmarkmið- um samtakanna er að nýta lífræn efni til uppgræðslunnar. Þau tvö sumur sem samtökin hafa staðið fyrir uppgræðsluframkvæmdum í Landnáminu hefur verið unnið við ræktun á 16 svæðum í 10 sveitarfé- lögum. Forsenda þessa árangurs er náin samvinna við sveitarfélögin á svæðinu og hina íjölmörgu stuðn- ingsaðila málstaðarins. Auk metn- aðarfullra uppgræðsluframkvæmda á þessu sumri stýrir Gróður fyrir fólk umhverfisátakinu SKIL 21 sem unnið er undir merkjum Reykjavík- ur, nrenningarborgar Evrópu árið 2000. I anda sjálfbærrar þróun- ar Sjálfbær þróun er lykilhugtak í samskiptum manns og náttúru á 21. öldinni. Megininntak sjálfbærrar þróunar er að ganga ekki á höfuð- stól náttúrunnar - að okkur beri skylda til að skila landinu í jafngóðu eða betra ástandi til komandi kyn- slóða. A tímum vanþekkingar og fá- tæktar átti þjóðin ekki annarra kosta völ en að ganga á landsins gæði og nýta það sem jörðin hafði upp á að bjóða til að lifa af harðbýlið í land- inu. Við þröskuld 21. aldar horfir málið öðruvísi við. I dag er það á okkar valdi að bæta það sem farið hefur úrskeiðis í fortíðinni. Engin töfralausn er til sem getur bætt land- inu í snatri syndir 1100 ára. Arangur af ötulu starfi einstaklinga, bænda, skógræktarfélaga og annarra sanr- taka og stofnana ber þess glöggt vitni að miklu má áorka ef íbúar til- tekinna landsvæða taka höndum saman við að rækta sinn heimagarð. Frekari samtakamáttur íbúa landsins gegn eyðingaröflunum mun skipta sköpum fyrir það umhverfi sem við viljum búa afkomendum okkar. Starfsemi Gróðurs íyrir fólk grund- vallast á hugtakinu sjálfbær þróun. Homsteinn þeirrar þróunar er endur- nýting og hringrásarferli efna. Gróöur fyrir fólkiö Landnám Ingólfs er svæðið sem landnámsmaðurinn Ingólfur Amar- son sló eign sinni á og skipti síðar á milli sex manna. Það nær meðfram strandlengju Reykjanesskagans, inn í botn Hvalfjarðar og f austri með- frarn Þingvallavatni, Sogi og Ölf- usá. Allt ffá landnámi hefúr svæðið verið þéttbýlt, enda ber núverandi gróðurfar nrerki aldalangrar búsetu og gróðurnýtingar. Meðalþéttleiki íbúa íslands í heild er um 2,5 íbúar á hvem ferkílómetra en um 60 íbúar á ferkílómetra í Landnáminu. Nátt- úra svæðisins er fjölbreytt og miklir möguleikar em til útilífs fyrir hinn „landlausa þéttbýlisbúa“. í Land- námi Ingólfs er gróður hins vegar, með alltof fáum undantekningum, í mjög slæmu og sannarlega óásætt- anlegu ástandi. Svæðið er nær skóg- laust, þar á sér víða stað gróður- og jarðvegseyðing, og þar em jafnvel víðáttumiklar sandeyðimerkur. Óhætt er að fullyrða að þetta sé einn verst farni hluti landsins í byggð hvað gróður varðar. Líkt og nafnið Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs gefur til kynna er stefna samtakanna að stunda uppgræðslu þar sem árangurinn blasir við og hefja „gróðursókn“ þar sem fólkið fær sem best notið gróðurs. Því að þrátt fyrir að Landnám Ingólfs sé aðeins um 3% af flatarmáli alls landsins búa þar um 70% þjóðarinn- ar. Vannýtt auölind Gróður fyrir fólk í Landnámi Ing- ólfs hefur sett sér það markmið að komast yfír þau lífrænu efni sem til falla á svæðinu og nýta þau þar sem þeirra er þörf við uppgræðslu. Sam- tökin líta einnig á það sem hlutverk sitt að hvetja og virkja íbúa landsins til aukinnar notkunar lífrænna efna í þágu landbóta og að miðla þeirri reynslu sem samtökin hafa þegar öðlast. Samkvæmt úttekt sem Gróður 1 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.