Hermes - 01.12.1988, Side 26

Hermes - 01.12.1988, Side 26
24 Kristján Magnússon. Útskr. 1963. Var um skeið sveitarstjóri á Vopnafirdi en stundar nú sjómennsku og skrifstofustörf. Skákmót var prentaö í 2. tbl. Hermesar 1973. Kristján Magnússon Skákmót Hart mi berjast hetjur skarpar herja á kóng og segja skák. En hnípnir verða góðir garpar efglœsta sóknin reynist kák. Sumir geysast fram í fyrstu færi sæta að drepa mann, og svala þannig sigurþyrstu sínu geði ef nœst íhann. Aðrir reyna í rólegheitum rýmka stöðu og sóknararð. En ætla seinna skörpum skeytum skjóta f hinna varnargarð. Sumir þykjast sigurvissir sitja, kjafta, hugsa ei neitt. Og vita eifyrr en kónginn kyssir hin kalda staðreynd, mátið greitt. En varast ber að vænta frama og verja hverjum leik með gát, því skjótræði er oft til ama og allir geta lent í mát. Pví er bezt að þreyta taflið af þolinmœði og gefa ei hót en með hægð svo auka aflið og öruggt sœkja kóngi mót. Þegar jónas varð sjötugur 1955 var honum haldið hófá Hótel Borg. Hér sést Albert Guðmunds- son afhenda honum minningabækur frá nemendum. Þessar bækur eru nú varðveittar í Hamra- görðum. valdaúrslit réöu miklu um það, hvers konar þjóðfélagsgerð varð ofan á á fjórða áratugnum, vegna þess að hægri menn urðu þá undir í stjórnmálabarátt- unni. Þessi ríkisstjórn tók þó ekki ntjög fast á þjóðfélagssmíðinni, heldur kostaði kapps um að sinna verklegum framför- um vegna þess hve þörf þjóðarinnar var brýn á þeim vettvangi. En á fjórða ára- tugnum, þegar samstjórn vinstriflokk- anna sat að völdum, myndaðist þjóðfé- lagsgerð, sem mjög var í anda þess sent Jónas hafði áður boðað, þótt hann væri ekki sjálfur í þeint ríkisstjórnum, og í flokki hans gætti mjög áhrifa ýmissa manna sem sótt höfðu nám hjá honum í Samvinnuskólanum. Eg nefni hér aðeins nafn Eysteins Jónssonar, sem var sterkur áhrifamaður á þessu stjórnarskeiði og lengi síðan og átti áhrifamikinn þátt í þeirri þjóðfélagsmótun sem varð á fjórða áratugnum. En auðvitað voru föng hans miklu víðar að en frá Jónasi í Samvinnu- skólanum, þótt þau verði ekki vanmetin. Þjóðfélagsgerðin sem vinstri flokkarn- ir réðu mestu um á fjórða áratugnum, og Jónas hafði í öndverðu stefnt að, bar mikil merki sterkrar félagshyggju, lýð- hjálpar og virðingar fyrir vinnustéttun- um og rétti þeirra til lífskosta og sjálfræð- is, þó að fátækt þjóðarinnar kreppti enn mjög að. í þetta þjóðfélag vantaði ýmsa auðgildisstuðla sent gildastir voru í eldri þjóðfélögum í Evrópu. Þar voru ekki skilyrði þess að neinn gæti lifað hátt af arði peninga sinna. Þar var ekkert rúm fyrir verðbréfamarkað á borð við þann sem þjóðin hefur kynnst á síðustu árum. Auðgildið var ekki efst á blaði, heldur vinnan, starfið að atvinnuvegum landsins, og ýmsir þættir voru meira í höndum ríkis og bæja. Því verður varla á móti mælt, að þjóðfélagsboðun Jónasar á öðrum og þriðja áratugnum, bæði í greinum og morgunræðum í Samvinnu- skólanum hafði veruleg áhrif á mótun fyrsta sjálfstæðisþjóðfélagsins hér á landi á þessum tíma, þótt hann sjálfur væri þá kominn á baksviðið. Hann ætlaði skól- um þjóðarinnar veigamikið hlutverk, og þá ekki síst sínum eigin skóla, við mótun samfélagsins og reyndi að efla nemendur sína til þess. Og honum tókst það. Þau áhrif gerðu sig gildandi a. m. k. á fyrstu tveim áratugum fullveldisins svo að aug- ljóst var. En hann hafði líka tengt miklu fleiri þræði saman. Hitt þarf líka að hafa í minni, að ístríð- inu og á eftirstríðstímanum hefur auð- gildið sótt í sig veðrið og tekið hásætið í þjóðfélagsgerðinni, þokað vinnunni og samfélagshyggjunni a. m. k. niður í ann- að eða þriðja sæti. Samvinnustefnan á mótdrægt í slíkum veðrum. Á efri árum gerði Jónas sér þetta ljóst, en taldi að þjóðin hefði aðeins um stund fest öll augu á gullkálfinum, en síðar mundi aft- ur rofa til, og fólkið binda á ný trúnað við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Hermes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.