Hermes - 01.12.1988, Qupperneq 6

Hermes - 01.12.1988, Qupperneq 6
4 Ólafur Sverrisson, formabur skólanefndar Samvinnuskólans. Ólafur Sverrisson Avarp formanns skólanefndar Samvinnuskólans rið 1918 hlaut ísland í reynd sjálfstœði eftir heims- styrjöldina fyrri, sem lauk í nóvember það ár. Pá um nœstu mánaðamót eða 1. desember var ís- land lýst sjálfstœtt rfki með konungssambandi við Dan- mörku. Fyrsta desember er í okkar harðbýla landi svartasta skammdegið framundan. Tœplega hafa landsmenn á haust- dögum árið 1918 verið búnir að gleyma vetrinum nœsta á undan „frostavetrinum mikla “. En veturinn þann mun mörgutn íslendingnum hafa orðið kalt. Þrátt fyrir harðindi ogýmsa óáran voru umbrot með þjóð- inni og framfarahugur. Það hefur þurft mikið árœði til hjá þjóð, sem þá taldi aðeins um 100 þús. manns að stofna sjálf- stœtt ríki. Raunar er það svo, að nú 70 árum seinna þegar landsmenn eru orðnir um 250 þús. þá telja flestir, aðrir en ís- lendingar, það vera oflítið til þess að vera efnalega sjálfstætt ríki. Hvað sem aðrir segja þá hefur okkur tekist að stýra þjóðarskútunni frá því, að við endurheimtum sjálfstœði okk- ar og til dagsins í dag svona nokkurn veginn. Fullveldi landsins var afleiðing þess, að þjóðin hafðifund- ið mátt sinn og öðlast sjálfstraust og trú á framtíð lands og þjóðar. Ýmsar félagslegar hrœringar áttu sér stað með landsmönn- um um þessar mundir. Stofnaðir höfðu verið nýir stjórn- málaflokkar, stofnuð voru ungmennafélög, sem störfuðu af miklum krafti og efldu mjög félagsanda og víðsýni, þeirra sem í þeim störfuðu. Fleira mætti telja og síst má gleyma samvinnu- hreyfingunni, sem hafði unnið sér traustan sess í flestum byggðum landsins. Á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar jók hún verulega starfssvið sitt, m.a. með stóraukinni utanríkis- verslun. Án efa má segja að samvinnuhreyfingin hafi á þessum árum aukið þjóðinni kjark og áræði í því að endurheimta fullveldi sitt. Enda þótt náðst hafi, fullveldisárið 1918 og á árunum þar á undan, umtalsverður viðskiptalegur árangur hjá sam- vinnufélögunum þá sáu ýmsir afforystumönnum samvinnu- manna að efla þurfti þekkingu manna á viðskiptasviðinu. Vanþekking á þessu sviði og reynsluleysi hafði þá þegar ver- ið kaupfélögunum nokkur fjötur umfót. Þetta varýmsum Ijóst en þó engum eins og hinum víðsýna og bráðgáfaða forystumanni, Jónasi Jónssyni. Til þess að bæta úr þessu stofnaði hann Samvinnuskólann árið 1918 með tilstyrk Sambands íslenskra samvinnufélaga. Slíkur skóli fyrirfannst ekki annars staðar í víðri veröld, svo vitað væri. Á þeim 70 árum, sem skólinn hefur starfað, hefur hann þróast með tímanum fram á við. Hann hefur leit- ast við að laga sig að hinu almenna menntakerfi í landinu en jafnframt varðveitt sérkenni sín sem félagsmálaskóli. Skólinn hefur ekki brugðist vonum frumkvöðulsins varð- andi almenna viðskiptamenntun og samvinnuhreyfingunni hefur hann reynst ómælanleg stoð. Nú eru að ganga um garð miklar breytingar á Samvinnu- skólanum. Þetta er árangur mikilla umræðna og mikils starfs undir ötulli forystu núverandi skólastjóra, Jóns Sigurðsson- ar. Skólinn hefur nú haslað sér völl á háskólastigi. Það hefði þótt ótrúlegt fyrir fáum árum, að Samvinnuskólinn myndi á þessu 70. ári sínu vera orðinn að háskóla. Vonandi fylgir farsæld þessu spori, sem vissulega er nokk- uð djarft, en byrjunin lofar góðu. Stjórnendum og kennur- um skólans er Ijós nauðsyn þess, að hann varðveiti mikil- vægustu sérkenni sín sem félagsmálaskóli, jafnframt þvísem starfið er fært til nútímalegs horfs og sniðið, eftir því sem unnt er, að þörfum atvinnulífsins. ínafni skólanefndar Samvinnuskólans færi ég þeim, sem átt hafa þátt í mótun Samvinnuskólans á 70 ára starfsferli hans bestu þakkir. Ég óska þeim, sem á ókomnum árum eiga eftir að njóta dvalar og fræðslu við skólann, til hamingju. Við, velunnarar skólans, trúum og treystusm því, að hann verði á nýrri braut ekki síður gagnlegur samvinnuhreyfing- unni, landi og þjóð heldur en hann hefur verið í 70 ár. Skólastjora, kennurum og öðru starfsfólki skólans, að ógleymdum nemendum, færi ég bestu árnaðaróskir. Reykjavík, 7. október 1988.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Hermes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.