Hermes - 01.12.1988, Page 32

Hermes - 01.12.1988, Page 32
30 kynntumst við foreldrum okkar, áttum með þeim ógleymanlegar gleðistundir, sem entust ævilangt og urðu til þess að það leið ekki sá dagur á þeirra efri árum á Hávallagötunni, að við litum ekki inn til þeirra - sérstaklega eftir að þau áttu erfiðara með að koma til okkar vegna aldurs. Foreldrar okkar voru sjálf svo miklir vinir og raunar fjölskyldan öll, tengda- synirnir og barnabörnin. Við höfðum alltaf gaman af viðræðum við þau og eins börnin okkar eftir að þau stálpuðust. Það voru að sjálfsögðu oft skiftar skoðanir hjá okkur öllum, en alltaf var líf og fjör og pabbi lét brandarana fjúka óspart. Þrátt fyrir allt annríki var alltaf tími heima á Hávallagötu til þess að spjalla um það, sem efst var á baugi. Það er áreiðanlega mikils virði, að fjölskyld- ur geri það.“ Auður: „Mér finnst svo skemmtilegt að hugsa til þess, þegar pabbi fór með okkur systurnar á sunnudagsmorgnum, þegar við vorum litlar, niður að sjó og sýndi okkur fuglana og fræddi okkur um líf þeirra. Og enn kemur þessi skemmti- lega tilfinning upp í huga minn, þegar ég sé unga feður ganga í rólegheitum á sunnudagsmorgnum með börnin sín og ég hugsa - þetta eru góðir pabbar, sem gefa sér tíma til að sinna börnum sínum og ræða við þau. Þeir stinga þeim ekki bara aftur í bílinn sinn eða gefa þeim pening, svo að þau geti farið í bíó og séu ekki fyrir.“ En þar kom, að þröngbýlið sagði til sín, að ekki varð lengur við unað. Á þeim tíma hafði margt gerst, meðal ann- ars hafði Jónas haft forgöngu um bygg- ingu héraðsskóla víðs vegar um landið, sem bjuggu við rúman húsakost eftir því sem þá var um að ræða. En Samvinnu- skólinn sat við sitt. Jónas segir sjálfur í grein einhvers staðar á þá leið, að í lands- málum sé ýmislegt, sem ekki þoli bið, en samvinnuhreyfingin hafi hina rólegu, sígandi þróun. Og nú skulum við aftur gefa honum orðið í „Samvinnuskólinn 30 ára“: „Þegar her Breta settist að hér á landi vorið 1940, reistu þeir herbúðir sínar á öllum auðum blettum í bænum og víða í nágrenninu. Þá fullbyggðist á skömmum tíma sú lóð á Arnarhólstúni, sem fyrr átti að vera járnbrautarstöð. Bjó þar mikill fjöldi hermanna. Þeir lögðu undir sig hina hálfgerðu og mannlausu Þjóðleik- húsbyggingu, og stungu reykpípum út um glugga, þar sem við mátti koma. Lagði þykkan reykjarmökk úr eldstæð- um Breta yfir Sambandshúsið. Á hverj- um morgni höfðu fjölmennir herflokkar æfingar í portinu bak við húsið. Tók nú að gerast þröngbýlt í Sambandshúsinu. Hafði Sambandið mjög fært út kvíar á liðnum árum. Var Landsverzlunin (sem framan af leigði hluta af Sambandshús- inu -innsk. S.H.) fyrir löngu flutt burt úr húsinu og Sambandið eitt um hituna að fullnota til sinna þarfa tvær neðri hæð- irnar og kjallarann. En meira þurfti með, og kom þá til tals að skólastjóri flytti úr húsinu út í bæ. Kom þá fyrir atvik, sem flýtti fyrir þessari framkvæmd. Þormóð- ur Eyjólfsson hafði þá um langa stund verið helzti forvígismaður sfldarverk- smiðja ríkisins á Siglufirði, og löngum formaður í stjórn þeirra fyrirtækja. Hann var tíður gestur í Sambandshúsinu og kunnugur þar öllum málefnum. Þótti honum nú orðið erfitt um búsetu mína í Sambandshúsinu, í vaxandi þröngbýli og örtröð af mörgu tagi. Hreyfði hann þessu máli við forustumenn Sambandsins, að ástæða væri til að fjölskylda mín flytti burt úr húsinu. Málið var áður komið á dagskrá hjá þeim, en ábending Þormóðs flýtti fyrir framkvæmdum. Beittu sam- býlismenn mínir í Sambandshúsinu sér fyrir því, að Sambandið reisti íbúðarhús fyrir skólastjóra Samvinnuskólans og fjölskyldu hans, en breytti gömlu skóla- Lánasjóður íslenskra námsmanna Hlutverk Hlutverk Lánasjóðs íslenskra náms- manna er að veita íslenskum námsmönnum, sem fullnægja skilyrðum sjóðsins varðandi lánshæfni, fjárhagsaðstoð til framhaldsnáms. Tegund aðstoðar Lánasjóðurinn veitir: Almennt námslán tíl greiðslu kostnaðar vegna framfærslu á námstíma, bóka- og efniskaupa og skólagjalda; Ferðastyrk; Lán vegna sérstaks aukakostnaðar. Umsókn Umsækjandi um námsaðstoð verður að fylla út sérstakt eyðublað sem fæst í afgreiðslu sjóðsins, sendiráðum íslands erlendis og flestum lánshæfum skólum hérlendis. Nýliðar Bjnjandi í lánshæfu námi fær 1. hluta námsláns afgreiddan að loknu íyrsta misseri, ef hann fullnægir kröfum sjóðsins um námsárangur. Lánskjör Námslán eru til 40 ára, verðtryggð en vaxtalaus. Upphæð árlegrar endurgreiðslu miðast við 3.75% af útsvarsstofni tekna ársins á undan. Ráðgjöf Sérfræðingar sjóðsins svara íyrir- spumum og veita sérhæfða ráðgjöf í síma og í viðtalstímum. Afgreiðsla Skrifstofa LÍN er við Laugaveg 77 í Reykjavík. Sími sjóðsins er 2 50 11.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.