Hermes - 01.12.1988, Síða 35

Hermes - 01.12.1988, Síða 35
33 á hverju mánudagskvöldi hittust allir nemendurnir og einhverjir kennaranna, ásamt einhverjum samherja Jónasar úr pólitíkinni, uppi á efri hæðinni í Góð- templarahúsinu. Þar var drukkið kaffi og setið undir ræðuhöldum lengi kvölds. Þetta var upplífgandi fyrir okkur strák- ana. Ég minnist þess sérstaklega að ein- hverju sinni var Ólafur Friðriksson þar. Þeir voru kunningjar, Jónas og Ólafur. Ólafur heldur þarna ræðu, ég man nú ekkert um hvað hún var. En þá rís upp Hannes Jónsson, síðar kaupfélagsstjóri á Hvammstanga, og hellir sér yfir Ólaf, mótmælti öllu sem hann sagði, og svo framvegis. Þetta var hörku ræða hjá Hannesi, en þetta var í eina skiptið sem ég man eftir ágreiningi á þessum fundi. Já, þessi mánudagskvöld, svokölluð „kaffikvöld samvinnumanna", þau voru skemmtileg. En Jónas hafði líka annan sið. Hann kallaði nemendurna heim til sín, einn og einn í einu. Þá bjó hann á Skólavörðustíg 35, í stóru timburhúsi sem Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, átti. Þetta hús er á horninu á Kárastíg, móti Hvítabandinu, og stendur enn. I þessum einkaheimboðum var hann að útbreiða samvinnustefnuna, og raunar framsókn- arstefnuna um leið. Þarna bar á góma það sem stóð á bak við Framsóknar- flokkinn upprunalega, en það voru þrenns konar þættir: landbúnaðurinn, ungmennafélagshreyfingin, og sam- vinnustefnan. Já, Jónas var einstakur maður, og freistandi fyrir unga menn að fylgja honum, sem einu sinni höfðu kynnst honum. Raunar hygg ég að ég hafi heillast af samvinnustefnunni fyrr. Þegar ég var barn var stofnað pöntunarfélag í minni heimabyggð, Rauðasandi. Forstöðu- maður þess var Ólafur Thorlacius, í Bæ á Rauðasandi, og þegar hann fór um allan hreppinn til að tala fyrir þeirri breytingu að gera kaupfélag úr pöntunarfélaginu, fékk hann mig fyrir fylgdarmann, líklega þrettán, fjórtán ára. 1958 varst þú svo kjörinn fyrsti formaður Nemendasambands Samvinnuskólans. Ef ég man rétt var leitað til þín með að taka þetta að þér til þess að leggja áherslu á að félagsskapurinn væri hugsaður sem samband allra nemenda Samvinnuskól- ans, ekki aðeins nemenda frá Samvinnu- skólanum að Bifröst. Það gæti ég haldið að væri rétt. En ég man ekki mikið um þetta nemendasam- band. Ég hef þó alltaf keypt rit þess. Samt gæti ég hafa farið á mis við eitt- hvað, eftir að við fluttum hingað upp eftir. Nú þekktir þú Jónas vel. Hvernig heldur þú að hann hefði tekið því sem nú er orðið, að Samvinnuskólinn er kominn á háskólastig? Hann lét sér einhvern tíma um munn fara, að fólk hefði ekki gott af nema „hæfilega mikilli'4 menntun. Ég held að hann hefði orðið hrifinn af því. Það held ég endilega. Honum líkaði vel þegar séra Guðmundur Sveinsson tók við skólanum og hann var fluttur upp að Bifröst. Hann var ánægður með það. Ég var aftur á móti hálf hræddur um að skólinn yrði síður sóttur þangað. En það virðist hafa verið næg aðsókn að honum. Jú, rétt er það, að Jónas talaði stundum um langskólafólkið svona heldur með lít- ilsvirðingu. En hefði hann grunað þá að Samvinnuskólinn yrði á háskólastigi, hefði hann ekki talað þannig. Við verð- um að muna eftir því að margir hans harðvítugustu andstæðingar voru ein- mitt þeir langskólagengnu, svo sem læknarnir. Því hygg ég að það hafi verið, sem hann notaði þetta slagorð stundum um andstæðinga sína.“ Einkareikningur Landsbankans er tékkareikningur með háum vöxtum sem gefur kost á heimild til yfirdráttar og láni, auk margvís- legrar greiðsluþjónustu. Einkareikningur er framtíðarreikningur. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.