Hermes - 01.12.1988, Page 34

Hermes - 01.12.1988, Page 34
32 Sigurður Hreiðar Hreiðarsson Samvinnuskólinn gaf mér trúna á að samvinnustefnan væri þjóðfélaginu til góðs Stutt spjall við Sigurvin Einarsson, fyrrverandi alþingismann og framkvæmdastjóra, nemanda úr fyrsta árgangi Samvinnuskólans. Sjötíu ár eru ef til vill ekki langur tími í sögu menntastofnunar. En þau eru töluverður tími þegar mannsævi er annars vegar. Búast má við að flestir nemendur Samvinnuskólans, ekki síst framan af árum, hafi að minnsta kosti verið komnir að tvítugu, þegar þeir voru í skólanum. Það þýðir að nú væru þeir um nírætt. Enda eru fáir eftir af fyrsta ár- ganginum, þeim sem sátu Sam- vinnuskólann veturinn 1918-19. Sigurvin Einarsson, fyrrum alþingismaö- ur og framkvæmdastjóri, er þó enn all- hress líkamlega, þótt hann sé kransæða- sjúklingur, og viö fulla andlega heilsu. Um þær mundir sem afmælisrit þetta kemur fyrir almenningssjónir skortir hann eitt ár í nírætt. Hann dvelur nú ásamt konu sinni, Jörínu Guðríði Jóns- dóttur, í Seljahlíð, vistheimili fyrir aldr- aða í Breiðholti. Pegar ég heimsótti hann barst talið strax að fyrsta vetrinum sem Samvinnu- skólinn starfaði. Sigurvin hallaði sér aft- ur á bak í hægindastólnum sínum úti við stofugluggann og byrjaði að rifja upp liðna tíð: „Þessi vetur, 1918 til 19, var mikill tíð- indavetur. Ég kom hingað til Reykja- víkur í nóvember, þegar spánska veikin var einna verst hér í bænum og fólk hrundi niður. Ég held það hafi orðið lítið eða ekkert úr skólum fyrir jól. Til dæmis Miðbæjarskólinn, sem var nú eini barna- skólinn, hann var tekinn undir sjúkra- hús. Ég hafði ekki séð Reykjavík áður. Það voru því mikil viðbrigði fyrir mig. En vegna spönsku veikinnar var það svo, að þó maður liti eftir langri götu eins og Laugaveginum, sá maður kannski ekki nema fjóra, fimm menn á rjátli. Það dóu jafnvel heilar fjölskyldur úr spönsku veikinni. En það gerðist fleira þetta haust. Þá gaus Katla, og þá komst á friður úti í heimi eftir fyrri heimsstyrjöldina. Og þetta er eiginlega allt á sama tímabili, október - nóvember. Sigurvin Einarsson, fyrrv. alþingismaður. Og það fjórða sem gerðist var að Sam- vinnuskólinn tók til starfa. Hefur þú fylgst með skólanum þau 70 ár sem hann hefur nú starfað? Nei, það hef ég nú ekki gert. Ég hef vitað í stórum dráttum um þær breyting- ar sem á honum hafa orðið, annað ekki. Ég fylgdist lengi vel með sumum sem voru samtíma mér í skólanum og sumum kennurunum. Kunnugastur varð ég nátt- úrlega Jónasi, og þeim Guðbrandi Magnússyni og Jóni Guðmundssyni, ráðuneytisstjóra sem seinna varð. Hann var snilldar kennari. Af skólafélögunum vorum við fjórir miklir félagar þennan vetur, við Jens Hólmgeirsson, Júlíus Rósinkransson, Theódór Gunnlaugsson og ég. Theódór hitti ég aldrei aftur. Júlíus af og til, en Jens var alla tíð minn mikli félagi. Það sleit nokkuð í sundur kunnings- skapinn, að ég flutti í burtu. Að loknu kennaraprófi varð ég kennari í Ólafsvík og var þar í níu ár. Ég var í Reykjavík þennan vetur, 1918-19, og í Samvinnuskólanum eftir að hann tók til starfa rétt fyrir jólin, en fór svo heim aftur til bróður míns vestur í Stakkadal. Það var fyrsta búskaparárið hans. En vorið 1920 fór ég svo suður aft- ur og settist um haustið í Kennaraskól- ann, alfarinn að heiman. Þennan fyrsta vetur var Samvinnu- skólinn til húsa í Iðnó, gengið inn frá Vonarstræti og til vinstri handar þegar komið var inn. Þar var stofa allstór, en þetta var ósköp frumstæð aðstaða. Stól- arnir vondir, ferkantaðir og leiðinlegir kollar, og allt annað eftir því. Enda hefur Jónas varla getað valið úr húsnæði á þessum tíma. En þegar þú lítur til baka yfir þessi sjötíu ár: Hvað finnst þér dvöl þín í Samvinnu- skólanum hafa gefið þér? Trúna á að samvinnustefnan sé þjóð- félaginu til góðs. Og fyrir dvölina í Sam- vinnuskólanum, og þá fyrst og fremst kunningsskapinn við Jónas, lenti ég inni í Framsóknarflokknum 1919, og fylgdi honum alla tíð að málum, meðan ég skipti mér af pólitík. Jú, ég hef enn áhuga á að heyra um pólitík, og hvað er að gerast, en ég fylgi engum eins og er. Enda ekki hægt að fylgja neinum. Ég veit ekki hvort þú veist af því, en þennan vetur kom Jónas á þeirri reglu að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.