Hermes - 01.12.1988, Page 37

Hermes - 01.12.1988, Page 37
35 Sigurður Hreiðar Hreiðarsson Guðfaðir skólans að Bifröst Þórdur Pálmason neitar ekki þessari stadhæfingu, en vill deila heiÖrinum með öðrum manni, eins og fram kemur í þessu stutta spjalli. Á Reykjavíkurárum Samvinnuskólans, einkum fyrri hluta þeirra, tíðkaðist mjög að menn fengju að sækja tíma og fyrirlestra í einstök- um fögum, hluta úr vetri eða veturinn allan. Þessir nemendur voru kallaðir „óreglulegir nemendur“, enda luku þeir ekki burtfararprófi frá skólanum. Af gömlum skýrslum skólans verður ekki alltaf lesið hvaða nemend- ur voru reglulegir og hvaða óreglulegir. Þess vegna kom í Ijós við gerð árbóka NSS að sumir nemendur sem fundust á skrám eða skólaspjöld- um töldu sig varla hafa verið í skólanum. Afstaða ritstjóra árbókanna var hins vegar sú, að sá sem stundað hefði nám í Samvinnuskólanum nægilega lengi til að verða skráður nemandi, hlyti að teljast til Sam- vinnuskólanema, hvort sem námið var meira eða minna. Einn þeirra sem þannig höfðu skamma setu í fáum grein- um Samvinnuskólans var Þórður Pálmason, síðar lengst af kaupfélagsstjóri í Borgarnesi. Hann var óreglulegur nemandi í Samvinnuskólanum um tíma, annan veturinn sem skólinn starfaði. Þórður verður níræður næsta vor en er við góða heilsu, líkamlega og andlega. Hann og kona hans, Geirlaug Ingibjörg Jónsdóttir, búa nú í Reykjavík. Ég heimsótti þau á heimili þeirra í Kvisthaganum í haust og átti þar ánægjulega dagstund. „Ég var eiginlega ekkert í Samvinnuskólanum," sagði Þórður. „Þegar hann tók til starfa var ég búinn með Verslunar- skólann. Ég sat aðeins fyrri hluta vetrar 1919-1920 undir fyrir- lestrum Jónasar í samvinnusögu og félagsfræði, og notaði tæki- færið líka til að rifja upp enskuna sem ég lærði í Verslunar- skólanum. Síðan fór ég eftir áramótin til Bretlands, og varð þá samferða Tómasi Hallgrímssyni, Mýramanni sem ég kynntist í þessum fyrirlestrum. Ástæðan til þess að ég fór að hlýða á fyrirlestrana var sú að ég hafði kynnst Jónasi áður, í gegnum Jón á Reynisstað. En á þessum tíma var voðalega mikið los á skólanum. Það bætti heldur ekki úr skák að hann var í hálfgerðu húsnæðishraki. Það var ekki fyrr en skólinn fékk inni uppi í Sambandshúsi, að það kom meiri festa í skólastarfið. Telur þú að þú hafir haft gagn af þeirri stuttu viðdvöl, sem þú hafðir í Samvinnuskólanum? Já, ég held það. Ég kynntist þarna til dæmis sögu samvinnu- hreyfingarinnar alveg frá byrjun, eins og Jónas túlkaði hana. Það styrkti mig í þeirri ákvörðun að gerast starfsmaður hreyf- ingarinnar að hafa kynnst Jónasi og því hvernig hann túlkaði þróun hennar. Kannski má segja að það hafi verið nokkuð einhliða túlkun, en þetta var lifandi fræðsla og skemmtileg. Jónas hvatti mig mjög til að fara til Englands og kynnast þar ensku samvinnuhreyfingunni. Hann kom mér í samband við forstöðumann fræðslustarfs sambandsheildsölunnar CWS í Manchester, prófessor Hall, sem tók við mér eftir að ég var búinn að vera nokkurn tíma í Skotlandi að liðka mig í málinu og sjá mig um. Þá starfaði ég um tíma við samvinnuheildsöluna í Manchester, og varð síðan starfsmaður hjá ýmsum sam- vinnufélögum í Englandi. Það voru mikil viðbrigði, að vera upp- alinn í litlu kaupfélagi eins og á Hofsósi, og koma svo allt í einu inn í fyrirtæki eins og CWS, sem hafði mörg hundruð þús- und félagsmenn. En þarna ríkti líka miklu betri andi en hér heima, því hér var helvítis pólitíkin svo áberandi og hrakti ýmsa menn frá. Hún var miklu harðari en núna, pólitíkin. Þessi póli- tísku tengsl samvinnuhreyfingarinnar þoldu ekki allir, sem voru í raun og veru samvinnumenn. En Jónas ætlaðist til þess, að þeir sem væru samvinnumenn, þeir væru líka fram- sóknarmenn. Ég var töluvert lengi í Englandi og fór þar víða um. Svo fór ég yfir til Danmerkur og var þar í kaupfélagi í Slagélse. For- maður kaupfélagsstjórnarinnar hét Hansen, góður vinur Jón- asar, og ég var með bréf frá Jónasi til hans. Þarna í Slagelse var ég líka dálítinn tíma, en það var hálf aumt. Mér þótti það ótta- lega „púkó“ allt saman,“ segir Þórður og hlær við. „Þegar ég kom heim eftir þetta gerðist ég starfsmaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þá var kaupfélagsstjóri þar séra Sig- fús Jónsson á Mælifelli. Svo kom þar eftir sex ár að það vantaði kaupfélagsstjóra að Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík og Sigurður Kristinsson hringdi til mín og bað mig að koma suður og ræða við sig um að taka við því starfi. Það varð úr. Ég fór þangað vorið 1928 og var þar í fjögur ár. Mér líkaði vel í Vík. Þar var gott fólk. Það var dálítið ein- angrað að vera þarna, stirðar samgöngur, en mér reyndust Skaftfellingar drengskaparfólk. Þetta var heilmikil reynsla því aðalstöðvarnar voru í Vík, en við höfðum útibú austur í Öræf- um og líka við Skaftárós og lögðum þar upp vörur einu sinni á ári, á vorin. Þaðan fór ég svo til Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi, og var þar í 36 ár, frá 1932 til 1968. Þótti þér Borgarnes álitlegri staöur? Já, einhvern veginn fannst mér það enn álitlegri framtíð, nær Reykjavík og betri samgöngur. Ég var viss um það þá, og ég er viss um það enn, að það eru miklir möguleikar í Borgarfirði. Þetta er ljómandi hérað. Enda leið okkur vel þessi ár sem við vorum þar. Varst þú ekki hvatamaöur aö því aö flytja Samvinnuskólann frá Reykjavík upp í Borgarfjörð? Ég var í stjórn Sambandsins, þegar þetta gerðist, og þetta mál kom náttúrle^a til hennar kasta. Ég held að það hafi ekki síst verið Bjarni Ásgeirsson, þingmaður Mýramanna, sem var mestur hvatamaður að því að flytja skólann upp í Borgarfjörð. En það kom vitanlega fyrir stjórn Sambandsins, því það var Sambandið sem bar kostnaðinn af starfsemi skólans. Ég studdi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.