Hermes - 01.12.1988, Síða 27

Hermes - 01.12.1988, Síða 27
25 manngildisstefnu og félagsþroska, en láta gróðafíkn einstaklinga og alveldi peninga þoka fyrir þjóðnýtu starfi og stéttum þess. Þótt Jónas Jónsson setti boðun sam- vinnuhugsjóna og samfélagshugmynda efst á dagskrá sína í Samvinnuskólanum, var honunt ljóst að skólinn varð líka að veita nemendum sínum kunnáttu og þjálfun í væntanlegum samvinnustörf- um. Þegar leið á þriðja áratuginn fann hann mjög til þess að þessum þætti var ekki sinnt nægilega vel. Þá barst skólan- um mikilvæg hjálp í þessu efni. Ungur og vaskur Vestfirðingur, Guðlaugur Rós- inkranz, kom árið 1930 heim frá námi í Svíþjóð, þar sem hann hafði m. a. lagt stund á samvinnufræði og hagfræði. Jón- as réð hann að Samvinnuskólanum, og hann var þar síðan sem yfirkennari í tvo áratugi. Hann kenndi löngum hagfræði við skólann og samdi og gaf út fyrstu kennslubók í þeirri grein hér á landi. Jónas ákvað einnig, að hætt skyldi að kenna dönsku í skólanum, en sænska tekin þar upp í staðinn, og Guðlaugur kenndi hana. Mun Samvinnuskólinn hafa verið eini almenni skólinn hér á landi þá sem kenndi sænsku eitt Norður- landamála. Þetta var talið heppilegt vegna þess hve mikil tengsl íslenskir samvinnumenn höfðu þá þegar við sænska samvinnumenn, enda átti sam- vinnustefnan þar mikil óðul. Jónas átti annríkt við þingsetu og stjórnarstörf. er Guðlaug bar að garði Samvinnuskólans, og lét hann því taka við að kenna samvinnusögu um tíma og síðan af og til, en hélt þó sjálfur áfram morgunræðunum um félagsmál þegar hann gat. Guðlaugur var settur skóla- stjóri í stað Jónasar 1931-32, og síðar hvíldi skólastjórnin á honum oft og ein- att, og hann átti mestan þátt í því að gera skólann að starfsþjálfunarstöð jafnframt bóknáminu. Samstarf Jónasar og Guð- laugs var mjög gott og farsælt, og starf Guðlaugs við skólann létti mjög á Jónasi og lyfti skólanum að gildi í hlutverki þjálfunar samvinnustarfsmanna og for- ystumanna í samvinnustarfi. A þessum umbrotaárum í þjóðlífinu. þegar mörg spjót og þungar öldur dundu á skóla- stjóranum og drógu hann frá skólastarfi, veitti Guðlaugur skólanum nauðsvnlega staðfestu og forsjá í daglegu námi. og sá um að hann stæði undir nafni sem virk þjálfunarstöð samvinnumanna. Skólinn átti honum mikið að þakka þau ár sem kennslu hans og verkstjórnar naut við. Sigurður Hreiðar Hreiðarsson Einkaheimili Jónasar og Guðrúnar Oft er það svo, að í dagsins önn gleymist að þeir sem brýtur á í ölduróti landsmálanna eiga sína fjölskyidu, heimili og einkalíf eins og hinir. Oftar en hitt er þetta vin sem þeir leita til að loknum stormasömum degi og fínna þar þann frið og ró sem þeir þurfa. Líka næðir stundum um fjölskylduna, og maki og börn hafa sjaidan þá brynju sem landsmálamaðurinn hefur komið sér upp. Jónas Jónsson frá Hriflu átti sér indæla konu, mannvænlegar dætur og gott heimili. í árbók Nemendasambands samvinnuskólans, öðru bindi, birtist viðtal við Auði og Gerði Jónasdætur um bernskuheimili þeirra, eftir Sigurð Hreiðar Hreiðarsson. Við- talið gefur mjög góða mynd af heimili Jónasar og Guðrúnar. Það fór fram á þeirra gamla heimili, Hamragörðum, sem þá, árið 1974, var orðið félagsheimili samvinnum- anna, sem það hefur verið síðan. Það er vel viðeigandi að endurbirta þetta viðtal hér í afmælisútgáfu Hermesar. Vestur í bæ, þar sem mætast Hofsvallagata og Hávallagata, stendur reisulegt hús, fallegt, en lætur ekki mikið yfir sér. Umhverfis er garður, vel ræktaður og hirtur, um- kringdur steinvegg. Þarna bjuggu áður Jónas Jónsson frá Hriflu og kona hans, Guðrún Stefánsdóttir. Þau fluttu inn í þennan bústað skólastjóra Samvinnu- skólans strax og hann var fullger árið 1941 og bjuggu þar til æviloka. Síðan hef- ur húsið verið félagsheimili samvinnu- manna. Þetta eru Hamragarðar. Inn í húsið er gengið frá Hofsvalla- götu, nær miðja vegu milli Hávallagötu og Túngötu. Þó telst þetta hús til Há- vallagötu. Svona undarleg er nú sum- staðar hún Reykjavík. En þetta skiftir líklega engu máli, því að við, sem notum þetta hús, hugsum ekki um það aðeins sem númer við götu, heldur sem Hamra- garða, og þeir eru í sjálfu sér hafnir yfir tölur og traðir. Þeir sem eru á líku reki og ég eða yngri muna ekki Hamragarða sem heimili Jón- asar. Og það vill gjarnan fara svo að þeg- ar umsvifamikilla athafnamanna er minnst, gleymist að þeir hafi átt einkalíf og fjölskyldu. Og það var einmitt til þess að bregða upp mynd af heimili Jónasar og Guðrúnar og varðveita hana, að ég bað dætur þeirra, Auði og Gerði, að eiga með mér dagstund í Hamragörðum og rifja upp minningar. Þær urðu ljúflega við þeirri bón og það var hlýlegur haust- dagur, sem við áttum þar saman. Þeir, sem þekkja til Hamragarða, og Sigurdur Hreidar Hreibarsson. Útskr. 1959. Hefur stundab blabamennsku og kennslu. Var nokkur ár kennari ab Bifröst. Er nú ritstjóri timaritsins Úrvals og fæst vib ýmis ritstörf. þeim fer sífellt fjölgandi, vita að þar er notalegt að vera. Listamenn sýna þar gjarnan verk sín í litlum en notadrjúgum sal með vandaðri lýsingu. Bæði þeir og gestir þeirra hafa fundið þessa sömu notakennd. Þetta var líka eitt hið fyrsta, sem systurnar minntust á. Og þeim kom það ekki á óvart, þær þekktu þetta af sér og sínum, en það gladdi þær, að „vanda- lausum" skuli á sama veg farið. Þegar Hamragarðar komu til skjal- anna 1941, var Samvinnuskólinn orðinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.