Hermes - 01.12.1988, Side 9

Hermes - 01.12.1988, Side 9
7 Kennarar og nemendur vib Kennaraskólann 1909-10. jónas er þriðji frá vinstri í annarri röð en hann var þá kennari við skólann. laga og ásamt Jónasi frá Hriflu helsti hvatamaður að stofnun Samvinnuskól- ans. Jónas á Hriflu En Jónas var aflgjafinn sem úrslitum réði. Hann ólst upp í Þingeyjarsýslu á þeim tíma þegar Þingeyingar voru að vísa öðrum landsmönnum veginn í and- legum og veraldlegum efnum. Það má því segja að braut lians hafi markast af gildum samvinnu og samhjálpar þegar í æsku. Hrifla í Bárðardal í Suður-Þingeyjar- sýslu. þar sem Jónas tók sín fyrstu spor. var ein fátæklegasta jörðin í Kinninni. Foreldrar hans, Jón Kristjánsson og Rannveig Jónsdóttir, fengu þetta smá- býli á leigu á vordögum árið 1882 - sama ár og Þingevingar stofnuðu fvrsta kaup- félagið. Jónas var yngstur barna þeirra, fæddur 1. maí 1885. Systkini hans, Frið- rika og Kristján, fæddust áður en fjöl- skyldan flutti að Hriflu. Á heimilinu að Hriflu bjó einnig föðuramma Jónasar og tvö nær fulltíða hálfsystkin hans, börn Rannveigar af fyrra hjónabandi, í allt átta manns. Hriflulandið, sem liggur milli Skjálf- andafljóts og Djúpár, var í þá tíð hvorki stórt né búsældarlegt. Að sögn Jónasar var einnar stundar gangur þvert yfir landareignina. Meira en fjórðungur landsins var öldumyndað. uppgróið hraun. Og bústofninn var í samræmi við landkostina: um fjörutíu ær, ein kýr og nokkrir sauðir. Jónas var fæddur og uppalinn á þeim tímum þegar mestur hluti íslendinga bjó í sveitum landsins við bág kjör. Hann líkti íslenskum heimilum bernskuáranna við sjálfstætt ríki: „Á hverjum bœ réðit hjónin allri heim- ilisstjórn, vinnubrögðum og uppeldi barna og forsjó aldurhniginna vanda- manna. Faðir minn stóð fyrir allri úti- vinnu við fjárgeymslu, Iteyskap, göngur og kaupstaðarferðir. Enginn þjóðvegur var til t allri sýslunni, að- eins ein brú yfir Skjálfandafljót Itjá Goðafossi. Sveitamenn urðu að fara allar ferðir gangandi eða á hestum. Þungavaran var flutt á hestwn eða ekið á sleðum á vetrum. Eftir að ég varð liestfœr fór ég kaupstaðarferðir meðföður mínwn með áburðarhest til Svalbarðseyrar. Ekki kom ég til Ak- ureyrar eða Húsavíkur á unglingsár- um mínum. Eg varð snemma aðstoð- armaður föðttr míns við Itina léttari þætti fjárgeymslunnar. Ég vakti yfir túni á vordögum meðan það var Itálf- girt og opið fyrir kindum, kúm og hestum. Síðan varð ég smali um nokk- ttr ár. Þá rak ég fráfœrulömb á afrétt Bárðdœlinga ogfór á haustin ígöngur upp á öræfin. Móðir mín liafði fyrst og fremst stjórn á innanlandsmálum lieimilisins, en samvinna foreldra minna var margþætt og einlæg. Þau deildu aldrei en réðu fram úr vanda-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Hermes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.